Vísir - 11.12.1968, Blaðsíða 6
6
VlSIR . Miðvikudagur 11. desember 1968.
TONABIO
tsle»' kur texti.
(„Fistful of Dollars")
Víðfræg og óvenjuspennandi,
ný, ftölsk-amerísk mynd i lit-
um og Techniscope. Myndin
hefur veriö sýnd við metað-
sókn um allan heim.
Clint Eastwood
Sýnd kl. 5 og 9.
Bönnuð bömum innan 16 ára.
LAUGARASBIO
Táp og fjör
Sérlega skemmtileg ný amer-
ísk músík-gamanmynd í litum
og Cinemascope. ,
Sýnd kl. 5, 7 og 9.
STJÖRNUBÍÓ
Njósnarinn i netinu
(13 Frightened girls)
Afar spennandi ný ensk-amer-
ísk njósnamynd. Murrey Ham-
ilton, Joyck Taylor.
Sýnd kl. 5, 7 og 9.
Bönnuð innan 12 ára.
BÆJARBIO
Timi últsins
(Vargtimmen)
Hin nýja frábæra sænska verð
launamynd, leikstj. Ingmar
Bergmann. Sýnd kl. 9.
Allra síðustu sýningar.
AUSTURBÆJARBIO
Oss 117
,31æpir í Tokio)
Fredrick Stafford, Mariana
Vlady. — Bönnuð börnum inn
an 14 ára. — Sýnd kl. 5
HAFNARBIO
Hér var hamingja min
Sarah Miles, Cyril Cusack.
tslenzkur texti. Sýnd kl. 9.
Sá sibasti á listanum
Spennandi og sérstæð amerísk
kvikmynd.
Bönnuð innan 16 ára.
Sýnd kl. S og 7.
JÓLAGJÖFIN
er kollur, sem er lika sauma-
borð. Ótnllega lágt verð.
BÓLSTRUN KRISTJÁNS
Grettiseötu 10 B, bakhús.
|—Listir -Bækur -Menningarmál
Stefán Edelstein skrifar tónlistargagnrýni:
... ekki í verulegu Beethovenskapi!
Jjrátt fyrir stormbeljanda og
slagviðri voru sæmilega
þéttsetnar raðir á tónleikum
Kammermúsíkklúbbsins í Nor-
ræna húsinu s.l. föstudagskvöld.
Á efnisskránni voru tvö verk,
bæði eftir Beethoven. Hið fyrra
strengjakvartett Op. 95, leikinn
af kvartett Tónlistarskólans
(Bjöms Ólafsson, Jón Sen,
Ingvar Jónasson og Einar Vig-
fússon), hið síðara septett Op
20, leikinn af meðlimum kvart-
ettsins og blásurum (Gunnar
Egilson, Hans Ploder, Herbert
H. Ágústsson og Einar Waage
á kontrabassa).
Það var margt fallega leikiö
£ strengjakvartettinum, en samt
þöttu mér hljóöfæraleikaramir
ekki í verulegu Beethoven-
skapi. Mér fannst eins og menn
væru í góðlátlegum en oft fjör-
ugum „samræðum", án þess að
spenna og dynamik „samtals-
ins“ kæmi verulega fram. Ef til
vill er þetta að einhverju leyti
því að kenna, að strengjakvart-
ettinn sat í bókaherberginu, en
áheyrendur í litla salnum, og
týnist eflaust hluti hljómmagns-
ins út um bókahillur við þetta,
í staðinn fyrir aö ná eyrum
hlustenda.
Þegar Fönix flaug
★★
(The Flight of the
Phoenix).
Framleiðandi og stjóm-
andi: Robert Aldrich.
Aðalhlutverk: James
Stewart, Richard Att-
enborough, Hardy
Kriiger, Peter Finch,
George Kennedy, Dan
Duryea, Ian Bannen,
Ronald Fraser, Emest
Borgnine o. fl.
Amerisk, íslenzkur texti,
Nýja bíó.
Framleiðandi og stjórnandi
þessarar myndar, Robert Ald-
rich, hefur vakið á sér athygli
fyrir að framleiða nýstárlegar
og skemmtilegar myndir til
dægrastyttingar. Sú nýjasta í
þeim hópi er „The Dirty Doz-
en“, en hér muna sennilega
flestir eftir myndunum
„Whatever Happened to Baby
Jane“ og „Hush, hush, Sweet
Charlotte".
„Þegar Fönix flaug“ er i
hópi hinna lakari mynda hans,
en er þó eigi að síður fullboð-
leg. Nokkrir menn eru í flug-
vél yfir eyöimörk. Flugvélin
hrapar, og mennimir eiga ekki
annarra kosta völ en hafast við
hjá flakinu og bíða eftir björg-
unarmönnum sem ekki koma.
Matar- og vatnsbirgðir eru
takmarkaðar, og ekki annað
fyrirsjáanlegt en þeir muni allir
láta líf sitt þama.
Þá hugkvæmist einum þeirra,
að búa til nýja flugvél úr flak-
inu af þeirri, sem hrapaði. Þetta
er eina von mannanna og þeir
taka til óspilltra málanna. ...
Þessi mynd er prýðilega
skemmtileg, en engu að síður
verður maður fyrir töluveröum
vonbrigöum, að ekki skuli hafa
orðið úr þessu efni ennþá
magnaðri mynd, því að þama
eru til staðar fjölmargir frá-
bærir leikarar, sem allir standa
sig af stakri prýði.
Einhvern veginn er þaö þó
svo, aö myndin nær ekki til-
ætluðum áhrifum, og stendur
til dæmis langt að baki mynd-
inni „The Sands of Kalahari",
eftir Cy Endfield, en þá mynd
sýndi Háskólabíó fyrir nokkru.
Til gamans má geta þess, að
í „The Flight of the Phoenix"
leikur Dan Duryea eitt aðal-
hlutverkiö, en hann lézt nú fyr-
ir skömmu. Þarna leikur hann
trúaðan bókhaldara, hina mestu
rolu, en þetta hlutverk hans er
skemmtilega ólíkt þeim mörgu
skúrkum, sem hann lék á lit-
skrúðugum ferli sínum á hvíta
tjaldinu.
Þráinn Bertelsson skrifar kvikmyndagagnrýni:
iíi «*,*
1
I Feneyja-leyniskjölin
Bandarísk sakamálamynd —
íslenzkur texti.
Robert Vaughn
Borís Karloff
Sýnd kl. 5, 7 og 9.
Bönnuð börnum innan 16 ára.
HASKOLABIO
Innrásin frá Marz
Amerísk litmvnd eftir sam-
nofndri sögu H.G Wells. Aðal-
hlutverk. Gene Barry, Ann
Roblnsson. Endursýnd kl. 5,
7 og 9. — Bönnuö bömum.
NÝJA BÍÓ
Þegar Fönix flaug
íslenzkur texti.
James Stewart, Richard Atten-
borough, Peter Finch, Hardy
Kruger.
Bönnuð börnum yngri en 12
ára. — Sýnd kl. 5 og 9.
KÓPAVOGSBIÓ
Coplan FX-18
Sýnd kl. 5.15 og 9. — Bönnuð
bömum innan 16 ára.
Þar sem forráðamenn Kamm-
ermúsíkklúbbsins og þeir hljóð-
færaleikarar sem koma fram,
em ekkí bundnir fyrirmælum
kreddufullra arkitekta og dul-
arfullra „mælingarmanna", eins
og raun er á I Háskólabíói, má
vænta þess, að hér verði ekki
staðar numið með tilraunir til
að ná fram heppilegustu heyrð
hússins. í þessu tilfelli hefði
vafalaust verið betra að loka
salnum og setja stólana upp
við vegg í margföldum rööum
og láta kvartettinn sitja og spila
á því sviöi, sem hefði myndazt
í miðjunni.
Eftir hlé spiluðu þeir sjö-
menningar, strengjaieikarar og
blásarar, septett Beethovens.
Þetta verk er ein af perlum
kammertónlistarinnar, og þótt
það sé samið af Beethoven tii-
tölulega ungum, þá felur það
í sér marga anga stórbrotinna
tónsmíða frá seinni tímabilum
meistarans. Verk, sem er fullt
af fallegum og oft hnyttnum
stefjum og einkennist af leik-
gleði.
Leikgleðin eða ánægjan af að
spila þetta verk var greinileg
hjá flytjendum. Flutningurinn
var í einu orði sagt prýðiiegur.
Intonation blásaranna nánast
fullkomin, hljómur blásaranna
út af. fyrir sig og í samblandi við
strengina fyllilega í jafnvægi.
Sérstök ástæða finnst mér, að
öllum öðrum ólöstuðum, til að
minnast á hinn mjúka og af-
slappaða, en samt mettaða, tón
Gunnars á klarinettið, jafnvel
í hæstu legu hljóðfærisins. Ná-
kvæmni allra flytjenda i fraser-
ingu og dynamik var einkenn-
andi fyrir flutninginn.
Megum við fá að heyra meira
af slíku?
Ókunni gesturinn
★★
(Stranger in the House).
Stjórnandi: Pierre Rouve.
Framleiðandi: Dimitri de
Grunwald.
Áðalhlutverk: James Ma-
son, Geraldine Chap-
lin, Bobby Darín, Paul
Bertoya, Ian Ogilvy,
Bryan Stanyon o. fl.
Ensk, íslenzkur texti,
Háskólabíó.
Myndin er byggð á sögu eftir
hinn fræga sakamálahöfund,
Georges Simenon, sem reyndar
er belgískur en ekki franskur
eins og sagt er í prógraminu.
Eins og oft vill verða, þegar
bækur eru kvikmyndaöar, er
árangurinn ekki nema svipur
hjá sjón, þótt útkoman að þessu
sinni sé mjög sæmileg saka-
málamynd.
1 stuttu máli sagt fjallar
myndin um aldraðan lögfræð-
ing, sem hefur gefið upp starf
sitt, þegar eiginkonan yfirgaf
hann, og hann eyðir nú tíma
sínum við viskídrykkju og bók-
lestur. Hann á uppkomna dótt-
ur, sem býr hjá honum, en
hann hefur lítil afskipti af
henni eða íélögum hennar. Nú
vill svo til, að fleiri búa í hús-
inu heldur en þau tvö, þvi að
dóttirin leynir þar strokumanni,
sem hún og félagar hennar hafa
hjálpað til að strjúka af skipi.
Nótt eina er þessi ókunni gestur
myrtur. Unnusti ungu stúlkunn-
ar er handtekinn fyrir morðið,
og naumast verður annað séð,
heldur en hann verði sekur
fundinn — en þá tekur gamli
lögfræðingurinn við vöminni...
Eins og í flestum verkum frá
hendi Simenons er þama lögð
meiri áherzla á persónusköpun,
innbyrðis afstöðu persónanna og
sálræna undirstrauma heldur en
ytri atburðarás. Aðalleikarinn
James Mason sýnir afburðaleik,
og sömuleiðis uppgjafadægur-
Iagasöngvarinn Bobby Darin,
sem greinilega er kominn á rétta
hillu. Aðrir leikendur, þar á
meðal sú fræga Geraldine
Chaplin, eru í lakara meðallagi.
Stjómandi myndarinnar er
Pierre Rouve, og honum tekst
aldrei að ná þeirri atmosferu,
sem Simenon er snillingur i að
skapa. Litskrúðug og illa gerö
leiktjöld eru að minnsta kosti
ekki rétta aðferðin til þess.
I
Þegar á heildina er litið er
þarna um að ræða sæmilega
sakamálamynd.
í
)J
mm
iis;
ÞJÓDLEIKHÚSIÐ
PLT TILA OG MATTI fimmtu-
dag kl. 20
Aðgöngumiðasalan opin frá kl.
13.15 til 20. Simi 1-1200
Munið jólagjafakort Þjóðleik-
hússins.
[REYKJAyÍKD^
MAÐUR OG KONA I kvöld,
síðasta sýning fyrir jól.
Aðgöngumiöasalan i Iðnó ei
opin frá kl 14 Simi 13191
Bezt að auglýsa í VISI
æzmsa