Vísir - 23.12.1968, Blaðsíða 11

Vísir - 23.12.1968, Blaðsíða 11
VlSIR . KIRKIAN OCIt TIMAMOT í kirkjusögu Vestur-ísSendinga I haust hefur svohljóð- andi messuboö staöað á bakslð orint £ Lögbergi-Heimskrmglu frá Fyrstu lútersku kirkju 1 Wlnnipeg: Enskar guðsþjónust- «r á hverjum sunnudegi kL 9.45 og kL 11 árdegis. — Tvær ensk ar, engin islenzk. Eflaust hafa fáir hér heima veitt þessu eftirtekt. Mönnum ' hafa ekki þótt þetta vera nein stórtiðindi, vitað sem var, að þetta hlaut að koma — svona mundi þetta fara — fslenzkan — jafnt innan kirkju sem utan — mundi drukkna í enskunnar sterka og stóra flaumi í Canada og U.Sjá. Við þessu verður ekki gert. En þó er sjálfsagt að minn ast þessara endaloka fslenzku guðsþjónustunnar i Winnipeg — svo merkur og sterkur þáttur hefur hún verið I viðhaldi timgu og þjóðemis meðal þjóðarbrots ins vestra. Þessi tímamót urðu 1 guðs- þjónustuhaldi landanna vestra, er sr. Valdimar Eylands lét af embætti við Fyrstu lútersku kirkjuna í haust Voru þau Ey- landshjón kvödd með virktum og virðingu að loknum tveim messum I þéttsetinni kirkju þ. 22. september. Er ýtarlega sagt frá þessum kveðjufagnaði í Lög- bergi-Heimskringlu þ. 26. sept- emher sL stuðzt við þá frá- sögn f þessari grein. Kemur skýlaust í Ijós hve víðtækra vin sælda prestshjónin hafa notið I söfnuðinum, þau 30 ár, sem sr. Valdimar hefur þjónað honum og hve hugheilar þakkir og ein- lægar blessunaróskir fylgja þeim hjónum er hann lætur nú af embætti. ✓ Ræðuhöld og söngur fóru fram í kirkjunni en kaffi- drykkja í Safnaðarheimilinu. Hófinu stjómaði forseti safn- aðarins, Leifur J. Hallgríms- son. Bauð hann gesti velkomna og minntist þess af hvílíkum skörungsskap og skyldurækni sr. Valdimar hefði staðið I stöðu sinni. Tilkynnti hann, að stjóm safnaðarins hefði kjörið sr. Valdimar heiðursprest Fyrstu lútersku kirkju. Að lokinni ræðu hann flutti eftirmaður sr. Valdi mars, Rev. John V. Arvidsen, bæn, en því næst var sunginn sálmur. Fyrsta lúterska kirkja tilheyr ir American Lutheran Church. Forseti þeirrar kirkju, dr. Otto A. Olson jr., var mættur í hóf- inu. Ámaði hann söfnuöinum og sr. Valdimar allra heilla og blessunar og fór miklum við- urkenningarorðum um hann sem prest og prédikara. Fjöl- margar ræður voru fluttar, sem of langt yrði að rekja hér. Grétar Eggertsson fyrrv. for maður safnaöarins hélt eina af aðalræðunum og er hún birt í Lögbergi-Heimskringlu. Hann minntist prestanna sem starfað hafa við kirkjuna, Jóns Bjama- sonar og Bjöms B. Jónssonar, svo og Eirlks Brynjólfssonar á Útskálum, sem hafði brauða- skipti viö sr. Valdimar árið 1947—48. Grettir sagði I ræðu sinni, að allt frá fyrstu tið hafi kirkjan verið miðstöð íslenzkra menningarerfða vestra og þar hafi sr. Valdimar verið I farar- broddi f flestum samtökura. öll um Islendingum f Winnipeg hafi kirkjan jafnan verið þeirra andlega heimili, presturinn holl ur vinur, þátttakandi f gleði þeirra og sorgum. Hann minnt- ist ýtarlegs starfs sr. Valdimars fyrir söfnuðinn f 30 ár og fór um hann mörgum viðurkenning arorðum, drap á Islandsferðir hans þegar hann var fulltrúi Vestur-Islendinga við hátíðleg tækifæri hér heima, einnig þess þegar fyrirmenn fslenzkir heim sóttu dótturkirkjuna vestra og þeir vom við guðsþjónustur sr. Valdimars og boðnir velkomnir af honum með virðingu og hlý- leik. Það eru mínnisstæðar stundir. Milli þess, sem ræður og á- vörp voru flutt, var bæði ein- söngur og kórsöngur. Meöal ræðumanna voru fulltrúar þeirra hópa, sem sr. Valdimar hafði skírt, fermt og gift. Mæltu þeír til hans þakkarorðum. Er þess getiö f frásögn blaðsins, að séra Valdimar, auk þess að semja og undirbúa hinar vönd- uðu stólræður sínar og messa þrisvar á sunnudögum, ennfrem ur á hátfðum, hefur í kirkju sinni á sfðastliðnum 30 árum skírt 1320 böm, fermt 841 ungmenni, og gefið saman 1158 hjón og jarðsungið 1202 manns. Hinar hjartnæmu ræð- ur, sem hann hefur flutt áv sorgarstundum hafa veitt syrgj endum huggun og styrk og margar eru ferðimar, sem hann hefur gert sér að sjúkrabeðum sóknarbama sinna og til þeirra er sorgin hefur lamað. Sr. Valdimar hefur verið hrókur alls fagnaðar á gleði- stundum. „Hinar skemmtilegu ræður hans og hnyttilegu smá- sögur, hafa vakið hlátur og gleði og em rómaöar fyrir orðsnilld." I hófinu minntist Mrs. Lincoln Johnson frú Eylands sérstak- lega, en til hennar beindu raun- ar allir ræðumenn þakkarorð- um. Þótt hún hafi átt við van- heilsu að stríða hin sfðari ár, vissu menn að hún, þessi vel menntaða gáfukona, var jafnan stoð og stytta manni sínum f hans ábyrgðarmikla og erfiða starfi. Það jók á ánægjuna f þessum minnsstæða fagnaði, að viðstödd vom öll böm prests- hjónanna, þau Jón Valdimar læknir í Norður-Dakota, Dolores húsfr. f Montreal, Elín húsfr. á Gimli og Lilja húsfr. f Péter- borough. Eylands-hjónin hafa átt að fagna miklu bamaláni því öll em böra þeirra vel gef- in, menntuð og mannvænleg. Minningargjafir yora þeim prestshjónunum færðar frá söfnuðinum. Sr. Valdimar fékk klukku „svo stóra og mikla, að tveir menn áttu fullt f fangi með aö bera hana inn á sviðiö," en vitað var, að sr. Valdimar hefur frá bamsaldri haft mikiö dálæti á klukkum. Frú Eylands hlaut að gjöf forkunnarfagran mink-cape, „er myndi minna hana á þá hlýju, er söfnuðurinn ber til hennar" 1 tilefni af þessum tfmamót- um f lifi sr. Valdimars, sendi biskupinn yfir Islandj skraut- ritað ávarp þar sem hann vott- aði þeim hjónum „þakkir og virðingu móðurkirkjunnar á Is- landi“. Er þar tekið fram, að „það hefði verið þjóð hans og kirkju heiður og styrkur að vita hann í þvf sæti, sem hann hef- ur skipað. Islenzka þjóðin tek- ur undir þakkir yðar, kæm vin- ir í Fyrstu lútersku kirkju. Við biðjum Guð að blessa sr. Valdimar Eylands og fjölskyldu hans og vaka f náö yfir ávöxt- unum af starfi hans meðal yðar og kirkju vorri.“ Sr. Valdimar Eylands yfirgaf föðurland sitt strax að loknu stúdentsprófi árið 1923. Hann mun ekkj hafa heimsótt ísland aftur fyrr en við brauðaskiptin árið 1947 er hann bjó eitt ár á Útskálum. Sfðan hafa þau hjón komið hingað endrum og eins og ávallt verið kærkomnir gest- Frú Lilja og séra Valdimar Eylands ir. Sfðast í sumar vom þau hér á ferð ásamt mörgum löndum að vestan. Við sem hlustuöum á hinn djarfmannlega, kristna boðskap í skörulegum ræðum hans við guðsþjónustur í Skál- holti og í Dómkirkjunni, þökk- um Guðj fyrir slíkan boðbera fagnaðarerindisins og biðjum hann að gefa þjóö okkar sem flesta slíka. Og nú þegar sr. Valdimar hefur dregið sig í hlé eftir þessi mörgu og annamiklu starfsár, biðjum við honum blessunar Guðs, „sem oss hefur frelsað og kallaö heilagri köllun, ekki eftir verkum vorum, heldur eft- ir eigin fyrirhugun og náð, sem oss var gefin fyrir Krist Jesúm frá eilífum timum." G. Br. lérí Éins og undanfarin ár 1 * \ bjóðum við okkar vinsæiu fóðurblöndur Verð pr. 45 kg. prot. Kúafóðurblanda 375,50 15% Saufifjárblanda 380,00 15% Varpmjöl (heilfóður) 371,00 14% Varpmjöl (heilfóður) 381,00 19% Ungafóður (fyrir 1-2 mán.) 410,00 16% Ungafóður (fyrir 2-4 mán.) 391,00 14% Grísa-gyltufóður 382,00 14% Reiðhestablanda 380,00 10% Fóðurblöndur okkar eru framleiddar úr ný- möluðum amerískum maís og öðru 1. flokks hráefnL Við bjóðum einnig upp á brezkar gæðafóðurvörur frá stærsta fóður- framleiðanda í Evrópu, The British Oil & Cake Mills í Bretlandi. Verð pr. 25 kg. prot. Kúafóður 207,00 14% Kúafóður 220,00 16% Sauðfjárblanda 255,00 15% Gyitufóður 255,00 15% Grísafóður 255,00 15% Ungkáifafóður 635,00 20% Kálfaeldisfóður 278,00 16% Varpfóður 266,00 16% Reiðhestablanda 275,00 12% BOCM Allar B.O.C.M.-vörurnar era fáan- legar kögglaðar eöa í mjölformi og framleiddar af brezkri nákvæmni og niðurstöðum rannsókna á 5 til- raunabúum, sem B.O.C.M. rekur í Bretlandi. Aðeins bað bezta er nógu gott fyrir íslenzkan landbúnað. Athugið, að þetta séu vörumerkin á fóðurvörunum, sem þér kaupið. FÓ0URBLANDAN HF. Grandavegi 42 — Sími 24360

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.