Vísir - 23.12.1968, Blaðsíða 1

Vísir - 23.12.1968, Blaðsíða 1
VISIR Mám/dagur 23. desember 1968 7 BLAÐ II P. V. G. Kolka: Jólahugleiðin J^angir skuggar-----skammir dagar---------dimm nótt. Fólk í svefni------dreym- andi börn-------drengur, sem þaö átti fyrir að liggja aó veröa afi minn---- lítil stúlka, sem varð langamma þín, lesandi góður. Frammi í eldhúsi er byrgð undir felhellunni sú glóð, sem kveikt er af ljós og eldur næsta dags----arineidurinn, arfur þúsund kynslóða frá fjarlægri steinöld. Deyi hann, verður jafnvel að brjótast gegnum stórhríð og ófærð til næsta bæjar, sækja þangað lótorfu og reyna að halda lifandi glóðinni i henni, þar til komiö er heim. Ein öld er liðin----eitt örlagaríkt skref á ferli kynslóðanna. Ein öld----- J og nú þarf ekki annaö en að drepa fingri á rafmagnsrofa til þess aö borgin verði j eitt ljóshaf. En það þarf heldur ekki nema eina vetnissprengju til þess að þurrka : út í skjótri svipan allt ljós hennar og líf----binda endi á gleði, sorg og glæpi Imilljón fbúa hennar. Ein öld er liðin og allt er orðiö breytt-hiö ytra. Grunnbjarg efnisins, sem t vísindin reistu á lífsskoðun sína i upphafi þessarar aldar. er oröið að kviksandi, j þar sem eitt frumefni breytist I annað eöa leysist upp í öreindir og orkufyrirbæri. j Sjálfur sjóndeildarhringurinn er horfinn — — sprungin í ótal agnir föst kristals- j hvelfing stjömuhiminsins, þar sem Guö sat á gulistóid og hlýddi á bænir jaröarbarna f lágreistum sveitabæ. Ein öld er liöin og ekkert er oröið breytt-hið innra. Frumþarfir mannsins, andlegar og líkamlegar, eru þær sömu, hvort sem hann klæöist héimatilbúnum vað- málsfötum eða fatnaði úr nýjustu gerviefnum. Þekkingin hefur opnaö mannshug- anum mistraða útsýn til ómælisvídda himingeimsins og leyndardóma örsmæöar- innar, en enn verður hver einstaklingur eftir sem áöur að heyja glímu við örlög sín og ráögátur lífs sfns innan þröngra takmarka tíma og rúms. Enn þráum við -----fótsár á göngu um grýttar leiöir-----hvíld, frið og svölun við uppsprettu allrar orku og alls Iífs--Guð. Og þótt mynd hans virðist hafa færzt fjær við þá breyttu heimsmynd, sem sýnir smæö okkar, þá trúum við kristnir menn, að hann hafi birzt okkur innan þröngra takmarka tíma og rúms------birzt okkur í smæö mannlegs líkama Hans, sem jólin eru helguö og boðaöi okkur af lifandi vörum.kær- Ieika og hjálpræðistilgang hins eilífa og ósýnilega Guðs. Því heyrum við, staddir á landamærum þess eilífa og þess árbundna------þess óendanlega og afmarkaöa -----þess yfirskilvitlega og þess skynjanlega —; — enn í dag óminn af lofsömg englanna og aldanna: YÐUR ER í DAG FRELSARI FÆDDUR.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.