Alþýðublaðið - 19.01.1966, Side 16

Alþýðublaðið - 19.01.1966, Side 16
Fæðingarhríðir, meltingar- truflanir — dauðastríð. Það eru einkennin á samtökum og áformum komma, sósíalista og svokallaðra „ístöðulitilla vinstri manna” um þessar mundir. Það virðist ganga •veikustu vonum ver að spyrða 'þessa hópa í eitt og sama knippið .... Vísir Aldrei á minni löngu, storma sömu og broguðu ævi hef ég fyrirhitt neinn mann, sem ekki er á stundinni reiðubú- inn til að varpa á sitt breiða bak ógæfu og byrði — ANN ARRA .... Nú.er kallinn ekki viðmæl- andi lengur. Hann lokar að sér og reiknar og reikn- ar. Það er víst skrattans skatt urinn sem gerir. Á meðan fæ ég ekki svo mikið sem eina spíru út úr honum og þykir það helvíti hart .... SVO bar eigi við alls fyrir löngu, að þeir áttu leið austur fyrir fjall, Ingólfur Jónsson land- búnaðarráðherra og Eysteinn Jónsson, formaður Framsóknar- flokksins. Ekki fóru þeir saman í bil, en hvor í sínum og óku sjálfir. Nú vildi svo til að leiðir þeirra lágu mjög saman. Þeir óku Þrengsli og ráðherrann heldur á undan. En skarpar sjónir sam- göngumálaráðlierrans rákust á hvarf, eða holu nokkra í veginum, sem hann vissi ekki til að ætti að vera á þeim stað. Auðvitað hefur samgöngumálaráðherra glögga yfirsýn yfir öll hvörf og hoiur í vegakerfi landsins. Hann stanzar því bílinn og vill huga nánar að. Þá ekur E.vsteinn aftan á ráð- herrann. Að fornu hefðu menn brugðið vopnum sínum og sá legið eftir, er lægri hlut bar í viðureign- inni, en þeir ræddu málið að liætti þingvanra manna. Vildu báðir sök hins sem mesta í mál- inu. Eysteinn finnur þó, að sam- kvæmt umferðalögum, stendur hann höllum fæti og að hætti fornmanna fól hann Ingólfi. sjálf- dæmi. Ingólfur strýkur höku sína hugsi nokkra stund og segir síð- an: — Fyrir bíl minn geri ég eitt hestsverð og það áskil ég í ofan- álag, að þegar við eigum næst erindi samtímis austur yfir fjall, að þú farir þá hina leiðina! Má af þessu Ijóst vera, að enn býr talsvert mannvit þar eystra, þó að Njáll sé nú löngu allur. Mér dettur í liug, þegar ég les um framkomu sumra borgara við friðsama dyraverði vínveitinga- húsa, hvort það sé rétt aðferð, sálfræðilega, að taka þessa menn höndum og láta ganga yfir þeim dóm. Við skulum hafa það í huga, að menn, sem taka rösklega til hendinni, geta verið til margra hluta brúklegir og það sannar eftirfarandi saga: í kaupstað einn ónafngreind- an, fluttist áflogaseggur úr kaup- túni einu ónafngreindu. Bar snemma á því, þegar maðurinn var við öl og mannfagnaður í samkomuhúsi bæjarins, að liann tók sér fyrir liendur að ryðja salinn eins og liann vildi sitja einn að veitingum og skemmtan allri. Þá var ekki nema einn lög- regluþjónn í bænum, hjartveikur, en hafði verið hin mesta kempa á yngri árum. Ekki vildi hann etja kapp við ofstopamanninn og fór svona fram um nokkra hríð. Kom þeim fógeta og lögréglu- þjóni saman um að skemmtana- málum staðarins væri stefnt í ó- efni, ef manni þessum héldist uppi háttur sá. Eftir nokkrar vangaveltur duttu þeir ofan á lausn, sem líklegá hefur verið álíka sálfræðilega rétt og hún var lagalega ótæk. Þeir skikkuðu ofstopamanninn í stöðu annars lögregluþjóns. Síðan hafa skemmtanir farið fram með mikilli prýði í kaup- staðnum og er á orði haft, hvað snöggur fyrrgreindur lögreglu- þjónn er að fjarlægja óróaseggi úr salnum. Er þessu komið á framfæri til umhugsunar fyrir rétta aðila. _ QMé- 1 \ ""V ^ Við áttum skemmtilegan dag í dýragarðinum. Við sáum selina, ljónín, og apakettina. * • . — Ég er ekkert að setja út á þá, en ég er nú ekki viss um, að ég kærði mig um að fá þá fyrir tengdasyni.....

x

Alþýðublaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.