Vísir - 26.11.1968, Blaðsíða 16

Vísir - 26.11.1968, Blaðsíða 16
Fyrsta gufuaflstöðin á tsiandi verður væntanlega tekin í notkun í íanúar n.k. Þetta er gufuaflstöð, seni Laxárvirkjun lætur reisa i U'arnarflagi viö Mývatri. Stöðin mun framleiða 250ö kw, og þó að hún sé lítil mun hún verða hagkvæm í rekstri. Stöðin verður mikil nýjung hér á landi, þö að ítalir hafi fram- leitt rafmagn úr gufuorku um margra ára skeið. Nýlokið hefur verið að reisa stöðvarhúsið í Bjarnarflagi, en upp setning vélanna er að hefjast þessa dagana. Ein borhola hefur veriö gerð fyrir aflstöðina. Hún er rúmir 1100 metrar á dýpt og reyndi^t botnhitinn um 28 stig. Óvíst er enn um gufumagnið, en stöðin þarf um 50 tonn af 260 stiga heitu vatni. Þessi borhola hefur verið i tengd við leiðslurnar til kísilverk- smiöjunnar í bili, þar sem hún ; hafði ekki nægjanlega gufu fyrir. I Nú er verið að bora aðra holu ; í fyrir aflstöðina. Enn er að sjálf- sögðu óvíst hvaða £rangur hún gefur, en talið er sennilegt að ; bora þurfi enn fjórar holur, mest. , Þessi i| 170 upprennandi listamenn jia einni og sömu skemmtun -k Hjálparsjóður æskufólks heldur áfram að afla sjóðnum tekna.j! og á laugardaginn mun sjóðurinn gangast fyrir skemmtun í Há-*I skóiabíói í þessu skyni. -k Þarna ir.un gefast tækifæri til að hlýða og horfa á 170 unga ogjj upprennandi listamenn og konur, en þetta unga fólk er m. a. úrj* nemendakór Kennaraskólans og hljómsveitum Tónlistarskólans, semjl ]>eir Björn Ólafsson, konsertmeistari, og Ingvar Jónasson, fiðlu-'J leikari, stjórna. ★ Myndin að ofan er af ungum fiðluleikurum úr tónlistarskól-Ij anum við æfingar. landi, gufuaflstöð. ISIR uaguryso. Mmm heiðrti stádenfsir 1. des? „Per ardua ad astra“ eða „Enginn verður óbarinn biskup“ eru einkunnarorðin, sem letruð u á Stúdentastjörnuna, en hún er sérstakt heiðurstákn, sem Stúdentaakademía mun i fyrsta skipti veita 1. desember a.k. á fimmtíu ára afmæli full- veldis íslenzku þjóðarinnar. í hinni nýskipuðu Stúdenta- akademíu eiga sæti þrettán stúdentar. Kver hinna sex há- skóladeilda á þar tvo fulltrúa, en forseti akademíunnar er til- nefndur af stjóm Stúdentafé- lagsins. Stúdentastjaman skal veitt slenzkum manni fyrir framúr- skarandi starf á sviði vísinda, mennta eöa lista. Undantekn- ingu má gera og veita fleiri mönnum Stúdentastjörnuna saméiginlega ef þeir hafa leyst af hendi í félagi viðurkenning- irvert verkefni. Starfið skal unnið einhvem tíma á næstu imm árum fyrir veitingardag, en heimílt er að taka tillit til verka, sem unnin voru utan bessara tf- marka. Við hátíð- (ega athöfn á fullveldisdaginn gerir forseti akademíunnar grein fvrir ákvörðun hennar og •’fhendir stiömuna. 50 ÁRA FULLVELDIS VEGLEGAN HÁTT 1. DESE □ FIMMTÍU ára full- veldis verður minnzt á veglegan hátt 1. des. n.k. Á fundi með frétta- mönnum í gær skýrðu stúdentar frá fyrirhug- aðri hátíðadagskrá. Hátíðadagskráin hefst með guðsþjónustu í Dómkirkjunni kl. 10.30, biskupinn yfir íslandi pré- dikar. Kl. 14.30 hefst hátíða- samkoma í Háskólabíói. Forseti íslands, dr. Kristján Eldjárn, flyt ur aöalræðuna. Formaður Stúd- entafélags Háskólans, Ólafur Guðmundsson, flytur ávarp, og stúdentastjarnan verður afhent. Stúdentakórinn syngur og Litla lúðrasveitin leikur. Um kvöldið verður efnt til full veldisfagnaöar að Hötel Sögu. Háskólarektor Ármann Snævarr flytur þar ræðu, og auk þess veröa flutt margs konar skemmti atriði. Á fimmtudag verður fluttur útvarpsþáttur í tilefni fullveld- isdagsins. Fjallar fyrri hlutinn um þjóðfélagslegt hlutverk Há- skólans. Síöari hlutinn fjallar um það hverjar séu skyldur stúd enta sem þjóðfélagslegs afls. í tilefni 50 ára fullveldisaf- mælisins hafa stúdentar gefið út rit, sem nefnist „Mennt er rnáttur", en það flytur 17 grein- ar um starfsvið menntamanna. Laugardaginn 30. nóvember n.k. verður haldin listkynning f Þjóðleikhúskjallaranum á vegum bókmennta- og listkynningar- nefndar stúdenta. Listkynningin hefst með því að Jóhann Hjálm- arsson ræðir um stöðu íslenzkra nútímabókmennta. Stúdentablaðið kemur út 1. des. eins og venja er. Ritstjóri er Magnús Gunnarsson, stud. oecon. í ritinu eru aö þessu sinni fjöldamargar greinar og viðtöl, og þar að auki Ijóð og minningargreinar. — þrátt fyrir mikla aðsókn • í kvöld er siðásta sýning i Reykjavík á síðari hluta mynd- ar Reynis Oddssonar um hernáms- árin. Sýningar hafa nú staðið yfir í sex vikur í Nýja bíói, en þar að auki hefur myndin verið sýnd víða um land. Á næstunni verður haldið áfram að sýna myndina úti á landi, en þó verður gert hlé á þeim sýning- um yfir jólin. I Magnús Axelsson tjáði blaðinu, ' að fyrirsjáanlegt væri, að tap yrði ; á myndinni, þrátt fyrir góða að- ; sókn vegna gengislækkunarinnar I hækkuðu skuldir erlendis um 600 þúsund kr., og sú hækkun ríður j baggamuninn. Eins og áður hefur komið fram er í ráði að gera norska útgáfu af Hernámsárunum, en ekki er byrjað að vinna aö því fyrirtæki ennþá vegna fjárskorts. ’.V.V.V.VV.V,

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.