Vísir - 29.11.1968, Síða 13
:V í SIR . Föstudagur 29. nóvember 1968.
v.v.v.v.v.v.v.v.v.v.v.v.v;
■ >
V.V.V.V.V.V.V.V.V.'.V.V.V.V.V.’.V
13
iiGJALLAR-
I HORN
HEIMDALLAR
l'Ritstj. PéturJ. Eiriksson
TVTenntaskólinn við Hamrahlið
■^hefur orðið að umræðu
efni manna á meðal að undan-
förnu. Hafa sennilega mestu
valdið þær mótmælaaðgerðir
sem nemendur þessa skóla hafa
staðið að í haust og vakið hafa
allmikla athygli. Virðast ýmsir
uggandi yfir þróun mála í skóla
þessum, enda telja sumir þetta
ótvírætt merki um kommúníst-
ískar tilhneigingar meðal nem-
enda. Hafa blöðin gert sitt til að
styrkja þessa skoðun með því
að gera í skrifum sínum mót-
mæli þeirra gegn innrás Var-
sjárbandalagsríkjanna í Tékkó-
slóvakíu og skrílslæti Æskulýðs
fylkingarinnar að hinu eina og
sama — nú síðast í forystu-
greinum tveggja þeirra fyrir
nokkru. Skrifum þessum hafa
nemendur látið ósvarað, þó að
þau séu bein móðgun við alla
lýðræðissinna innan skólans,
enda bera þau ljósan vott um
þröngsýni hlutaðeigandi blaða,
þar sem þau gera litla karla
stóra með því aö eigna kommún
istum þaö unga fólk sem ekki
lætur í Ijós kæruleysi yfir því
óréttlæti sem á sér stað í heim
inum, eins og innrásinni í Tékkó
slóvakíu. Þar meö telja þeir mál
stað sínum borgið. Sl. miðviku
dag birtir svo Morgunblaðið i
heild ritstjórnargrein Benevent-
um, skólablaðs M.H. Fylgja grein
inni þau ummæli að í henni „birt
ist vafalaust eitthvað af þeim
hugsunarhætti, sem hefur verið
að grafa um sig í þessum skóla".
En þarna er verið að gefa í skyn
að skoðanir ritstjóra Benevent-
um séu allsráðandi í M.H. Er
það vissulega fljótfærnisleg full
yrðing, því að þessi sjónarmið,
sem bera keim af anarkisma,
eiga fáa formælendur i skólan-
um. Hins vegar virðist Mbl. ekki
gera sér grein fyrir, að i
Menntaskólanum við Hamrahlíð
rikir frjáls skoöanamyndun og
.V.V.SVAV.V.V.V.V.V.V.V.VV.V
ef Mbl. berst heilshugar fyrir
þeim hugsjónum sem það segist
herjast fyrir þá ætti þaö ekki
að vera á móti slíku. En Mbl.
virðist aftur á móti vera aö
reyna að læða því inn hjá þjóð
inni að í Menntaskólanum við
Hamrahlið þróist þjóöhættuleg-
ur hugsunarháttur, án þess að
hafa nokkuð annað fyrir sér, en
mótmælaaögerðir, sem það ann
aðhvort skílur ekki eða vill ekki
skilja hvers eölis eru, —og
grein skrifaöa undir nafni eins
af þeim 470 einstaklingum sem
sækja skólann.
—pje—
Hvað er að gerast í Menntaskólanum við H amrahlíð? jj
• Að gefnu tilefni hefur Gjall-
arhorn fengið þrjá Heim-
dellinga úr Menntaskólanum við
Hamrahlíð til að skýra frá þeim
stjómmálaanda sem þeim virð-
ist ríkja meðal nemenda í skól-
anum.
Steinar Þór Guðlaugs-
son:
TVTér finnst stjórnmálaandinn
1 í M.H. góður hann virðist
vera öflugri o gfrjórri en al-
mennt gerist í líkum stofnun-
um hér íborg. — Hult
föllin milli skoðanahópa virð-
ast nakkuð jöfn. Það er engin
komrrmgrýla sem tröllríður skól
anum eins og sumir virðast
halda.
Að undanförnu hafa heyrzt
raddir meðal manna um að skól
inn sé ein stór kommúnistasella
er þeir vaða í villu og reyk, þeir
góöu menn.
Nú síðast var það Morgun-
blaðið sem var með aðdróttanir
í þessum dúr og var tilefnið ný-
útkomið skólablað Hamrahlíðar-
skælingja.
Við útgáfu skólablaðs eru
nokkur atriði sem ég held að
hafa beri í huga.
Skóli er stofnun, sem ber að
gæta fyllsta hlutleysis. Því er
blað gefið út á vegum nemenda
sambandsins að vissu marki á-
byrgt gagnvart skólanum sem
hlutlausri stofnun, en samt sem
áður finnst mér ekki stætt á því
í nútímaþjóðfélagi að skólablað
megi ekki vera vettvangur póli-
tiskra vangaveltna. Mér finnst
sjálfsagt að leyfa eigi birtingu
pólitískra greina svo fremi sem
tryggt sé að svargreinar og
greinar sem túlka aðrar sgoðanir
fái inni líka. — En annað tel
Steinar þór Guðlaugsson
ég gilda um ritstjórnargreinar
og sjálft andlitiö, — forsíðuna.
Þar tel ég að gæta beri fyllsta
hlutleysis. .
Ritstjórn skólablaðsins hefur
aftur á móti gert sig seka um að
viðhafa pólitískan áróður bæði
á forsíðu og í ritstjórnargrein.
Þrátt fyrir það þurfa Morgun-
blaðið og Mánudagsblaöið ekki
að láta að því liggja að skólinn
sé ein allsherjar kommúnista-
sella, því að í þessu tilviki var
það aöeins þröngur hópur, sem
misnotaði sér aðstöðu sína í rit-
nefnd til þess að viðhafa pólitísk
an áróður.
Þessi skrif fyrrnefndra dag-
blaða verða vonandi ekki til þess
að varpa skugga á þessa merku
menntastofnun, sem er ein af
brautryðjendum nútíma kennslu
aðferða hér, heldur til þess að
nemendur taki höndum saman í
næstu kosningum og losi sig við
óábyrga menn úr valdastöðum.
Losi sig við þennan hóp sem í
skjóli aðstöðu sinnar innan rit-
nefndar viðhefur skrif í rit-
stjórnargrein sem gætu varpað
skugga á skólann.
Jón Grfmsson:
'p'rá því skölinn tók til starfa,
haustið 1966 hefur talsvert
borið á kommúnistískum öflum
meðal nemenda, en með árunum
hefur fylgi þeirra farið þverr-
andi.
Hægri menn hafa aldrei talið
hæ-,u stafa af þessu, því það
eldist af mönnum eins og aðrir
bernskukvillar.
Vegna innrásarinnar í Tékkó-
slóvakíu~ stóðu nokkrir bæði
vinstri og hægri sinúaðir nem-
endur fyrir mótmælaaðgerðum.
I tyrra skiptið var mótmælt
fyrir framan skrifstofu a-þýzka
verzlunarfulltrúans en í seinna
skiptið við rússneska sendiráð-
ið, daginn fvrir afmæli kommún
istabyltingarinnar þar í landi. Af
okkar .íálfu komu ekki neinar
óspektir til greina. en eins og
■ ■ ■ ■■■_■_■ ■_■■_■ ■_■■■■ ■_■_■_■_■■_!
allir vita kom til talsverðra rysk
ingja milli lögreglunnar, og
þeirra sem viö þessar mótmæla
aðgerðir voru. En þótt handtök
lögreglunnar hafi verið nokkuð
hrottaleg þarna, myndi mér
aldrei detta í hug að samþykkja
gífuryrði Kristjáns Guölaugsson
ar ritstjóra „málgagns nemenda
sambandsins" Beneventum í
þeirra garð, og Morgunblaðiö
fjallaði um sl. miðvikudag.
Af því tilefni vil ég vekja at-
Jón Grímsson
hygli á þvi að a.m.k. var þetta
tölublað ekki málgagn nemenda
í heild. heldur ritstjórnarinnar,
sem er að mínu áliti þröngur
hópur sem aðeins minnihluti
nemenda er sammála.
Aö lokum vil ég geta þess,
að ég hefi ekki ætlað mér að
taka þátt í neinum mótmælaaö-
gerðum með vinstri sinnum inn
an skólans oftar en það er af því
að þeir hafa bendlað okkur við
aðrar mótmælaaðgeröir af ann-
arri tegund, sem er öldungis ó-
satt að við höfum tekið þátt í.
Gunnar Gunnarssún:
j^emendur virðast flestir vera
tiltölulega lausir við flokka-
pólitík, aö minnsta kosti setja
flokkspólitísk sjónarmið engan
svip á skólalífið. Skólaandinn
er ekki sýrður neinni ákveð-
inni stjórnmálastefnu. Hins veg-
ar virðast mér nemendur vera
umbótasinnaðir í þjóðfélagsmál-
um og vakandi fyrir félagslegum
framförum í skóla sínum.
Hitt vil ég taka fram að orð-
rómur sá sem hefur gengið um
aö meirihluti nemenda séu
„rauðir" á sér enga stoö að
mínu viti.
Féflagsstorfið
þessa viku
Föstudag 29. nóv. Dansleikur í
Las Vegas
Laugardag 30. nóv. kl. 1.30 —
Klúbbfundur í Tjarnarbúð.
Þriðjudag 3. des. kl. 20.00 opiö
hús.
Fimmtudag 5. des. Skólakvöld
— M.R.
Styrkveitingar
Félagsmenn eða ekkjur þeirra, sem' óska eft-
ir styrk úr Styrktarsjóði Meistarafélags húsa-
smiða Reykjavík, sendi skriflegar umsóknir
til skrifstofu félagsins Skipholti 70 fyrir 10.
desember n.k. í umsókninni skal greina
fjölskyldustærð og heimilisaðstæður.
_________________ Stjórnin.___________________
ÁLFTAMÝRI 7 f '
ÓMAHÖSIÐ
simi 83070
Blómin meðhöndluð af
fagmanni
Opið öli kvöld og helgar.
YMISLEGT
Svissnesk úr.
Þórður Kristófersson úrsm.
Sala og viðgerðaþjónusta
Hríeateig 14 (Hornið við Sundlaugaveg.)
Sími 83616 Pósthólf 558 - Reykjavík.
rrt^i.'sv. r—' 1111 ■ 'vmw.mm
GÓLFTEPPALAGNIR
GÓLFTEPPAHREINSUN
HÚSGAGNAHREINSUN
Söluumboð fyrir:
VEFARANN
TEPPAHREINSUNIN
BOLHOITI 6
Slmar: 35607 - 4123» 34005
SPARH) TÍMA
OG FYRIRHQFN
RAUOARARSTÍG 31 SfMI 22022
TRÉSMIÐJAN VÍÐIR H.F. AUGLÝSIR
Látið yður verða rrrikið úr k rónunni
Stærsti húsgagnaframleiðandi landsins býður yður nú sem fyrr upp
á fjölbreyttasta húsgagnaúrval sem v"I er á, á einum stað. Afborg-
unarskilmálar okkar eru löngu landsþekktir fyrir hve hagstæðir
þeir eru viðskiptavinum.
Verzlið þar sem úrvalið er mstt og kjörin bezt.
Nýkomið mikið úrval af
BORÐSTOFUSETTUM, STÓLUM og
SKÁPUM
Verzlið í VÍÐI
^ímar: 2 22 22
22229
— ; -