Vísir - 21.11.1968, Qupperneq 16
VISIR
Fimmtudagur 21. nóv. 1968.
Halldór Haraldsson.
Nýtt ísBenzkt verk
og íslenzkur ein-
leiknri o tónleikum
í kvöld
• Á tónlcikum Sinfóníuhljóm-
sveitar íslands í kvöld verður frum
flutt nýtt íslenzkt verk. Þaö heitir
„Duttlungar“ fyrir pianó og hljóm-
sveit og er eftir Þorkel Sigur-
björnsson. Höfundur Ieikur sjálfur
einleik í verkinu. „Duttlungar“
voru samdir í vor og í sumar og
eru — „ýmis tilbrigöi I samleik"
að sögn höfundar.
9 Þá leikur Halldór Haraldsson
einleik í píanókonsert í G-dúr eftir
Ravel. Lokaverk tónleikanna er svo
6. sinfónían eftir Tsjaikovský, sem
þekkt er undir nafninu „patetíska“
sinfónían.
Lækkun gjaldeyristekna vandhm
— en ekki gengislækkunin, segir hagfræði-
deild Seðlabankans
• Það er ekki gengislækk-
unin heldur lækkun gjald-
eyristekna, sem hefur þyngt
hina erlendu greiðslubyrði ís-
lenzku þjóðarinnar að undan-
förnu, segir í fréttatilkynn-
ingu frá hagfræðideild Seðla-
bankans um erlendar skuldir
og greiðsl 'byrði. Sú grein er
gerð fyrir fréttatilkynning-
unni, að menn hafi túlkað á
ýmsan hátt upplýsingar, sem
Seðlabankinn hefur látið í té
vegna þessa máls.
Heildarskuld þjóðarbúsins er
lendis vegna lána er áætluð
7300 milljónir á eldra genginu
í árslok 1968 ef miðað er viö
lán, sem samið er um til lengri
tíma en eins árs. Viö þá tölu er
bætt 800 millj. kr. áætluðum
skuldum vegna stuttra vöru-
kaupa erlendis og nema þá heild
arskuldir í árslok um 8100 millj
ónum króna á eldra genginu,
en um 12500 milljónum króna
á nýja genginu.
Skuldaaukningin frá 1963 hef1
ur numið um 79% ef miöað er
við sama gengi. Meginhluti
skuldaaukningarinnar hefur ver
ið vegna sérstakra gjaldeyris-
sparandi fjárfestinga, svo sem
Búrfellsframkvæmda, flugvéla
kaupa og fiskibátakaupa. Er aug
Ijóst, segir Seðlabankinn að
raunveruleg skuldabyrði hefur
ekki vaxiö að sama skapi, þar
sem skuldirnar eru greiddar í
erlendum gjalde-yri. Loftleiðir
skulda t. d. 755 millj. kr. í
árslok 1968. Þar sem Loftleiðir
starfa svo til eingöngu á er-
lendum markaði greiðast þess-
ar skuldir beint af erlendum
tekjum félagsins.
Séu lagðar saman skuldir
vegna Búrfeils, Straumsvíkur,
flugvélakaupa og fiskibáta-
kaupa kemur í Ijós, að heildar-
skuldir vegna þessa nema alls
3353 millj. kr. (eldra gengið).
Það er heldur meira en heildar-
aukning erlendra skulda síðustu
ára. Alls nema þessi lán ein
46% af heildarskuldunum í árs-
lok 1968.
Því fer fjarri að þama séu
talin öll lán til gjaldeyrisauk-
andi fjárfestinga.
■•••••■••■••■••••••••••
Leiddist skólinn j Hvers vegna
og fór ísveit \ þegir Yvonne?
r
• Fólki varö ekki um sel, þegar
dróst á langinn, aö 10 ára gömul
telpa kæmi heim úr skólanum í
gærdag, og enginn vissi, hvaö heföi
orðið af henni þegar grennslazt
var fyrir um hana.
Hún hafði farið í skólann kl. 8.30
um morguninn, en þegar foreldr-
arnir spurðust fyrir um hana í
^JíóIanum, kom í ljós, að þangað
hafði hún aldrei komiö um morgun-
inn. Það var liðið langt fram á
dag, og hvergi bólaöi á litlu telp-
unni.
Lýst var eftir henni og kom þá
í Ijós, að hún hafði tekið sér far
með Selfoss-rútunni austur á Sel-
foss, þar sem hún á skyldfólk. Var
hún stödd hjá því, þegar lýst var
eftir henni. Aðspurð kvaðst hún
ekki vilja fara í skólann, henni
leiddist hann, og hefði hún farið
niður í miðbæ, drepið tímann fram
yfir hádegi, og tekið siðan rútuna
klukkan 1.
— Er verið að Iýsa sálsýki,
eins og hún brýzt fram í ýms-
um myndum í þjóðfélaginu?
— Á þetta að höfða til sam-
vizku mannsins? — Hvers
vegna þegir Yvonne?
Einhvern veginn þannig hljóð-
uðu nokkrar spurningar, sem
beint var til leikenda og leik-
stjóra Yvonne, eftir sýningu á
Yvonne í Iðnó í gær. Svo sem
auglýst hafði verið fóru fram
umræður milli leikara og leik-
húsgesta að sýningu lokicni og
kom þar fxam Qölffi SyiaspamsL,
aílt frá alvarlegam „spekúlasjón-
um“ um æðri merMngn ið img-
leiðinga um áróSar fyzir fs-
lenzkri sfld. — Le®3ð var fyxk
nær fullu húsL MeðaS teikfaúB-
gesta var meöal annaxs margt
háskólastúdenta og axeaaxs tmgs
menntafólks. — Umiæí&jEnar
stóðu í um það bii háSt&na, en
að þeim loknum var leikhösgest-
œn boðið að ganga upp á sviðið.
Ekki eru allir óráðvandir:
Hættu ekki fyrr en þeir
fundu eigandann
DAG EFTIR DAG hljóma ógn-
vekjandi fréttir af alls kyns af-
brotum í þjóðfélaginu, ekki sízt
af þjófnuðum, hnupli og óráð-
vendni.
Ekki eru allir þó óráðvandir,
sem betur fer. Flestir eru þannig
gerðir, að þeim líöur betur, ef þeir
hafa gert góðverk en hið gagn-
stæða.
Tveir ungir drengir í Kópavogi
fundu í gærdag buddu með um
!■■■■!
400 krónum í. litill drengur hafði
farið út í verzlim við Kársnesbraul
til að verzla fyrir móönr sína, en
týndí budduimi á leiðmnL
Drengimir lögðu hart að sér að
ná í eigandann — og tófcst það.
Það þarf ekki að geta þess, að
ALLIR aðilar málsins voru giaðir
og ánægðir á eftir, ekki sfet óreng-
irnir, sem heita Jón Bjöm Sigurðs-
son, Holtagerði 52 og ErSSbert
Friðbertsson, Þinghólsbraut 76.
.V.V.V.V.V.'.V.V.'.V.'.W.V
Þau bíða betra veðurs
Ferguson og Asmundsen ræöa flugiö, sem er í vænúum.
■ Úti á Reykjavíkurflugvelli
bíða flugmaöur og flugkona
veöurs til aö geta haldið áfram
flugi vestur um haf. Fyrir utan
hóteliö eru 2 vélar, Otter-vél,
allstór flugvél meö aðeins ein-
um hreyfli, sem flugkonan
i j Ferguson frá Englandi flýgur og
splunkuný Domier, sem Alfred
Asmundsen flýgur,- tveggja
hreyfla vél. Asmundisen er mjög
kunnur hér, enda hefur hann
komið oft vi." ' meira að segja
íslenzka konu, Ingu Elísabetu
og búa þau i Sönderborg á Jót-
landi. Eiga þau tvö börn, Hei-
enu og Kim.
í gærkvöldi hittum við flug-
fólkið. Umræðuefnið var auð-
vitað flug og verið var að skoöa
kortið af N-Atlantshafssvæöinu.
„Ég hafði fregnir af vafasöm-
um breytingum við suðurodda
Grænlands í morr>im og ákvaö
að fljúga ekki“, sagði Asmund-
sen, „það var eins gott, það
var komið sjóðbullandi veður
á þessum slóðum í dag“. As-
mundsen hefur verið veður-
tepptur i 3 daga en Ferguson
kom í gær til Reykjavíkur og
hefur áður verið hér sömu .er-
inda, þ.e. að ferja flugvélar milli
álfa.
Aðalatriðið í flugi yfir úthaf,
bæði nú að vetrarlagi og eins að
öllu jöfnu kvað Asmundsen að
taka aldrei áhættu, hvorki með
veður, eöa annað.
Asmundsen hefur fylgzt með
þróun flugmála hér og kvaðst
hann undrandi á þvi aö íslend-
ingar skuli ekki fylgjast betur
með STOL-flugvélunum, hægt
sé að fá hentugar flugvélar, sem
taki allt að 50 farþega, en noti
mun minni brautir, en þær, sem
nú er verið að byggja um allt
land. STOL-vélar (short take-off
and landing) nota 1000 metra
brautir, en brautir hér eru 1400
metrar a.m.k.
,1