Vísir - 26.11.1968, Blaðsíða 4

Vísir - 26.11.1968, Blaðsíða 4
■Jiu — 'áSSZaa KIM NOVAK FER RÍÐANDI TIL VINNU SINNAR i STÓRBORGINNI Flestir íbúar Los Angeies hafa víst fyrir löngu gefiö frá sér alla von um að sigrast á umferö- arhnútunum á hraöbrautunum. Ein stúlka hefur þó brugðizt við þessu á allfrumlegan hátt. Það er engin önnur en Kim Novak. Á hverjum morgni þeysir hún á hesti sínum eftir gangstíg með fram aöalveginum á leið til vinnu sinnar. Hesturinn ber nafnið Stóri Sur, og knapinn ríður berbakt. „Mér þykir gott að finna til hestsins undir mér“, segir leik- konan. „Ég get strax séð, ef hann verður hræddur." Kim Novak leikur nú hjá Wam er Brothers, og á að fara með að- alhlutverk f kvikmyndinni „Bankaránið mikla“, sem er skop mynd úr Vilta vestrinu. Ræningj- amir komast undan í loftbelg, en giæpir borga sig ekki. Bílstjóramir nota flautuna ó- spart á Novak og Sur, einkum þegar hún sveigir inn á hliðargöt una við kvikmyndaverið. Henni finnst ef tfl viil auðveldara aö komast leiðar sinnar á hesti en I bifreið í öllu umferðaröngþveit- inu f kvikmyndaborginni. tfWg'ýýg'ý'S Frank Sinatra segir skilið við Los Angeles og Hollywood Röddin þolir ekki rykið Einu sinni hegðaði Frank Sin- atra sér eins og hann einn ætti borgina Los Angeles, og hann var bara montinn af þessari eign. Nú er öldin önnur. „Ég er búinn aö fá mig fullsaddan af Los Angeles og Hollywood“, tilkynnti hann. „Óhreinindin í andrúmsloftinu em svo mikil, að ég verð að leita læknis vikulega, þar sem þau höfðu siæm áhrif á nefið og háls- inn.“ „Mér geðjast ekki að borgar- stjóminni og ráðstöfunum henn- ar. Það verður að hreinsa til i borginni." Los Angeles var fyrir nokkru snyrtileg og hrein borg, en í seinni tíð hefur andrúmsloft- ið mettazt af verksmiðjureyk og ryki. Znda er Sinatra á förum. „Ég á ekki of mörg ár eftir, sem ég get sungið“, segir hann, nú 52ja ára, „og ég verð að fara var- lega.“ Hvað ætlar hinn varkári leikari að gera á næstunni? Jú hann kem ur við í Palm Springs á lysti- snekkjunni sinni, heimilunum í London, Acapulco, Manhattan og síðast en ekki sízt an Francisco. Um hina síðast nefndu segir kapp inn: „Þar getið þið séð vaxandi og fjöruga borg.“ / ^ ~ m./ / */ / /// í Kim Novak og Stóri Sur. „Ég elska þig Alice B. Toklas Peter Sellers er af mörgum tal- inn óviðjafnanlegur. í síðustu kvikmynd sinni leikur hann milli- stéttarmann, sem er ginntur af ungri stúlku, er hún blandar hashi í brúnkökurnar hans. Hann týnir ráði og rænu og fylgir stúlk- unni. Með hippíaandlit þvælist hann um, unz 40 slíkir taka öll völd í sínar hendur, og aumingja Peter Sellers glatar ástmey sinni. Hann er þá í algerri’sjálfheldu og get- ur hvorki snúið aftur til fyrra lífernis né haldið áfram sem hippíi. Kvikmyndin er kölluð „Ég elska þig, Alice B. Toklas“, og er sagt, að brúnkökumar hennar Leigh séu bakaðar eftir uppskrift úr matreiðslubók Alice B. Toklas, „hæfilega blandaðar eitri.“ Ráðstefnu-þankar Þaö eru margar ráöstefnur og alls konar þing haldin hérlendis um hin óiiklegustu efnl og af hinum ýmsu aðilum og lands- samtökum. Stundum er þess get ið, að hinar og þessar ályktanir séu gerðar, og áskoranir sendar aðallega á hendur hinu opin- bera. Hvað gerist raunverulega á mörgum þessara ráðstefna? Einn kunningi minn, sem vár þátttakandi í einni slikri ráð- stefnu fyrir stuttu, sagði við mig, dauöþreyttur, að það gerð- ist hreint ekki neitt. Það var þess vegna sem mér komu ráð- stefnur sérstaklega 1 hug nú. Hann fullyrtl meira að segja, að flestar þeirra væm stórkost legir kjaftafundir, sem heföu sáralítirtn tilgang. Eitt til tvö atriði hefðu tilgang, en annaö væri aðeins til að teygja tím- ann, svo að út liti, að um þýð- aö langt að komnir fulitrúar, að við þann mikla kostnaö, sem ingarmikinn fund eða þing væri sem látiö hafa hina og þessa i ráðstefnur þessar margar að ræða. Þeir sem teldu að þeir sjóði borga ferðakostnaö sinn, hverjar, er lagður. þyrftu að láta á sér bera, þeir nenna ekki að sitja þessar Ráðstefnur þessar og fundir Jifari&iGöúi tefðu tímann, þegar um umræð ur væri að ræða, en fyrir bragð ið gætti þreytu og leiða, jafnvel þegar þarfari mál kæmu til um ræðu. Auövitað stæði ekki á á- lyktunum og yfirlýsingum. Sam þykktir væru jafnvel undirbún- ar Iöngu fyrirfram til að fá „haJlelúja“—samþykki á fjöl- mennum fundi. Fyrir bragðið er það oft svo, samkomur til loka. Enda hafa þeir oft ekki misst af miklu. Hins vegar lætur enginn sig vanta á lokahófið sem fylgir svo að segja hverju einasta þingi og ráðstefnu, því þá eru menn að taka úr sér hroilinn eftlr allar seturnar. Þetta eru kannski ýkjur, en þó er of mikiil sannleikur i fá- nýti hinna mörgu ráðstefna, mið eru kannski dæmigerð fyrir- brigði fyrir okkar tíma. Mikið málæði, en litiar aðgerðir til bóta. Mörg félög og mörg mál efni en sáralítill árangur á allt of mörgum sviðum. Sami mann skapur trónar á ráöstefnu eftir ráðstefnu, masandi og heimt- andi, en fylgir fáum af málefn- um sínum heilum í h^ifn. Þessir spraðurbassar láta taka af sér myndir til að birta í blöðum og fylgja oft með viðtöl, en þó úr- ræðin virðist í fliótu bragði æði mörg, þá er málafylgjan oft af- arlítil. Við eigum of mikið af slíku forustuliði í flestum hags- munahópum, en of lítið af raun verulegu forustuliði. Fram- kvæmdir og úrræði eru því í öf ugu hlutfalli við málæðið; enda flestir forustuménn ærið mál- gefnir. Það eru líkur fyrir því að allt of mörgum ráðstefnum og þing um fylgi of lítil alvara: Nánast aöeins átylla til að hverfa frá daglegu amstri til einhverra nýrra hugðarefna. Það mætti jafnvel halda því fram í alvöru að allt ráðstefnu-vafstrið væri eins konar eirðarleysi á erflðum tímum. Þrándur í Götu. * 1

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.