Vísir - 29.11.1968, Page 8

Vísir - 29.11.1968, Page 8
co VÍSIR Otgefandí: Reykjaprent U.t. f Framkvæmdastjóri Sveinn R. Eyjólfsson Ritstjóri: Jónas Kristjánsson Aðstoðarritstjóri: Axel Thorsteinson Fréttastjóri: Jón Birgir Pétursson Ritstjómarfulltrúi: Valdimar H. Jöhannesson Auglýsingar; 'Vðalstræti 8. Slmar 15610 11660 og 15099 Afgreiðsla: Aðalstræti 8. Simi 11660 Ritstjórn: Ltugavegi 178. Slmi 11660 (5 línur) Áskriftargjald kr. 125.00 á mánuði innanlands | I lausasölu kr. 10.00 eintakið Prentsmiðja Visis — Edda h.f. Neistann vantar Qengislækkunin hefur ekki einungis jákvæð á’h'rif á atvinnulífið í landinu. Hún hefur að vissu leyti einnig neikvæð áhrif, þótt hin jákvæðu skipti mestu máli. í höfuðdráttum má segja, að gengislækkunin sé gerð fjn-ir atvinnuvegina. Hún flytur fjármagn úr einka- neyzlu yfir í rekstur atvinnuveganna og veldur kjara- skerðingu um leið. Samkeppnisaðstaða íslenzkra atvinnufyrirtækja batnar verulega við gengislækkunina. Erlendar vörur á innlendum markaði hækka í verði og innlendar vör- ur á erlendum markaði hækka einnig í verði. Vegna þessa gera menn ráð fyrir, að atvinnufyrirtækin rétti við eftir undanfarinn hallarekstur, auki jafnvel fram- leiðsluna og um leið atvinnuna. En á þessu er hængur. Gengislækkunin eykur nefni- lega rekstrarfjárþörf atvinnuveganna. Innfluttar rekstrarvörur hækka mjög mikið í verði og voru þær þó búnar að hækka rækilega við síðustu gengislækk- un. Hallarekstrarfyrirtæki 4igei að sjálfsögðu örðugt með að útvega þetta viðbótarfé, því að þau eiga yfir- í leitt enga sjóði. Sú hætta vofir þess vegna yfir, að fjöldi fyrirtækja verði að sætta sig við að minnka kaup á rekstrarvör- um, dragi saman seglin og segi upp starfsfólki. Þar með væri árangur gengislækkunarinnar orðinn næsta lítill. Atvinnufyrirtæki um allt land sækja nú fast að við- / skiptabönkum sínum um aukin rekstrarlán. En bank- ) arnir eiga óhægt um vik, því að þeir eru yfirleitt í ) háum yfirdrætti í Seðlabankanum og verða að borga y tvöfalda vexti í refsingarskyni. Það er vonlegt, að y viðskiptabankarnir treysti sér ekki til að auka þenn- j an yfirdrátt. i Augu allra beinast því nú að Seðlabankanum. Menn V vita, að stjórnendur hans eru af hagfræðilegum ástæð- C1 um t'regir til að hleypa lausu of miklu nýju fé m. a. fi vegna ótta við, að það leiði til aukins innflutnings og vaxandi gjaldeyrishalla. Þetta er út af fyrir sig skiljanlegt sjónarmið. En við verðum líka að horfast í augu við, að allt er unnið fyrir gýg, ef atvinnulífið réttir ekki við í þess- ari gengislækkun. Hjólin verða að fara að snúast, svo r að við getum aukið útflutning og sparað innflutning. Atvinnulífið er í því ástaiidi, að samdráttaraðgerðir, sem hentuðu á veltutímum, duga ekki lengur. Það er einnig rétt hagfræði að halda því fram, að Seðla- bankinn verði nú að auka ’ msluna nægilega til að koma atvinnulífinu af stað. Hann verður einfaldlega að draga úi innlánsbindingunni. Gengislækkunin var bensínið, sem sett var á geyma atvinnulífsins og á að gera því kleift að starfa eðli- lega og með vaxandi blóma í náinni framtíð. En til þess að vélin fari í gang af bensíninu, vantar neistann. Hann verður Seðlabankinn að gefa. * V í S IR . Föstudagur 29. nóvember 1968. BfwmMMBamiiiaawMWBBBMW—a—‘ Ottó Schopka: SPJALIAÐ UM IÐNÞRÓUNENA ÚTFLUTNINGSIÐNAÐUR Getum við ekki smiðað skip fyrir útlendinga? jyjikið er nú rætt um útflutn- ing iðnaðarvara, enda má telja að meö gengislækkun- inni hafi skapazt möguleikar til að ná fótfestu á erlendum mörk uðum fyrir islenzkar iðnaðar- vörur. Ýmis iðnfyrirtæki hafa látið í ljós áhuga á að hefja út- flutning og þau fáu iðnfyrir- tæki, sem stundað hafa einhvern útflutning hingaö til, sjá fram á stórbætta aðstöðu á erlendum mörkuðum. Þó er ekki laust við, að marg- ir dragi talsvert í efa þýðingu þessarar hliðar gengislækkun- arinnar og vilja gera lítið úr þeim tilraunum með útflutning, sem rætt hefur verið um aö gera á næstunni. Enginn ágreiningur þarf að vera um, að beinast ligg ur við fyrir iðnfyrirtækin að byrja á því að endurheimta þann stóra hluta innlenda markaðar- ins sem verið hefur að tapast smám saman undanfarin ár i harðri, erl. samkeppni. Og menn geta líka verið sammála um, að þær erlendu gjaldeyristekjur. sem íslenzk iönfyrirtæki munu geta skapað með útflutningi á næstu árum, munu áreiðanlega ekki hafa neina úrslitabýöingu fyrir afkomu þjóðarbúsins út á við fyrst um sinn. En um það er heldur ekki aö tefla. Máliö liggur þannig fyrir, að íslendingar þurfa að byggja upp iðnaöarþjóðfélag, sem framleiö- ir fyrir erlenda markaði. Margir einblína á fisk og fiskafurðir og segja sem svo, að íslendingum sé hollast að halda sér að þeim iðnaði, því að til þess hafi þeir bezta aðstööu. Vafalaust má enn gera stór átök í fiskiðnaöinum en þar rekumst við annars veg ar á þá staðrevnd, að hagkvæm- ast er að fullvinna hráefniö til neyzlu sem næst markaðinum. en hins vegar að með fullkom- inni nútímatækni er farið að full vinna aflann um borð í veiðiskip um eöa móðurskipum, sem skila honum til markaðslandanna, þannig að land, sem er nálægt fengsælum miðum, hefur ekki lengur þá yfirburði til að stunda fiskveiðar og fiskiðnað, sem þaö áður hafði. Af þessu er ljóst, og á því er vaxandi skilningur, að ekki er lengur hægt að treysta eingöngu á þorsk og síld til þess að skapa fbúum þessa lands viðunandi lífskjör á næstu áratugum. Hér þarf að byggja upp fjöl- þættan og öflugan útflutn- ingsiönað. Þær tilraunir til útflutnings og markaðsöfl- unar erlendis, sem nú eru ráðgerðar, eru skref í þá átt, skref sem verður að stíga og þvi fyrr þeim mun betra. Því fer að sjðlfsögðu fjarri, aö allar þær iðngreinar, sem hér eru stundaðar. geti flutt út afurð ir sínar með góðum árangri. En við því er heldur ekki að búast. A hinn bóginn gætu enn fleiri iðngreinar orðið samkeppnis- færar erlendis. ef tollar af hrá- efnum, vélum og fjárfestingar- vörum væru engir og vextir lægri. Þetta eru hvort tveggja mjög neikvæð atriði fyrir ís- lenzkan iðnað. Að vísu eru til heimildir fyrir endurgreiöslum tolla af hráefnum i útfluttar iðn- aðarvörur, en endurgreiðslukerf- ið er svo flókið í framkvæmd aö menn veigra sér stundum við að reyna útflutning af þeirri á- stæðu. Einfaldasta og raunhæf- asta leiðin til þess að lagfæra það er niðurfelling hráefnatolla. Margir draga i efa getu Is- lendinga til þess að flytja út iðn aðarvörur, m.a. vegna legu lands ins. En — ef þeir heimatilbúnu vankantar, sem áður var minnzt á, væru af sniðnir, hvers vegna ættu íslenzk fyrirtæki ekki að geta flutt út sams konar vörur til t.d. Bandaríkjanna eins og Danir og aðrar Norðurlandaþjóö ir? Vegalengdin er þó skemmri fyrir okkur. Og í sumum tilvik- um skipta vegalengdir engu máli. Fyrir nokkrum árum bauð Libyu-stjórn út smíöa.allmargra fiskiskipa af stærðunum 15— 100 rúmlestir. Islenzkar skipa- smíðastöðvar tóku sig saman um að gera tilboð í smíöi skipanna, og þótti þá ýmsum gæta heldur mikillar bjartsýni hjá forráða- mönnnum stöðvanna að gera sér vonir um, aö þeim tækist að fá smíði fyrir erlendan aðila. Is- lenzku stöövarnar fengu að vísu ekki verkefnið, það voru dansk- ar skipasmíðastöðvar, sem hag stæöust kjör buöu. En síöan hef- ur margt breytzt íslenzku stöðv ■ unum í hag, og því ættu íslend ingar ekki að geta smíðað fiski- skip fyrir Libyu-menn, eða hverja aðra, ef Danir geta það? Ef allt væri með felldu ættu ís- landingar raunar að hafa mikla yfirburði umfram flestar aðrar þjóðir til þeirra hluta, vegna þekkingar sinnar á sjósókn við misjöfn skilyröi. Þá sókn, sem framsæknir at- hafnamenn i íslenzkum iðnaöi vilja nú hefja inn á erlenda mark aði, ber rí’tisvaldinu að styðja á allan hátt og veita iðnaðinum þá fyrirgreiðslu sem nauösynleg er. Með því móti verður hægt að tryggja næga atvinnu og beett lífskjör í framtíðinni. *

x

Vísir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.