Vísir


Vísir - 30.11.1968, Qupperneq 8

Vísir - 30.11.1968, Qupperneq 8
8 V1SIR . Laugardagur 30. nóvember 1968. VISIR Otgefandi. Reykjaprent hJ. Framkvæmdastjóri Sveinn R. Eyjólfsson Ritstjóri: Jónas Kristjánsson Aóstoðarritstjóri: Axel Tborsteinson Fréttastjóri: Jón Blrgir Pétursson Ritstjómarfulltrúi: Valdimar H. Jóhannesson Auglýsingar: Aðalstræti 8. Slmar 15610 11660 og 15099 Afgreiðsla: Aðalstræti 8. Simi 11660 Ritstjóm: í augavegi 178. Simi 11660 (5 linur) Askriltargjald kr. 125.00 á mánuði innanlands í lausasölu kr. 10.00 eintakiö Prentsmiðja Visis — Edda hi. 50 ára fullveldi A morgun eru liðin 50 ár frá því að ísland varð sjálf- stætt ríki; og hafði þjóðin þá lotið erlendu valdi í sam- fellt sex og hálfa öld. Gleði þjóðarinnar þennan frels- isdag var þó blandin harmi, því að hér geisaði þá mannskæð drepsótt, sem daglega lagði fjölda fólks í gröfina. Eigi að síður var frelsinu fagnað efti'r því sem tök voru á við þessar aðstæður, og ýmsum er enn í minni athöfnin, sem fram fór við stjórnarráðið, og sumir þefrra telja hana einn af mestu viðburðum lífs síns. Við getum hugsað okkur, hve glaðir og stolt- ir þeir voru, sem fremstir höfðu staðið í sjálfstæðis- baráttunni undanfarin ár, og áratugi og fengu að lifa þennan dag og sjá íslenzka fánann dreginn að hún. Fimmtíu ár, hálf öld, er stuttur tími í lífi þjóðar og aðeins andartak af eilífðinni, Eigi að síður hefur þessa hálfu öld orðið meiri bylting í lífsháttum og lífsvið- horfum allra siðmenntaðra þjóða en á mörgum öldum þar á undan. Þetta á ekki hvað sízt við um okkur ís- lendinga. Allt fram að þeim tíma er við fengum sjálf- stæði höfðum við búið hér við frumstæð lífsskilyrði, atvinnuhætti, húsakost og samgöngur, sem lítið höfðu breytzt frá upphafi íslandsbyggðar. Þær raddir heyrðust bæði erlendar og innlendar, þótt þær síðamefndu væru fáar og hjáróma, að við værum of fáir og smáir til þess að taka öll okkar mál í eigin hendur og stofna sjálfstætt ríki. En engin þjóð er svo fámenn, að hún vilji ekki stjóma sér sjálf, og hún á rétt til þess að fá að reyna það. Reynslan sker svo úr, hvort hún veldur hlutverkinu. Enginn mun halda því fram, að íslendingar hafi ekki staðizt þessa prófraun. Um það vitna þær stórstígu framfarir, sem hér hafa orðið síðan 1918. Segja má, að við höfum farið hægt af stað, enda komu þá erfiðir tímar næstu árin og um margt ekki ósvipaðir þeim sem við lifum nú; þá kom kreppa og verðfall, sem lék marga illa, en þjóðin missti ekki trúna á sjálfa sig og framtíðina, og þá þegar voru hér til hugsjónamenn, sem dreymdi um stóriðju. Gg áfram miðaði í rétta átt. Þjóðin fann, þ'rátt fyrir ýmsa erfiðleika, hver munur það var, að ráða málum sínum sjálf. Aftur syrti að á árunum milli 1930 og 1940, en upp úr því fer að rofa til, og það sem síðan hefur gerzt, er ævintýri líkast. Óþarft er að rekja það hér. Það blasir við allra augum, og flestir vita, hvemig hér var ástatt fyrir 30—40 árum um húsakost, sam- göngur, tæknibúnað og framleiðsluhætti. Dæmi um slíka gjörbreytingu á svo skömmum tíma munu vand- fundin í sögu nokkurrar annarrar þjóðar. Þrátt fyrir lýðveldisstofnunina 17. júní 1944, má 1. desember 1918 aldrei gleymast, því að þá var sigur- inn raunverulega unninn. — En minnumst þess, að sjálfstæðisbaráttú smáþjóðar er aldrei lokið. Þær verða alltaf að halda vöku sinni. ( Nýjar ráðstafanir í Frakklandi vegna vaxandi dýrtíðar De G_alle Frakklandsforseti ræddi í gær við forsætisráðherr ann Maurice Couvé de Murville og fjármálaráðherrann Francis- Xavier Ortoli í Elysée-höll inn frekari ráðstafanir efnahagnum og frankanum til verndar. Umræðurnar snerust aðallega um ráöstafanir til þess að hindra verðhækkanir. Forsetinn tók á móti þeim eftir að fjármálaráðu neytið tilkynnti í gær, að lífs- nauðsynjar hefðu hækkað um 1,1 af hundraði í október og er það mesta hækkun á mánuði á þessu ári. Miðað við 100 1962 hækkaði verövísitalan úr 123,6 í lok september í 124,9 í október. Alls nemur hækkun lífsnauð- synja frá þvx í óeiröunum og verkföllunum í maí og júní um 3,5 af hundraði. Af opinberri hálfu er tekin sú afstaða að gripa ekki til al- gerrar verölagsbindingar til þess að mæta eifiðleikunum af völd um gjaldmiöilskreppunnar, en búizt viö nýjum aögerðum gegn verðhækkunum og hert verði eft irlit með reglum, sem þegar eru gengnar í gildi til aukins eftir- lits. Fjármálasérfræðingar hafa reikn að út, að á næsta ári muni lífs nauðsynjar hækka um 2 af hundraði sem afleiöing af þeim álögum, sem Couvé de Murville boðaði á þriðjudagskvöld sl. <ÍWB ■ □ Eftir sigra Spasskys og Kortsnojs í heimsmeist araeinvígjunum, var búizt við jafnri og tvísýnni baráttu er þessir tveir kappar mættust. Sérfræðingar fóru varlega í alla spádóma og aðeins M. Euwe, fyrrverandi heims- meistari spáði Spassky sigri. „Spassky vinnur, en nú verð- ur baráttan harðari. Að þessu sinni sigrar Spassky ekki 5'/2: 2y2 eins og við Geller og Lar- sen.“ En Spassky lét eitt yfir alla ganga o<? eftir 8 skákir var staðan 5%:2y2 Spassky í hag. Síðustu tvær skákimar urðu jafntefli, og Spassky var hinn öruggi sigurvegari. prá því að heimsmeistara- einvígin hófust, hefur Spassky telft 7 einvígi gegn beztu skákmönnum heims. Sex sinnum hefur hann borið hærri hlut, aðeins tapað gegn heimsmeistaranum Petros- han. i einvígjum þessum hef ur Spassky teflt 79 skákir unnið 24, tapað 8 og gert 47 jafntefli. Spassky tapaði aðeins einni skák gegn Kortsnoj, 6. skákinni. Þá skák hafði Spassky teflt glæsilega framan af. Óvænt ridd arafóm í 12. leik veitti honum betri stöðu og það tók að halla mjög á Kortsnoj. En Spassky slakaöi á eitt augnablik og Kortsnoj var fljótur að grípa tækifærið. Snaggaraleg drottn ingarfóm dundi á kóngsstöðu Spasskys og Kortsnoj hlaut loks langþráðan vinning. Spassky var því f vígahug er hann settist gegn Kortsnoj í 7. skákinni, en sú skák birtist hér á eftir. Hvitt: B. Spassky Svart: V. Kortsnoj Kóngsindversk vöm. 1. d4 Rf6 2. c4 g6 3. Rc3 Bg7 4. e4 d6 5. f3 Spassky álítur Saemisch-á- rásina bezta vopnið gegn kóngs indversku vöminni. Þannig vann hann m.a. fræga skák af L. Ev- ans á Ólympíumótinu f Vama 1962. 5.. .0—0 6. Be3 Rc6 7. Rge2 a6 Þessi uppbygging er verk Tai- manovs. Svartur einbeitir sér að framrás peða sinna á drottning- arvæng og þrýsting á d4 reitinn. 8. Rcl e5 9. d5 Rd4 10. Rb3 RxR 11. DxR c5 12. dxc6e. p. bxc 13. 0—0—0! Peðið á d6 er ákjós anlegt skotmark og Spassky beinir skeytum sínum þangað. Ritstjóri Stefán Guðjohnsen jyú er lokið 12 umf. í lands- liðsæfingakeppni Bridgesam- bands íslands og em þessir efst- ir: 1. Jón Ásbjömsson og Karl Sig- urhjartarson 152 2. Árni Þorvaldsson og Sævar Magnússon 149 3. Gísli Hafliðason og Gylfi Bald ursson 140 4. Hallur Símonarson og Þórir Sigurðsson 135 5. Eggert Benónýsson og Stefán Guðjohnsen 134 6. Ásmundur Pálsson og Hjalti Elíasson 133 í kvennaflokki em þessar efstar: 1. Ósk Kristjánsdóttir og Magn- ea Kjartansdóttir 80 2. Halla Bergþórsdóttir og Kristj ana Steingrímsdóttir 72 3. Ásta Flygenring og Guðrún Bérgsdóttir 71 f síðustu umferð í karlaflokki kom þetta spil fyrir. Allir á hættu og vestur gefur: A D-9 V Á-5-4 X A-D-G-8-7-3 4> Á-K-6-5 A 10-7-4-3-2 V K V D-10-9-6-3-2 ♦ D-G-7-4 ♦ 2 * K-10-6-5 4> 9 ♦ G-8 V G-8-7 ♦ Á-K-10-9-6-5 Jf, 4-2 Á nokkrum boröum komust a-v í fjóra spaða á spilin, sem er óneitanlega nokkuð harður samningur. Voru þeir ýmist fjór faldaðir eða tvöfaldaðir, sem er í sjálfu sér ekki óeðlilegt. Hitt er svo aftur merkilegra, aö spilið vannst á öllum borðum. Fljótt á litið virðist svo, aö a-v gefi að- eins einn slag í hverjum hliðar litanna, af því að trompin eru 2-2. Ef við athugum vamarspil ið nánar þá sést, að með ná- kvæmri spilamennsku er ávallt hægt að hnekkja sögninni. Eðlilegt útspil er tígull frá hvorri hendinni sem er og síðan lauf í gegnum vestur. Norður fær slaginn og spilar aftur TÍGLI. Blindur verður að trompa og síðan er tekið tvisvar á tromp. Þá er hjartakóng spilað óg norður GEFUR. Nú er sama hvað sagnhafi gerir, hann getur aldrei unnið spilið. Einhverjum mun finnast langsótt að gefa hjartakónginn, en við nána at- hugun sést að sé hann einspil er spilið tapað, en eigi sagn- hafi annað hjarta, þá stendur spilið alltaf. ♦ f tvimenningskeppni Bridgefé- lags Reykjavíkur er 20 umferð- um lokið oe eru þessir efstir: 1. Símon Símonarson og Þorgeir Sigurðsson 279 2. Jón Arason og Sigurður Helgason 267 3. Einar Þorfinnsson og Jakob Ármannsson 242 4. Benedikt Jóhannsson og Jó- hann Jónssón 189. 13 .... Be6 14. Da3 Re8. Hér var möguleiki að fórna drottningunni með 14 ... d5 15. cxd cxd 16. exd Rxd 17. Bc4 RxB 18. HxD RxB, þótt fómin sé í hæpnara lagi. 15. h4 f6?, þessi leikur veikir kóngsstöðuna. Betra var 15... Bf6 16. c5 Hf7. Hér var 16 ... d5 freistandi leikur, en strandar á 17. Bc4 Rc7 18. exd cxd 19. Rxd RxR 20. BxR BxB 21. Hd2 og biskupinn á sér ekki undankomu auðið. 17. Da4 Dc7 18. Bc4 BxB 19. DxB Bf8 20. h5 Hvftur heldur svörtum í tvö- faldri spennu. Jafnhliða því að verja d-peðið verður Kortsnoj að hafa vakandi auga með kóngs sókn hvíts. 20.. .. dxc 21. hxg hxg 22. De6 Hd8 23 HxH DxH 24. Hdl Hvítur gat einnig leikið 24. Dxc, en Spassky fer sér að engu óðslega. 24.. .. De7 25. Dxc Rc7 26. Db6 Kg7 27. Rd5 De6 28. Bxc BxB 29. DxB Rb5 Eftir 29... RxR 30. HxR vinnur hvftur létt. 30. De3 Dc6f 31. Kbl Rd4 32. Hcl Db5 33. Rc7 De2? Skákin fær nú snöggan endi. En eftir 33... Db6 34. Rd5 hefði hvítur unnið án teljandi erfiðleika. 34. Re6t! Kh7 35. Dh6t! og svartur gafst upp. Eftir 35... KxD 36. Hhl mát. Jóhann Sigurjónsson 5. Hjalti Elíasson og Þórir Sig- urðsson 184 6. Alfreð Alfreðsson og Guð- mundur Tngólfsson 183 Úrslitaumferðin verður spiluð n.k. miðvikudag í Domus Med- ica kl. 20. 7. umferð í sveitakeppni Bridgedeildar Breiöfirðingafélags ins var spiluð þriðjudaginn 26. nóv., og er röðin að sjö umferð um loknum þessi: 1. sveit Gissurar Guðmundsson ar 48 st. (642:401) 2. Sveit Þórarins Alexandersson ar 46 stig (714:436) 3. sveit Ingibjargar Halldórsdótt ur 38 stig (708:448) 4. sveit Olgeirs Sigurðssonar 32 stig (626:513) 5. sveit Kristínar Kristjánsdótt- ur 28 stig (658:564) 6. sveit Tryggva Gíslasonar 27 stig (591:637) 8. umferö verður spiluð 3. des kl. 8 í Ingólfscafé. Hage en ekki Aage f viðtali við Þorstein M. Jóns- son hefur misritazt nafn for- manns dönsku samninganefndar innar 1918. Á það að vera Hage en ekki Aage. mtU: ——M

x

Vísir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.