Vísir - 16.11.1968, Blaðsíða 8
8
VISIR . Laugardagur 16. nóvembér 1968?,
VÍSIR
Otgefandi: Reykjaprent tiJ.
Framkvæmdastjóri Sveinn R. Eyjólfsson
Ritstjóri: Jónas Kristjánsson
Aðstoðarritstjóri: AxeJ Thorsteinson
Fréttastjóri: Jón Birgir Pétursson
Ritstjómarfulltrúi: Valdimar H. Jóhannesson
Auglýsingar: Aðalstræti 8. Simar 15610 11660 og 15099
Afgreifisla: Aðalstræti 8. Slmi 11660
Ritstjórn: Liugavegi 178. Simi 11660 (5 Unur)
Áskriftargjald kr. 125.00 á mánuði innanlands
I lausasölu kr. 10.00 eintakið
Prentsmiðja Visis — Edda h.f.
Stefnubreyting
Tíminn sagði í forustugrein núna í vikunni, að gagn-
ger stefnubreyting væri nú þjóðinni lífsnauðsyn eins
og ástatt er í efnahags- og atvinnumálunum. Það er
að sönnu ekki nýtt að sjá þá kenningu í Tímanum, að
stefnubreytingar sé þörf. Og rökin fyrir kenningunni
eru enn hin sömu og áður, sem sé að stefna ríkisstjórn-
arinnar sé meginorsök erfiðleikanna. Til skamms tíma
hélt blaðið reyndar fram, að allt sem á bjátaði væri
sök stjórnarinnar, en upp á síðkastið hefur nokkuð
verið slegið af þeirri fullyrðingu. Ekki er þó allt í sóm-
anum enn um sanngirnina. Blaðið hefur það meðal
annars eftir Eysteini Jónssyni, úr ræðu hans á Alþingi
um gengislækkunina, að „aðalástæðan fyrir vandan-
um geti ekki verið aflabrestur og verðfall“!
Þetta leyfir sá maður að láta sér um munn fara,
sem lengur en nokkur annar íslendingur hefur verið
fjármálaráðherra. Honum er mætavel kunnugt að
verðmæti útflutningsins hafa minnkað um eitthvað
nálægt 45% síðustu tvö árin^ Sé það le:íc til þess að afla
stjórnarandstöðunni fylgis,‘ að bera svona blekkingu
á borð fyrir almenning, þá eru ísíendingar vérr að
sér um einföldustu atriði efnahagsmálanna en hingað
til hefur verið talið. Og ekki er aðferðin falleg og ber
ekki vott um mikla ábyrgðartilfinningu, þegar þjóð-
mni ríður á að standa saman og skilja til hlítar, að
hún verður öll að ráðast gegn vandanum.
Það er því önnur stefnubreyting en sú, er Tíminn
hefur mest talað um, sem þjóðinni er nú lífsnauðsyn.
Það er sú stefnubreyting, að forustumenn hennar á
Alþingi — mennirnir, sem hún hefur trúað fyrir efna-
hagslegu sjálfstæði sínu og frelsi — leggi á hilluna
allan flokkaríg og atkvæðaveiðar og sameinist sem
einn maður um að leita hinna beztu úrræða til bjarg-
ar, þegar hætta steðjar að afkomu hennar og öryggi.
Það kom fram í nýafstöðnum viðræðum stjórnmála-
flokkanna um efnahagsmálin, að stjórnarandstæðing-
um var þar engin alvara á samvinnu. Þar var aðeins
gamla hentistefnan að verki, að vera óábyrgir, hafa
óbundnar hendur, til þess að geta snúizt gegn ú'rræð-
um stjórnarflokkanna og reynt að gera þau óvinsæl.
í lýðræðisþjóðfélagi er vitaskuld ekkert við það að
athuga, þótt einstakir þingmenn úr hvaða flokki sem
er, hafi sérskoðanir á sumum atriðum slíkra stór-
mála og séu þeim jafnvel andvígir. Einhver skoðana-
munur af því tagi hefur eflaust verið innan stuðnings-
flokka ríkisstjórnarinnar nú, meðan verið var að und-
irbúa málið, en þá hefur hann verið ræddur og sjónar-
miðin samræmd, með þá staðreynd í huga, að í öllum
meginatriðum varð ekki hjá því komizt að gera það,
sem gert var, til þess að afstýra þjóðarvoða.
Dettur nokkrum í hug að stjórnarandstæðingar séu
hinum fyrrnefndu svo miklu vitrari, að reiða megi sig
á þá afstöðu þeirra allra með tölu sem heilindi og
óbrigðula hagspéki, að þessar efnahagsráðstafanir
ríkisstjórnarinnar séu alrangar og þjóðhættulegar?
ISIHI
Ritstjóri Stefán Gubjohnsen
Mörg mót standa yfir
A8 fimmtán umferðum lokn-
um í tvímenningskeppni
Bridgefélags Reykjavíkur eru
Símon Símonarson og Þorgeir
Sigurðsson efstir með 210 stig
yfir meðalskor. Eftirfarandi spil
kom fyrir í síðustu umferð. —
Staðan var a-v á hættu og aust-
ur gaf.
♦ Á-6-5-2
V G-7-3
4 Á-D-7
4 K-8-6
4 D-10-9-3 4 K-8
4 D-4-2 V 10-8
4 G-10-8-2 4 K-9
4 9-4 4 D-G-10-7-5-3-2
4 G-7-4
4 Á-K-9-6-5
4 6-5-4-3
4 Á
Af eðlilegum ástæðum voru
öll n-s pörin í úttektarsögn á
spilin, en það reyndist furöu
erfitt að ná plússkor. Þar sem
ég sá til gengu sagnir þannig:
Austur Suður Vestur Norður
14 D P 1G
P 24 P 24
P 34 P 3G
Austur spilaði út laufadrottn-
ingu, blindur átti slaginn og
spilaði strax lághjarta. Vestur
tók á drottningu og skipti yfir
í tígulgosa, sem norður drap
með ás. Sagnhafi tók nú hjört-
un í botn, sfðan spaðaá^ og
meiri spaða. Austur tók slaginn,
spilaði laufi og sagnhafi fékk
ekki fleiri slagi en laufakóng-
inn. Einn niður. Það er augljóst,
að einj möguleiki sagnhafa til
þess að vinna spilið er að fá
annaðhvort tvo slagi á spaða
eða tvo slagi á tígul. Eftir opn-
un austurs er líklegt að hann
eigi þá punkta sem úti eru, eftir
að vestur hefur sýnt hjarta-
drottningu og tígulgosa. Sagn-
hafi verður því að velja um,
hvort hann spilar austur upp á
spaðahjónin tvíspil, eða tígul-
kónginn annan.
rjrjrjrj
mmmm
Lugano-ólympíumótið
Qlympíuskákmótið í Lugano
er stærsta skákkeppni sem
haldin hefur verið. Ails tóku um
340 keppendur þátt í mótinu, en
það eru um 50 fleiri en voru á
Ólympíuskákmótinu á Kúbu
1966. Þótt sigurinn í sveita-
keppninni á Ólympíumótinu sé
æðsta takmarkið, er einnig háð
hörð keppni milli skákmannanna
hverjir hljóta hæsta vinnings-
hlutfall, hver á sínu borði.
Heimsmeistarinn Petroshan
varð efstur 1. borðsmanna í A-
riðli en það afrek vann hann
einnig á Kúbu 1966. Þá hlaut
hann 11 y2 vinning af 13 mögu-
legum, eða 88,5% og tapaði
engri skák. Að þessu sinni hlaut
hann 1014 vinning af 12 mögu-
legum 87.5%. Einnig nú var
Petroshan taplaus, eins og heims
meistara vera ber. Gegn Úngverj
anum Portisch hefur Petroshan
áberandi lélegt vinningshlutfall.
Var því viðureignar þeirra beöið
með nokkurri eftirvæntingu. En
af þeirri viðureign varð þó ekki
Petroshan tók sér frí, er Sovét-
ríkin tefldu gegn Ungverialandi
og kom það f hlut Spasskys að
fást við Portisch. Skák þeirra
lauk með jafntefli eftir harða
baráttu.
Á 2. borði hlaut Tringov. Búlg
aríu beztu útkomuna, 11 vinn-
inga af 14 mögulegum, 78.6%.
V-Þjóöverjinn Schmid fékk 9
vinninga af 12 möeulegum 75%
og Spassky 10 vinninga af 14
mögul., 71,4%.
Á 3. borði varð Kortsnoj hlut-
skarpastur með 11 vinninga af
13 mögul. 84.6%.
Á 4. borði varð Geller efstur,
hlaut 9]/2 vinning af 12 mögul.
79,2%.
Af varamönnum varð Smys-
lov efstur með 11 vinninga af 12
mögul. 91.7% og var það jafn-
framt hæsta vinningshlutfall i
mótinu. Smyslov kom inn sem
varamaöur fyrir Tal og þótti
tefla sérlega vel. Polugaevsky,
Sovétríkjunum hlaut 1044 vinn
ing af 13 mögul. 80,8% og Bar-
cza Ungverjalandi 10y2 vinning
af 14 möigul. 75.0%.
Enginn af sovézku keppend-
unum tapaði skák og talar það
skýru máli um yfirburði Sov-
ézku skákmannanna á mótinu.
íslendingar stóðu sig með á-
gætum í mótinu, sérstaklega var
frammistaða þeirra f undan-
keppninni góð.
1 eftirfarandi skák mætast
tveir snjallir sóknarmenn. Ann-
ars vegar Englendingurinn M.
Basman en hann er einn af efni-
legustu skákmönnum Breta.
Hins vegar fyrirliði ísl. sveit-
arinnar, Ingvar Ásmundsson. —
Ingvar er mikill og harðskeyttur
keppnismaður op teflir snarpan
sóknarstil. Það urðu því
skemmtilegar sviptingar er þess
ir tveir mættust.
Hvítt: M. Basman
Svart: Ingvar Ásmundsson
Frönsk vörn.
1. e4 e6 2. d4 d5 3. Rc3 Bb4
4. e5 Dd7.
Algengara er 4 .. ,c5 5. a3
BxRt 6. bxB. Ingv. beitir hér
einu vandtefldasta afbrigði
frönsku varnarinnar, en Petros-
I æfingakeppni Bridgesam-.
bands íslands er staðan eftir níu
umferðir þesiit.
1. Ámi Þorvaldsson og
Sævar Magnússon 119
2. Simon Símonarson og
Þorgeir Sigurðsson 110
3. Gísli Hafliöason og
Gylfi Baldursson 109
4. Jón Ásbjömsson og
Karl Sigurhjartarson 108
5. Þorsteinn Þorsteinsson og
Sigurhjörtur Pétursson 101
1 kvennaflokki er staðan þessi
eftir fjórar umferðir:
1. Ásta Flygenring og
Guðrún Bergsdóttir 53
2. Halla Bergþórsdóttir og
Kristjana Steingrímsd. 49
3. Ósk Kristjánsdóttir og
Magnea Kjartansdóttir 44
4. Steinunn Snorradðttir og
Þorgerður Þórarinsdóttir 41
5. Ása Jóhannsdóttir og
Lilja Guðnadóttir 41.
4
Fimmta umferö í sveitakeppni
Bridgedeildar Breiðfirðingafé-
lagsins var spiluð þriðjudaginn
12. nóv., og er röðin að fimm'
umferðum loknum:
1. Sveit Gissurar Guðmunds-
sonar 38 stig (488:267)
2. Sveit Ingibjargar Halldórs-
dóttur 35 stig (585:269)
3. Sveit Þórarins Alexanders-
sonar 30 stig (478 : 333)
4. Sveit Olgeirs -'gurðssonar
23 stig (466 : 382)
5. Sveit Kristínar Kristjáns-
dóttur 21 stig 514:396)
han teflir einnig þetta afbrigði
gjaman.
5. Rf3 Á Reykjavíkurmótimn
1964 lék Tal gegn Ingvari 5. a3
BxRf 6. bxB b6 7. Dg4 f5 8.
Dh5t Df7 með nokkuð jafnri
stööu.
5. b6 6. Bd3 Ba6 7. 0—0.
Til greina kom 7. BxB RxB 8.
0—0 c5 9. Re2 En Basman er
þekktur fyrir frumleik og fylgir
engum alfaraleiðum.
7. BxB 8. cxB Re7 9. Re2
Rg6 10. Be3 0—0 11. Hcl
Hvftur leggur kapp á að halda
niðri c7—c5 hjá svörtum. Ingvar
reynir þvl að skapa sér mögu-
leika á miöborðinu.
11.. .. f5 12. exf e.p. gxf! 13.
Bh6 Hf7 14. Rg3 Bd6 15. Hel
Rc6 16. Rh5 Rce7!?
Svartur lætur af hendi skipta-
mun, en fær í staðinn hættuleg
sóknarfæri. En í slíkum stöð-
um er Ingvar hættulegastur.
17. Bg7! Haf8 Ekki gekk 17 ...
HxB 18. Rxft og svarta drottn-
ingin fel'lur.
18. BxH HxB 19. a3? Hægfara .
leikur, en eftir 19. De2 e5 20.
dxe fxe hefur svartur gott spil.
19.. .. c5 20. dxc bxc 21. d4 c4
22. Hc2 e5 23. Rxft?
Hvítur er ekki ánægður með
stöðuna og reynir að hressa upp
á hana með taktískum brellum.
En leikurinn er hreinn afleikur '
eins og Ingvar sýnir fljótlega
fram á.
23 . .HxR 24. dxe HxRI 25. DxH
Ef 25. exB Hd3 og svartur vinn-
ur.
25 . . Rxe 26. Df6 R7g6 27.
Hce2 Be7 28. Da6 Rd3 29. Hfl
Rgf4 30. He3 Dg4 31. g3 Bc5
32. Df6.
Aðrar leiðir voru jafnvonlausar
T.d. 32. He8t Kf7 33. Dc8 Re2+
34. Kg2 Rdf4+ 35. Khl Df3 mát
32.. .. Rh3+ 33. Khl Bx” 34.
fxB De4t 35, Hf3.
Eða 35. Df3 Rf2t og drottning-
in fellur.
35 , . RdM 36. Dd8t Kg7 37
Dd7t Kh6 38. Dd6t Kh5 39.
g4t Kxg og hér gafst Basman
UPP.
Jóhann Sigurjðnsson.