Vísir - 11.12.1968, Page 8

Vísir - 11.12.1968, Page 8
3! VÍSIR Otgefandi: Reykjaprent h.f. Framkvæmdastjóri Sveinn R. Eyjólfsson Ritstjóri: Jónas Kristjánsson Aðstoöarritstjóri: Axel Thorsteinson Fréttastjóri: Jón Birgir Pétursson Ritstjórnarfulltrúi: Valdimar H. Jóhannesson Auglýsingar: Aðalstræti 8. Símar 15610 11660 og 15099 Afgreiðsla: Aðalstræti 8. Sími 11660 Ritstjóm: Laugavegi 178. Sími 11660 (5 línur) Áskriftargjald kr. 145.00 á mánuði innanlands 1 lausasttlu kr. 10.00 eintakið Prentsmiðja Vísis — Edda hi. Arfur kynslóðanna gtundum heyrist þess getið um þessar mundir, að er- ) lendum blöðum, sem borizt hafa fréttir af hinum ) miklu efnahagslegu áföllum íslendinga, finnist þau \ svo einstæð og geigvænleg, að vandséð sé, hvort þjóð- ( in fái undir þeim risið. Sum þessara blaða skrifa um f/ hættu á ríkisgjaldþroti eða öðru álíka. Þeim fer líkt / og unga framsóknarmanninum, sem talaði nýlega í ) útvarpsumræðum frá Alþingi um drápsklyfjarnar, ) sem mundu leggjast á börn hans og barnabörn. / Þorri íslendinga veit betur en erlendu blöðin og ) framsóknarmaðurinn. Almenningur veit, að íslenzka ) þjóðin hefur aldrei fyrr komizt til annarra eins efna \ og á viðreisnartímabilinu 1960—1967. Eignaaukning ( þjóðarinnar var þá örari en nokkru sinni fyrr, tekju- ( aukning og ráðstöfunarfé alls almennings meiri. / Þótt skuldir erlendis hafi vaxið, er eignaaukningin ) innanlands margfalt meiri. í fyrra varð eignaaukn- ) ing þjóðarinnar meira að segja 8000 milljónir króna ) á móti 540 milljón króna nettóaukningu á erlendum ( skuldum, og var það þó mikið áfallaár. Greiðslubyrði ( erlendu skuldanna er líka miklu minni en margur / hyggur, því að bak við skuldirnar eru tryggðar tekjur ) í erlendum gjaldeyri, svo sem lánin til Búrfellsvirkj- ) unar, sem greiðast af raforkukaupum álbræðslunnar \ í dollurum. Svipuðu máli gegnir um erlendar skuldir ( fyrirtækis eins og Loftleiða. ( Öllum eru vissulega Ijósir erfiðleikarnir, sem yfir / hafa dunið tvö síðustu árin. Og vissulega hefur gengið ) á eignir okkar. Aðstaða okkar hefur tekið stakka- ) skiptum til hins verra og ekki er björgulegt fram- \ undan. \ En við stóðum á traustum grundvelli, þegar undan ) tók að halla. Við höfðum safnað gjaldeyrisvarasjóði, ) sem nam 2000 milljónum króna. Við höfum notað \ þennan varasjóð á tveim síðustu árum til að draga úr ( áhrifum áfallanna. ( Þessum sjóði var ekki safnað með því að láta undir / höfuð leggjast að kaupa ný og verðmæt framleiðslu- ) tæki. Þeirra var aflað jafnhliða og í miklu meiri mæli \ en áður. Á þremur árum, 1964, 1965 og 1966 var fjár- \ munamyndun eða nýsköpun í vélum og tækjum at- ( vinnuveganna og samgangnanna nærri 2000 milljón- / ir króna hvert ár, eða samtals 6000 milljónir króna. / Vissulega búum við að þessari. eignaaukningu. Iðn- ) aðinum er t. d. dýrmæt 1000 milljón króna eignaaukn- \ ing í vélum og nýju iðnaðarhúsnæði á aðeins tveimur \ árum, 1966 og 1967. ( Slík þróun var á flestum sviðum eins og alkunn- / ugt er. Þetta gera hin erlendu blöð sér ekki ljóst og / halda þvi að við séum strax komnir á vonarvöl og í ) gjaldþrot, þegar við missum gífurlega mikinn hlut út- ) fíutningstekna. En framsóknarmanninum ætti ekki \ að vera vorkunn að yita þetta. Hans kynslóð erfir ( rikara ísland en nokkur önnur kynslóð hefur erft. (' VÍSIR . Miðvikudagur 11. desember 1968. • Horfur eru iskyggilegar að mörgu leyti í efnahags og atvinnulífi Bretlands og jafnvel talið, að til stjómarkreppu geti komið — nú eða innan langs tíma. • Hvað gerist næst á vett- vangi brezkra stjómmála? Að undanförnu hefir verið á sveimi þrálátur orðrómur um, að stórbreytingar væru fram undan á brezku stjóminni, vegna þess að lítt eða ekki Cousins og Brown — meðal þeirra, sem fóru úr stjóm Wilsons ‘ Stjórnarkreppa á Bretlandi — nú eða innan langs tíma? gengur að ráða niðurlögum þeirra erfiðleika, sem við er að etja. Brezkir ráðherrar hafa neit- að, að nokkrar stórbreytingar séu framundan og má segja, að í fylkingu ráöherranna hafi gengið maður undir manns hönd til þess að reyna að kveða niður orðróminn. Vafalaust mun margt verða til þess aö skýra þessi mál nú í vikunni því að umræöa á fram að fara í neöri málstofunni á morgun (fimmtudag) og þar verður rætt um mörg vandamál: Varnir og fjármál og horfur á alþjóðavettvangi. Vegna þessar- ar umræðu er vert að vekja athygli á þessu: Svo mikilvæg er hún talin, að Michael Stewart utanríkis- ráðherra styttj um tvo daga hina opinberu heimsókn sína á Indlandi til þess að komast í tæka tíö til London til viðræðna við Wilson fyrir umræðuna. Stewart kom til London í fyrradag. I hinni nýju gjaldmiöils- kreppu hefir Englandsbanki enn oröið að hlaupa undir bagga með pundinu. Frankinn og pundiö og dollarinn eru enn í hættu. Seölabankastjórar hafa setiö á fundi í Basel og rætt ókyrrðina á peningamörkuðum. Öryggisráöstafanir kunna að bera árangur — en gera þær það nógu fljótt? Geysimikill kvíði tun fram- tíðina er ríkjandi meðal al- mennings á Bretlandi, — ó- ánægja ekki sízt meöal verka- lýösins yfir að vera sviptur frelsi til þess aö semja um kaup og kjör, vaxandi vantrú á að sá árangur náist af efnahags- stefnu Wilsons, sem hann ger- ir sér von um. Rhodesiumálið: Fylgj við stefnu íhaldsflokksins um heið- arlega samninga er án efa mik- ið, og Enoch Powell, sem vill viðurkenna sjálfstæði strax, á sína fylgjendur. Stefna Wilsons er að hvika ekki frá grundvall- aratriðunum 6 um réttindi meirihlutans. Deilan veldur Bretlandi og Rhodesiu sívax- andj tjóni. Falklandseyjamálið: Um þaö mun Stewart gefa skýrslu. Stööugt hefir verið orðrómur á sveimi um eitthvert „leyni- makk“ milli ríkisstjórna Bret- lands og Argentínustjómar, en það er alltaf verið að tilkynna af hálfu brezku stjórnarinnar, að Falklandseyjar verði ekki af- hentar Argentínu gegn vilja 1 eyjarskeggja og ekkl verði lagt 1 að þeim á nokkum hátt — en 1 eyjarskeggjar hafa margsinnis látið í ljós ósk um, að búa við brezk yfirráð áfram, — og • þykja yfirlýsingar talsmanna | brezku stjómarinnar um þetta ' mál loðnar, að ekki sé meira I sagt, og mætti jafnvel segja, aö í þessu máli væri hún grunuð / um græsku. Vafalaust verður einnig rætt um brezka fréttaritarann Anth- ony Gray, er setið hefir í fang- > elsi í Kina í 16-17 mán., án þess nokkrar sakir væru á hann bomar, en hann er sagður búa við skilyrði, sem þættu ómann- i úðleg ef um forherta sakamenn : væri að ræða. Á það skal minnt, þótt þess sé ekki mikil þörf, að það er ; ekki ný bóla að hinn sjálfum- ; glaði Wilson eigi viö erfiðleika ; að etja. Alvarlegur klofningur : hefir alllengi verið í flokki hans, mætir menn gátu ekki lengur i átt samleið með honum (Cous- ‘ ins, Brown og fleiri) og í hvert skipti, sem aukakosning hefir farið fram hefir verið um nýjar hrakfarir að ræða, jafnvel í 1 þeirri einu nýlega, þar sem . kratar héldu þó velli, — þar • var fylgistapið svo mikið að um . raunverulegar hrakfarir var aö i ræða. Mjög hefir það aukið óánægju . almennings, aö meðan heimtað , er af fólkinu að það spari og leggi hart að sér, hefir skrif- stofubáknið vaxið svo gífurlega • á Bretlandi, aö þess munu fá , dæmi, og er hér átt við skrif- stofubákn hins opinbera, en • andstæðingar kratastjómarinn- ar bera hana þungum sökum í þessum efnum, gífurleg fjölgun opinberra starfsmanna og sí- vaxandi ríkisútgjöld. En Wilson bíður átekta, ró- , legur á yfirborðinu, i von um að úr rætist, um leið og LOND- ON TIMES birti um það rit- stjómargrein, að mynda beri^ samsteypustjóm — en þeirri tillögu var þegar vísaö frá sem óraunhæfri. Einn af helztu leiö- . togum krata, Richard Cross- man ráðherra, var seinasti ráð- herrann sem hafnaði orðrómn- , um um breytingar á stjóminni , og er með ummælum sínum tal- , inn hafa breikkað bilið milli , jafnaðarmanna og fjármála- manna. > Wilson er gáfaður maöur og ’ málsnjall, viss um sitt ágæti og sinnar stefnu, og heldur sínu striki, þrátt fyrir dvínandi traust og fylgi jafnt innan eigin flokks sem utan. En í þvi róti sem nú er getur margt ger2L ATh. Harold Wilson.

x

Vísir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.