Alþýðublaðið - 19.01.1966, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 19.01.1966, Blaðsíða 4
aitstjórai: Gylfi Gröndal (áb.) og Benedikt Gröndal. - Ritstjórnarfull- trúl: Eiöur Guönason. — Símar: 14900 - 14903 — Auglýsingasími: 14906. ASsetur: Alþýöuhúslð viS Hverfisgötu, Reykjavik. — Prentsmiðja Alþýðu- blacslns, — Askriftargjald kr. 80.00. — I iausasölu kr. 6.00 eintakið. Cfgefandl: Aiþýöuflokkurinn. VEXTIRNIR VAXTAHÆKKUN Seðlahjankains um áramót hefur að sjálfsögðu ekki valdið gleði meðal þeirra, sem lán taka. Hitt er annað mál, hvort unnt var að komast hjá þessari hækkun eins og aðstæður eru. iUm það ræddi Gylfi Þ- Gíslason í grein hér í blað- inu fyrir nokkrum dögum. Hann sagði: „Með hliðsjón af fjármagnsfátækt íslands og •þó einkiun af því, að hér hefur verið verðbólga allar .götur síðan á stríðsárunum, væri í sjálfu sér ekki óeðlilegt, að miklu imeiri munur væri á vöxtum hér Og í nálægum löndum en á sér stað. Eftir vaxtahækk- unina nú um áramótin eru víxilvextir hér 9—10%. í Danmörku eru hliðstæðir víxilvextir 7—8%%, í Svíþjóð, sem er lang fjármagnsauðugast land á iNorðurlöridum, eru víxilvextir 6%—7%, í Bretlandi eru þeir 7—7y2% og í Vestur-Þýzkalandi 8¥2%. Fyrir vaxtahækkunina um áramótin má því segja, að enginn teljandi munur hafi verið á víxilvöxtiun jhjér á landi og í nálægum löndum, og nú þegar gripið ;Cr til vaxtaliækkunar' um sinn til þess að vinna gegn augljósri ofþenslu, eru vextirnir þó ekki tnema 1—2V2-% hærri en þeir gerast í flestum nálægum ilöndum. Raunverulegir vextir af skuldabréfum til húsnæðislána í Danmörku voru síðastliðin áramót Z),82%, en það eru næstum 2% hærri vextir en igreiddir eru af lánum Húsnæðismálastjórnar hér. í Danmörku eru að vísu til lægri vextir af húsnæðis lánum, en þeir gilda þá um takmarkaðar lánsfjár- ihæðir, sem mjög strangar reglur eru um.“ LÍTILL SÓMI í FYRRAVOR gaf ríkisstjórnin skýrslu um alúmínmálið, eins og það stóð þá. Síðan hefur það breyizt verulega í meðförum, og hafa viðræður stað- ið yfir fram á síðustu daga. Enn er ekki búið að ;ganga frá málskjölum eða leggja þau fyrir í heild, eins og gert verður innan skamms. Af þessu dregur Þjóðviljinn þá ályktun í leiðara, að enn sé „vitneskja .almennings um málavexti ákaflega fátækleg og ein- -hliða.” Má þetta til sanns vegar færa, því ekki er unnt að leggja málið fyrir þjóðina í heild, fyrr en að- draganda þess er lokið. í sama eintaki Þjóðviljans er þó birt ályktun, sem fundur áhrifamanna í Þingeyjarsýslu hefur gert ,um málið. Virðast Þingeyingar ekki þurfa upplýs- ingar um málið, ekki sjá ástæðu til að bíða eftir skýrslu ríkisstj órnarinnar eða hlýða á rök með og móti. Nei, Þingeyingar hika ekki við að gera ályktun, sem er lítið nema uppsuða úr Tímanum. I sannleika sagt er þessi málsmeðferð Þingey- iúga þeim til lítils sóma. Þ.eir ættu að temja sér að afla upplýsinga og hlýða á rök allra aðila í slíku máli, áður en þeir hlaujpa til og gera ályktanir eftir pöntun frá flokksskrifstofu í Reykjavík. 41 19. Janúar 1966 - ALÞÝÐUBLAÐIÐ Híaleitishverfið er eitt af hinum nýju hverfum Reykjavíkur þar sem raðir af íjölbýlishúsum gnæfa við hnnin. Myndin er tekin úr lofti í gærdag. — Mynd: JV. Gerum hreint í Reykjavík! BORGIR OG BÆIR, sem byggj ast meS miklum liraða og á til tölulega skömmum tíma, hafa ann að útlit en sfaðir, sem byggjast á löngum <íma. Segja má, að Reykjavík byggist af geysimiklum hraða og er því ekki að undra, þó að ýmislegt fari afskeiðis um útlit og umgang í borginni. Ég á hér ekki við arkitektúr borg- larinnar. Hann er allt annað mál og umdeilanlegra, því að í slíkum efnum sýnist sitt hverjum og erf itt að sameina sjónarmiðin. HITT ERU VÍST flestir sammála um, að umgengni þurfi ekki að verg eins liörmuleg og raun ber vitni og þó margt gert af hálfu Iieil brigðiseftirlitsins og annarra yfir valda til þess að brýna fyrir borg urunum að ganga vel um. Ég man það, að eitt af því fyrsta sem ég skrifaði um í þessa pictla mína, fyrir -tæpum þrjátíu árum, var umgengnin í borginni, þrifnaður og útlit. Og þessu hef ég sannar lega .lialdið áfram öll þessi ár. en að fólki sé sárt um þetta fram á vor. Það tekur ekki til höndun um og rakar þessu saman :• eitt horn garðs síns fyrr en i apríl eða maí, hvað þá að það komi þessu burt. ÞAÐ ER EF TIL VILL ekki um það að fást, þó að spýtnarusl og ýmiskonar annað drasl sé þar sem unnið er að byggingum. En óneit anlega finnst manni það alger- óþarfi þegar sama draslið er látið liggja á slíkum stöðum árum sam an. ÉG HEF ÁÐ.UR minnzt á það, að það er sjálfsagt að sgtja byggj endum eitthvert tímatakmark um byggingar. Það er, að þeir skuli Ijúka utanhússaðgerðum og lóðar frágangi fyrir ákveðinn tíma. Þetta er ekki gert. Og er hægt að benda á fjölda dæma um það. AÐ LOKUM verð ég einu sinni enn að minna á „ruslakistu Reykja v:kur“. Nýlega ók ég upp Fischer sund og þar í grennd. Þarna er enn sama ófremdarástandið, aflóga kof ar, brotnir gluggar, opnar hurð ir skakkar á hjörum, kolryðguð port, full af allskonar skrani. Hvað á þetta að ganga lengi? Hvers vegna er þessu ekki rýmt burt og syæðin tekin undir bifreiða stæði meðan beðið er eftir bygg ingum samkvæmt skipulagi? FRAMAR ÖLLU ÖÐRU: Hreins ið lóðir ykkar betur en þið ger ið. Hannes á liorninu. 30% leyfisgjald sett á jeppabila ÞF.OAR ÉG.TÍt vfir farinn veg, f’nnst mér mikið hafa áunnizt. Ég man tiT dæmis .©ftir bví. að bað yar ekki óaleengt að bor- inn værf mannacaur á tún og bað hótti pkld vel gert. að skrifa um be.tt.a. ÞaA tnkst að útrýma be«« nm vandræðiim úr borginni og engnm de.ttur nú í hug. að koma beí.m s>ð á aftur. Þá var varla bmgt ta7a um nokkr’ triáraokt r Ttevkíavík — en bar hefur nú miki« finnnizt. Yfirleitt hefur sótt í rétta átt. HTvq VEGAR er iangt frá bví. að vel sé. Sérstaklega er bað at hyglisyert hversu ócýnt fólki er um að hreinsa garða sína á vetr um. Þarna ægir öllu saman, spýtna rusli, bréfum og blöðum. morkn1 um gróðri og þar fram eftir göt i unum. Það er ekki annað að sjá I Frá því hefur verið skýrt af hálfu fjármálaráðuneytisins, að hér eftir verði lagt 30% leyfis- gjald á innfluttar jeppabifreiðir, sem til þessa hafa flokkast sem landbúnaðartæki og því ekkert leyf isgjald verið lagt á þær. Leyfis- gjaldið er lagt á fob-verð bíla, og er leyfisgjald af fólksbílum um þessar mundir 125%-. Kunnara er en frá þurfi að segja að jeppainnflutningur hefur auk- izt gífurlega undanfarin nokkur ár og er fyrir löngu af sú tíð, er bændur einir keyptu jeppa og að- eins fáeinir sérvitringar í bæjum óku í þessum farartækjum. Nú eru jeppar áreiðanlega fleiri í þétt býli en dreifbýli, en forsenda þess að þeir voru undarþegnir leyfis gjaldi var sú, að þeir væru land- búnaðartæki, notuð til landbúnað- arstarfa. Þessi breyting tekur strax gildi, nema livað þeir, sem pantað hafa sér jeppabíla og fengið hafa pönt unina staðfesta fá bílana á sama verði og þeir voru þegar pöntunin var gerð enda þótt þeir séu ekki komnir til landsins. Því mó bæta hér við að hinn mikli innflutningur Bronco-jepp- anna hefur vafalaust átt nokkurp þátt í að þessj ákvörðun var tek in. Ákvörður, fjármálaráðuneytis- ins mun að sögn hækka verð jeppa frá 20—50 þús. kr. eftir því hvaða tegund er um að ræða.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.