Vísir - 06.12.1968, Blaðsíða 7
V1SIR . Föstudagur 6. desember 1968.
7
l
Þjóðlegur
fróðleikur
íslenzkt orðtakasafn — samiö af
dr. Halldóri Halldórssyni. Uppslátt
aiTit um íslenzk orðtök. Bókin kem
ur út í framhaldi af „íslenzkum
rnálsháttum" og „Kvæöum og dans
leíkjum", sem áður eru komnar út
í bókaflokknum „íslenzk þjóð-
fræði“. Orðtakasafniö veröur í
tveimur bindum og er síðara bindiö
væntanlegt á næsta ári. Útgefandi
Almenna bókasafnið 338 bls —
395 kr.
1918 — Bókin um fullveldið — eft-
ir Gísla Jónsson, menntaskólakenn
ara — Ýtarleg frásögn af fullveld-
istökunni 1918 og aðdraganda henn
ar. Jafnfr. rekur bókin hina ýmsu
stórviðburði aðra, svo sem styrj-
aldarlok, eldgos í Kötlu óg drep-
sóttina miklu — gefur mynd af
þjóðlífi og viðburðum þessa tíma —
Alþýölegt fræðirit. — Gefið út í til-
efni fullveldisafmælisins. Útg. Al-
menna bókafélagið. 247 bls. (auk
16 myndasíöna). Verð 435 kr.
Gróandi þjóðlíf — eftir Þorstein
Thorarensen. Myndir úr lífi og við-
horfum þeirra, sem uppi voru um
aldamótin. Koma þar margir þekkt
ir menn við sögu. Höfundur hefur
áður skrifað tvö viðamikil rit um
stjómmálaviðhorf og lífsháttu á
fyrri hluta aldarinnar. Bókina prýö-
ir fjöldi mynda. Útg. Fjölvi. 520
bfe.
Svipur Reykjavíkur — eftir Árna
Óla. — Fróðleiksþættir úr ýmsum
áttum úr Reykjavík. Árni Óla hef
ur þegar skrifað margt um Reykja-
vfk og hafa komið út eftir hann
nokkrar bækur, sem kunnugt er, um
sögu Reykjavíkur. — Útg. ísafold.
Álög og bannhelgi — eftir Árna Óla,
segir frá fjölmörgum álagablettum
í öllum landshlutum og söigum, sem
þeim eru tengdar. — Útg. Setberg.
240 bls. Verð 425 kr.
Vér íslands böm — eftir Jón Helga
son. Efni af sama toga og „íslenzkt
mannlíf" eftir sama höf. Frásagnir
af íslenzkum örlögum og eftirminni
legum atburðum, sem reistar eru á
traustum sögulegum grunni. Myndir
eftir Halldór Pétursson prýða bók-
ina. Útg. Iðunn. 241 bls. Verð 460
kr.
Minnisverðir menn — eftir Tómas
Guðmundsson og Sverri Kristjáns-
son. Efni í svipuðum dúr og höf-
undamir hafa sent frá sér í bóka-
formi undanfarin ár, fróöleiksþætt
ir. Til dæmis þáttur af ævi Jörund-
ar hundadagakonungs, Vogsós-
skálaklerkinum, Sæmundi Hólm,
Kristjáni Fjallaskáldi o.fl. Kemur út
rétt fyrir jól. Útg. Forni.
íslenzkir afreksmenn — I. bindi —
eftir Gunnar M. Magnúss. Bókin
segir frá íslenzkum afreksmönnum
á sviði íþrótta og í þrekraunum allt
frá landnámsöld til 1911. Efninu er
raðað niður í aldir. Útg. Örn og Ör-
lygur. 200 bls. Verð 448 kr.
Eyfirðingabók — Sagnaþættir af
Eyfirðingum, Skráð hefur séra
Benjamín Kristjánsson. Þetta er I.
bindi bókarinnar. Allmargar Ijós-
myndir prýða hana og sumar sjald-
gæfar. — Útgefandi Bókaforlag
Odds Bjömssonar. 430 kr.
Skaðaveður 1897-1901. Fjórða bókin
í þessum bókaflokki Æskunnar, sú
fyrsta, Knútsbylur kom út 1965.
Halldór Pálsson hefur safnað efni
til bókanna, en Grímur M. Helga-
son cand mag. sér um útgáfuna.
Útgef Æskan 157 bls. 220 kr.
Sögur og sagnir af Snæfellsnesi, II.
— eftir Óskar Clausen. Síðara bindi
af sögum höfundar af sérstæðum
og sérkennilegum mönnum af Snæ-
fellsnesi. — Útg Skuggsjá. 271 bls.
Verð 400 kr.
Áður en fífan fýkur — eftir Ólaf
Þorvaldsson. Minningar og þjóðlífs-
lýsingar frá síðustu aldamótum. —
Sagt frá lífi og starfi alþýðumanna.
Útg. Skuggsjá. 192 bls. Verð 340 kr.
Hafís við ísland — Tekið saman af
séra Sveini Víkingi, Guttormi Sig-
urbjörnssyni jarðfræðingi og Kristj
áni Jónssyni. Grein um myndun
hafíssins og ferðir hans um höfin.
Kunnugir menn á Vestur- Norður-
og Austurlandi segja frá hafísvetr-
inum 1967 —’68 og rifja upp sagn-
ir um viðureignir við bjarndýr o.fl.
Útg. Kvöldvökuútgáfan 227 bls.
Verð 430 kr.
Vaskir menn — eftir Guðmund G.
Guðmundsson. Ellefu sagnaþættir
frá liðnum tíma. Útg. Norðri. 236
bls. Verð 340 kr.
Bréf til bróður — Þrjátíu og tvö áð
ur óprentuð bréf frá Jóhanni Sigur-
jónssyni til bróður hans, Jóhannes
ar bónda á Laxamýri. — Bókaútg.
Menningarsjóðs og Þjóðvinafélags-
ins. 120 bls. Verð 240 kr.
Um íslenzkar fomsögur — eftir
Sigurð Nordal. íslenzk þýðing á
„Sagalitteraturen“, sem kom út á
dönsku árið 1953. Árni Björnsson,
cand mag íslenzkaði. Útg. Mál og
menning. 178 bls.
Norræn goðafræði — Ólafur Briem
menntaskólakennari. Bók um nor-
ræna guði, trúarbrögð og lífsspeki.
Efnið er sett þannig fram að það
verði aðgengilegt fyrir sem flesta.
Útg. Skálholt. 134 bls. Verð 160 kr.
Garðar og Náttfari — eftir Sig-
urð Jónsson frá Yztafelli. Höfundur
setur fram skoðanir sínar um land
nám íslands og aðdragandann að
því. Útg. Leiftur 168 bls. Verð 300
kr.
Ljós í róunni — eftir Stefán Jóns-
son. Viðtöl og þættir um menn og
málefni, um allt og ekkert. Bók
svipaðs efnis og Gaódaskata og
Krossfiskar. — Stefán er vinsæll
útvarpsmaður. Þættir hans og við
töl í útvarpinu eru uppistaðan í
þessum bókum. — Útg. Ægisútgáf
an. 153 bls. Verð 360 kr.
Kreppan og hernámsárin — eftir
Halldór Pétursson. Frásögn frá
þessum örlagaríku tímum íslenzks
verkalýðs, skrifuð frá sjónarhóli
verkamannsins. Höfundur styöst
við ýmsar greinar og þætti, sem
hann ritaöi í blöð og tímarit á þess
um árum.
190 bls. Verö 340 kr.
í stríði og stórsjóum — eftir Svein
Sæmundsson, blaðafulltrúa. Sjó-
mannabók, frásagnir úr lífi og
starfi íslenzkra sjómanna. Ilöfund-
ur hefur ritað fleiri bækur um ís-
Ienzkt sjómannslíf og sjóskaða. í
fyrra kom út eftir hann bók, sem
fjallaði að miklu ‘leyti um Hala-
veðrið fræga. Útg. Setberg. 218 bls.
Verð 460 kr.
Uppi var dreki — eftir Sigfús M.
Johnsen úr Vestmannaeyjum þjóð-
félagsþættir og skáldskapur úr Eyj
um. Höfundur hefur sem kunnugt
er starfað mikið að bæjarmálum og
athafnalífi í Eyjum. Bókin kemur
út rétt fyrir jól — Útg. ísafold.
Brotinn er broddur dauðans — eft-
ir Jónas Þorbergsson. Síðasta bök
höfundar. Fjailar um duiræn efni.
Langur kafli er um sálfarir. Sjö
landskunnir menn segja þar frá
dulrænni reynslu sinni, Útg. Skugg
sjá. 190 bls. Verð 340 kr.
Þýðingar:
Eldur ofar skýjum — Pierre Clost-
ermann, franskur flugmaður,
lýsir hér ýmsum mestu loftorustum
stríðsins. Clostermann er kunnur
fyrir stríðsfrásagnir sínar. — Ás-
mundur Einarsson þýddi. — Útg.
Hildur. 160 bls. — Verð kr. 275.
Höggvið í sama knérunn — Per
Hanson. Saga norskrar fjölskvldu,
sem nasistar ætluðu að handtaka
dauða eða lifandi. Segir frá flótta
þessa fólks um hálendi Noregs. —
Skúli Jensson þýddi. — Útg. Skugg
sjá. 176 bls. Verð 320 kr.
Sálræn reynsla mín — Astrid Gli-
mark segir frá dulrænni reynslu
sinni, en hún er gædd bæöi
i skyggnihæfileikum og dulheyrn. —
Eiríkur Sigurðsson þýdúi. Útg.
Fróði. 112 bls. Verð 299 kr.
Miöill í 40 ár — eftir Estrella Ro-
berts, kunnan brezkan miöil, sem
segir frá dulrænni reynslu sinni og
miöilsstörfum. Gylfi Gröndal þýddi
Útg. Grágás. 192 bls, Verð 340 kr.
Að handan — Grace Rosher, höf-
undur þessarar bókar er sagður
hafa skrifað þessa bók ósjálfrátt.
— Boðskapur um lífiö eftir dauð-
ann — Þýðandi séra Sveinn Vik-
ingur. 150 bls. Verð 300 kr.
Ævisögur
Jóns saga Jónssonar — Sjálfsævi-
saga Jóns frá Vogum í Mývatns-
sveit. Sagan er upphaflega skrifuð
á ensku og birtist í ensku tímariti
árið 1877. — Sagan kemur hér
bæði í frumtextanum og í íslenzkri
þýðingu Haralds Hannessonar. Útg.
ísafold. 133 bls Verð 275 kr.
Jón Loftsson, biskup. — Egill Star-
dal kennari við Verzlunarskólann
ritar um ævi hins merka klerks og
biskups. — í bókaflokknum „Menn
í öndvegi". — Útg. ísafold.
Jón biskup Arason — Þórhallur
Guttormsson ritar um ævi Jóns
b’skups Arasonar á Hólum. Jón er
sem kunnugt er ein svipríkasta per-
sóna íslandssögunnar og síðastur
biskup í kaþólskum sið hér á landi.
Um hann hefur margt verið ritað.
Saga hans ht kemur út í bóka-
flokknum „Menn í öndvegi“. Útg.
I’safold.
Sonur Bjargs og Báru — endur-
minningar Jóns Guðmundssonar,
forstjóra Belgjagerðarinnar, skráð-
ar af Guðmundi G. Hagalín. Segir
frá sjómennsku Jóns á ýmiss kon-
ar skipum við ýmiss konar veiöar
og iönrekstri hans. — Útg. Skugg
sjá. 240 bls. Verð 420 kr.
Minningar um séra Jónmund — eft
ir Guðrúnu Jónmundsdóttur. Það
•er dóttir klerksins, sem ritar hér
ævisögu föður síns og styðst viö
ýmislegt, sem séra Jónmundur átti
í fórum stnum, meöal annars kveö
skap og fleira. Séra Jónmundur
var sérstæður prestur og þjónaði
lengi á Ströndum. Útg. Leiftur.
231 bls. Verð 340 kr.
Ekki svíkur Bjössi — 2. bindi af
sjálfsævisögu Sigurbjörns Þorkels-
sonar, sem kenndur var við verzl-
unina Vísi. Um 200 myndir eru í
bókinni. — Útg. Leiftur. 448 bls.
Verð 420 kr.
Fagur er fiskur í sjó — endurminn
ingar Einars Sigurðssonar, útgerð-
armanns (Einars ríka) úr Vest-
mannaevjum, framhald af bókinni
„Fagurt er í Eyjurn", sem út kom
í fyrra. Þórbergur Þórðarson ritar
bókina. Útg. Helgafell. Verð 440
kr.
Ferðin frá Brekku. — Endurminn-
ingar Snorra Sigfússonar náms-
stjóra frá uppvaxtarárum í Svarf-
aðardal, námsárum heima og er-
lendis og fyrstu starfsárum norðan
lands. Margir þjóökunnir menn
koma við sögu í frásögn hans.
277 bls.
Hart í stjór — minningar Júlíusar
Júlínussonar skipstjóra og sjóferöa
sögur, skráðar af Ásgeiri Jakobs-
syni. Stór kafli í bókinni fjallar
um Goðafossstrandiö fræga. Útg.
Ægisútgáfan. 186 bls. Verð 360 k>\
Skúli Thoroddsen — eftir Jón
Guðnason. — Fyrra bindi um ævi
hins þjóðkunna stjórnmálamanns.
— Útg. Heimskringla. 400 bls.
Bernskuárin — eftir.. séra Svein
Víking. 2. útgáfa á 1. bindi ævi-
minninga höfundar, „Myndir dag-
ana“, hin bindin eru „Skólaárin“
og „Prestsárin.“ Útg. Kvöldvöku-
útgáfan. 206 bls. Verð 320 kr.
Kjarvalskver — samtalsbók við
Kjarval um listina, lífið og tilver-
una — skráð af Matthíasi Jóhann-
essen, ritstjóra. Matthías hefur
þegar samið allmargar slíkar sam-
talsbækur viö marga þjóðkunna
menn. Og meistara Kjarval þarf
ekki að kynna. Útg. Helgafell.
Öldufall áranna — endurminningar
Hannesar J. Magnússonar fyrrum
skólastjóra á Akureyri. — Bókin
fjallar um starfsár höfundar, fjall
ar um félagsmál og skólamál meðal
annars.
Útgef. Æskan 331 bls. 410 kr.
| BÓKASKRÁ 3
Þýðingar:
Ég á ntér draum — bókin um
Martin Luther King. Bókin er til
oröin fyrir samvinnu margra höf-
unda. Ritstjóri er Charles Osborne.
Eru þar rakin í máli og myndum
æviatriði blökkumannaleiðtogans,
barátta hans fyrir mannúð og rétt-
læti, sem kostaði hann Iífið 39 ára
gamlan. En áður hafði hann hlotiö
friðarverðlaun Nobels. Séra Bjarni
Sigurðsson þýddi bókina. Útg. Al-
menna bókafélagið.
Eusébio — Ævisaga knattspyrnu-
mannsins fræga, sem kom einmitt
hingað til lands í sumar með portú-
galska liðinu Benfica. Eusébio er
einn fræknasti knattspyrnumaöur
heims, ættaður frá Mósambik í Af-
ríku, þar sem hann var uppgötvað-
ur. Bókina prýða fjölmargar myndir
meðal annars frá heimsókn hans
hingað til lands. Þýðinguna gerði
Jón Birgir Pétursson, blaðamaður.
Útg. Bókaverzl. Sigfúsar Eymunds-
sonar 271 bls. (auk myndasíöna).
Mannsævi — sjálfsævisaga Rúss-
ans Konstantíns Pástovskí, 1.
bindi, bernsku og skólaár. — Ævi-
saga þessi vakti mikla athygli í
Rússlandi og taldist til bókmennta-
viðburða þar í landi. Þýðandi er
Halldór Stefánsson. — Útg. Heims-
kringla. 288 bls.
Endurminningar brautryðjanda. —
Edmond Privat, höfundur þessarar
bókar, rifjar upp ungdómsár sín.
Þýöandj er Kristófer Grfmsson. —
Útg. Leiftur. 124 bls. (auk þess 12
myndasíöur). Verð 300 kr.
Æfffræði
Fremra Háls-ætt II. bindi — eftir
Jóhann Eiríkssori. Þetta er seinna
bindið af ættartölu þessarar merku
ættar. Höfundurinn er kunnur ætt-
fræðingur. Útg. Leiftur 520 bls.
Verð 450 kr.
Vestur-íslenzkar æviskrár — III.
bindi. Séra Benjamín Kristjánsson
hefur búið þetta rit undir jjrentun.
I því eru 955 mannamyndir, Þessi
heimild um Vestur-Islendlnga wrð-
ur trúlega eitt eöa fleiri bindi til
viðbótar. — Útgefandi er Bókafor-
lag Odds Björnssonar, Akureyri.
460 bls. Verö 680 kr.
Calendaríum — (íslenzkt rírri) —
Ijósprentun á gamalli rímbók, prent
aðri á Hólum 1599. Dr. Þorsteinn
Sæmundsson sá um útgáfuna og
ritar formála. Útg. Hið ísl. Þjóð-
vinafélag.
Sáð í vindinn — eftir Sigurð A.
Magnússon. Ritgerðir og þættir um
bókmenntir og listir. Sigurður hef-
ur sem kunnugt er verið einn virt-
asti listagagnrýnandi hér á Iandi um
nokkurt skeið og ritað margt um
þau efni. Útg. Helgafell. 165 bls.
Verð 200 kr.
Frúsöguþættir
Úr dagbók vitavarðar — eftir Ósk-
ar Aðalstein. Þættir um mannlíf og
örlög á yztu útnesjum íslands.
Höfundurinn hefur áður samið
margar skáldsögur og hefur veriö
vitavörður við tvo afskekktustu
vita landsins í tvo áratugi. Ilann
þekkir því útnesjalífið og umhverf-
ið, sem hann skrifar um. — Útg.
Iöunn. Bókin er 164 bls. Verð kr
335.
í fremstu víglínu — sannar frásagn
ir og þættir úr heimsstyrjöldinni.
I — Kaflarnir í bókinni eru eftir átta
j höfunda. — Tekið saman og þýtt
! af Skúla Jenssyni. — Útg. Hörpu-
útgáfan. 160 bls. Verð 260 kr.
Hetjur á húðkeipum — eftir
Ducas Philips. Segir frá árás Breta
á Bordeaux haustið 1942, þar sem
þeir sökktu mörgum skipum Þjóð-
verja, og flóttanum að henni lok-
inni. - Útg. Grágás. 208 bls. Verö
340 kr.
Eltingaleikur á Atlantshafi — eft-
ir D. A. Rayner. Segir frá einvígi
kafbáts og tundurspillis í heims-
styrjöldinni. Baldur Hólmgeirsson
þýddi. - Útg. Skjaldborg. 192 bls.
Verð kr. 315.
Maðurinn frá Moskvu — eftir
Greville Wynne, brezkan njósnara,
sem hlaut náðun úr fangabúðum í
Rússlandi í fangaskiptum. Segir
hann frá njósnum sínum og fanga-
vist. Mál hans vakti mikla athygli
á sínum tíma. - Hersteinn Pálsson
þýddi. Útg. Bókaforlag Odds
Björnssonar. 208 bls, Verð 350 kr.
Lesefni fyrir fróðleiksþyrsta