Vísir - 11.12.1968, Blaðsíða 3

Vísir - 11.12.1968, Blaðsíða 3
 Krakkarnir voru samhentir við að koma upp bálkestinum inni í Laugardal, og þar voru ekki spöruð snör handtök Gunnar Grétar Gunnarsson var einn að starfi úti á Seltjarnarnesi, eins og til að gæta þess að ' V1SIR . MðvtKmmgui n. aesember 1968. MYNDS.8 ivTsTs Að. sjálfsögðu eru börnin far- in að hlakka til jólanna, enda ekki nema þrettán dagar þangað til þau ganga í garð. En krakkamir sjá þó fram á kæti og skemmtanir ennþá lengra fram i tímann. Það er meira en mánuður siö- an fyrstu merki þess fóm að sjást, að hafinn væri undirbún- ingur að áramótabrennum. íbyggnir strákar á ferð með kassafjalir og ýmiss konar dót bám það með sér, að þeir voru famir að hyggja gott til ára- mótagleðinnar. Kaupmenn og höndlunar- menn hafa líka orðið þess varir, að eitthvað stendur til, því að ótal hendur eru fúsar til að að- stoða þá við að koma af sér rusli, sem annars hefði kostað þá tíma og fyrirhöfn að fleygja. Myndsjáin brá sér í ferðalag til að athuga hvað væri um að vera við bálkestina, sem búið Vígt vatn eða | steinolía ? betur er að gáð má sjá, að þar er ungur maður, sem vinnur kappsamlega að því að bæta við hraukinn. Við hættum á að trufla hann andartak, og fáum að vita, að hann heitir Gunnar Grétar Gunnarsson og er átta ára gam- all og stundar nám af kappi við Mýrarhúsaskóla, en þessa stundina hefur hann skroppið frá námsbókunum til að huga að kestinuiA. Hann segir, að lengi hafi ver- ið unniö að því að safna í þenn- an köst, og margir hafi þar unnið athyglisvert verk. Og Gunnar er aö sjálfsögðu stað- ráðinn í að vera viðstaddur á gamlárskvöld, þegar bálið verð- ur tendrað, og hátíöahöldin fara fram. Eftir þetta hringsól um bæ- inn, fáum við ekki betur séð en yngsta kynslóðin sé fyrirhyggju- söm í bezta lagi og vinni kapp- samlega að áhugamálum sínum. Áramótabrennur undirbúnar er að stafla upp víðs vegar um borgina. Sums staðar sást eng- in hreyfing; brennumenn vafa- laust uppteknir við skólanám eða þá einhvers staðar í grennd- inni uppteknir við aðdrætti. Við myndarlegan köst nálægt nýju Sundlaugunum voru aftur á móti ótal hendur á lofti við að reisa köstinn og hlaða hann sem skipulegast. Snaggaralegir strákar bisuðu við stóra kassa og sönnuðu orð- tækið, að margar hendur vinna létt verk. „Við erum ekki búnir að vera 1 nema niu daga að safna í hana þessa,“ sögðu þeir. Enda eru greinilega ekki viðhöfð nein vettlingatök í þeirra hópi. „Eruö þið búnir að fá leyfi hjá lögreglunni?" „Já, auðvitað, maður,“ segja þeir og eru löghlýðnin uppmál- uð. „Við þurfum bara að fá 18 ára strák til að skvetta á.“ „Skvetta hverju? Vígðu vatni?" „Nei, hvað er þetta, maður. Olíu auövitað, þegar kveikt er í.“ „Eruð þið búnir að fá ein- hvem 18 ára?“ „Nei, ef við fáum engan, þá er löggan búin að lofa að gera það sjálf.“ — Úti á Seltjamamesi er annar köstur geysimyndarlegur. I fyrstu sést engin hreyfing i. námunda við hann, en þegar % ■ r engin hrekkjusvín gætu kveikt í þessum myndarlega bálkesti KSíwiivii ■ 41 ; : .fV; il ' - !/■'. Þessi-duglega stúlka heitir Birna Guðjónsdóttir og lá sannar- lega ekki á liði sfnu við vinnuna. Tveir heiðursmenn hjálpast að við stóran kass á, sem ábyggilega á eftir að loga myndarlega.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.