Vísir


Vísir - 29.11.1968, Qupperneq 4

Vísir - 29.11.1968, Qupperneq 4
 -ss. Þriðja brúðkaup DIÖNU DORS 1 þriðja skipti giftist Diana Dors, en það geröist núna á laug ardaginn, og að þessu sinni hafði hún þekkt brúðgumann aðeins í sex vikur. Hinn hamingjusami er leikarinn Alan Lake, 28 ára gamall maður, sem getið hefur sér frægö fyr- ir leik I sjónvarpi. Þau kynntust fyrir sex vikum, þegar þau hittust í sjónvarps- tökusal vegna undirbúnings fyrir upptöku sjónvarpsþáttar. „Það var ást við fyrstu sýn ... eins og tveir seglar drægjust hvor að öðrum!“ sagði Alan Lake við fréttamenn eftir brúðkaupið um helgina. „Aö kynnast honum, var eins og að lenda fyrir járnbrautarlest“ sagði Diana Dors, sem nú er orö- in 37 ára. Eins og vænta mátti, þegar Diana Dors er annars vegar, var brúðkaupið haldið með pompi og prakt, og glæsibragurinn á brúö- hjónunum minnti á Hollywood. Hún var klædd mini-brúðarkjól, eins og myndin sýnir, en hann var í svörtum flauelsfötum. Hér og þar glitti f gull í kjólnum hennar. I festargjöf gaf hún hon- um agnarlítið úr i afar voldugri gullfesti, en hann gaf henni hring úr gulli. Annars var Diönu ekkert um spumingar blaðamanna varðandi verðmæti brúðargjafanna. „Það er viðkvæmt mál“, sagöi hún, en hún stendur um þessar mundir í málastappi vegna 48.000 sterl- ingspunda skuldar við skattayfir völdin, og altalað var, að hún heföi verið orðin gjaldþrota. Aðspurður um aldursmuninn á þeim svaraði Alan Lake: „Það skiptir mig engu. Fjárhagsvand- ræði hennar skipta mig engu held Þegar ráðherra tekst á loft Flugneminn, Franz-Jósef Einn meðlima Burda-flugsveitarinnar býður ráðherrann velkom inn í hóp flugliða á sveitarinnar vísu. Með því að klappa honum með tennisspaða á ónefnanlegan stað! Strauss var rétt ný lentur eftir sitt fyrsta sólóflug, þegar hann þurfti að ganga í gegnum löngu uppteknar seremóníur, likt og aðrir þýzkir flugmenn hafa gert á undan honum. Félagar hans klipptu stórt stykki neðan af bindinu hans. „Herra flugmálaráðherra,“ á- varpaði einn skólabróðir hans hann. „Getið þér talið þetta til frádráttar á skattskýrslunni?" „Ég mundi ekki gera það, þótt ég ti“, svaraði þýzki fjármála- ráöherrann hlæjandi. Sem tóm- stundagaman hefur hann tekið upp flugnám og þegar hann hef- ur náö nægilegri leikni, hefur hann í huga að fá sér eina litla rellu. Hann á orðið 40 tíma að baki í loftinu. „Maður verður að einbeita sér og hafa hugann viö stjómtækin (Steuerknúppel á þýzku), en það getur verið erfitt, þegar maöur er með hugann bundinn allan við skatta (sem eru líka Steuem á þýzku)“, segir Strauss kíminn. „Og það kostaði sextán mörk!“ Ráðherra eða ekki ráðherra. Flugstjóri verður alltaf að ganga úr skugga um, að allt s ' í fuíl- komnu lagi meö vélma hans, og þá auövitaö, hvort olíuþrýsting- urinn sé hæfilegur. Þegar allt er I lagi, á ekkert óhapp að geta komið fyrir. Strauss er einn af þeim, sem er handviss um, að hættulegasti kafli flugsins sé öku ferðin út á flugvöll. 3. brúðkaupið. Diana og Alan Lake 1968. ur. Ég er sjálfur það vel á vegi staddur, að ég ætti að geta hjálp að henni í þeim efnum.“ 1 annan staö sagði hann: „Ég held, að Díana muni skipta um skoöun varðandi heimilislíf og hver eigi að veröa húsbóndinn á heimilinu. Á mfnu heimili er ég húsbóndinn.“ Hann mun hafa haft í huga hin fyrri hjónabönd Diönu, sem áður var gift Dennis Hamilton og síðan Dickie Dawson. Hún giftist Hamilton 1951, en hann lézt 1959'. Síðar það ár giftist hún gaman- leikaranum Dawson, en þau skildu í fyrra. í framtíöinni hafa þau hugsað sér að koma upp búgarði, líklega í Dorset, þar sem þau ætla að leggja áherzlu á hrossarækt og þá veðhlaupahesta. Maður óvæntra viðbragða Þrátt fyrir það, aö ýmislegt gengur á í heiminum alla jafna, er þó ein persóna, sem öðrum fremur vekur athygli fólks, ann aö hvort aðdáun eða ógnvekj- andi undrun. Óvænt viðbrögð og snarar ákvarðanir sem varð- ar milljónir manna, koma frá þessum manni, sem svo oft er deilt um. Ýmsir hefja hann til skýjanna, en aðrir teija hann bókstaflega geggjaðan. Þessi maður, sem ég á við er auðvitað de Gaulie. Kannski er hann lílca ofurmenni og kannski er hann líka geggjaður, eins og margir vilja vera iáta. Þetta mun geta farið saman. Eitt er víst, að hann kom fram á sjónarsviöið, þegar mest á reið fyrir frönsku þjóðina, og pólitískt öngþveiti kollsteypti hverri ríkisstjóminni á fætur annarri. Honum auðnað frankans, eftir að helztu fjár- málasérfræðingar höföu taliö það óhjákvæmilegt. Þegar svo ákvörðun forsetans var öllum de Gaulle það ofurmenni, sem margur telur eða er hann í raun inni valdasjúkur og fullur mik- ilmennskubrjálæðis, eins og ýms ist að sameina Frakka aö nýju um stjórn með forystuhæfileik- um sínum. Æ síðan hafa óvænt ar ákvaröanir hans komið mönn um til að deila um ágæti mikil- vægustu athafna hans. Hið síöasta sem fékk menn til að sperra eyrun, var sú á- kvörðun að lækka ekki gengi ljós, þá deila helztu sérfræðing ar um þaö, hvort um sé að ræða snjaliræði afburðamanns- ins, eða algjöra geggjun. Þaö er ekki að furða, þó við hinir almennu borgarar i fjarlægð, sem höfum gaman að þvf að velta fyrir okkur stóru málun- um fylgjumst með af áhuga. Er ir aðrir hafa talið hann vera? Það gustar að minnsta kosti af honum, og það er meira en hægt er að segja um margan forustu manninn. Hitt er öllu hættulegra þegar slikt skeður, að snílli afburða- mannsins á einstökum sviðum, getur teymt þjóðir til ýmissa óhæfuverka á öðrum sviðum, en slíkt á sér nokkurt fordæmi, sem vonandi á ekki eftir að end urtaka sig. Það er ekki nokkur vafi, að de Gaulle er óvæntasti áhrifa- valdur í stjórnmálum Evrópu, og vonandi á hann ekki eftir að valda frelsisunnandi þjóðum vonbrigðum með skjótum og 6- væntum viðbrögðum. Með tiiliti til stórbrotins ferils er de Gaulle sá maöur, sem fólk trúir helzt til ótrúlegustu viðbragða, sem ekki væru alltaf í samræmi við það, sem öðrum þjóðum kann að verða fyrir beztu. Slíkir menn geta oft verið aðdáunar- verðir vegna voldugra ákvarð- ana á örlagastundum, en einn- ig ógnvekjandi vegna hins ótrú- lega. Þrándur í Götu.

x

Vísir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.