Alþýðublaðið - 22.01.1966, Blaðsíða 16

Alþýðublaðið - 22.01.1966, Blaðsíða 16
 í gær sagðist keriingin 5 I hafa öruggar lieimildir fvrir því a3 mér bæri ekylda til s að hoppa þrisvar kringum húskofann okkar með löpp ina í annarri nærbuxna skálminni, en berrassaður að öðru leyti Ég sagði henni j hins vegar að ef hún væri orðin svona þurfandi fyrir ‘ | ærlegt aðhlátursefni, skyldi ; hún bara hregða sér :• Tóna bíó. Svaka var gæinn klár sem skilgreindi hrygginn í nátt úrufræðitíma svona: Hrygg urinn er beinaröð, sem byrj ar þar sem hausinn er, en endar þar sem þú situr. . . EKKI var fyrr farið að draga úr auglýsingum Gjaldheimtunnar og bæjargjaldkera víða um land um áramótin, en framtalseyðublöð hellast yfir hrjáða skattgreiðendur og enn dynja yfir auglýsingar frá hinu opinbera sem allar enda jafn elskulega. Ef ekki er hótað lögtök um fyrir vangoldnum sköttum er Iætt inn í auglýtíingarnar ein •hverjum öðrum hegningarsektum Á skattaframtölunum og í auglýs ingum þar sem skattaframtölin eru heimtuð fyrip 1. febrúar er bent á að viðurlög við vanrækslu í þessu efni séu allt að 25% tekju og eignahækkun, sé framtölum ekki skilað fyrir lögboðinn eða umsam inn frest. Flestir skattgreiðendur hafa vit á að láta lögfræðing eða löggilta endurskoðendur gera fram töl sín trúverðuglega úr garði, enda stórhættulegt fyrir Pétur og Pál að vera sjálfir að bögglast við slíkt. Sá kostur fylgir h’ka að þá þarf framteljandinn ekki sjálfur að setja drengskap sinn að veði. en á hverri framtalsskýrslu verður framteljandinn að votta, að við lögðum drengskap, að skýrsla þessi sé gefin eftir beztu vitund Láti hann einhvem annan gera skýrsluna þarf viðkomandi ekki að vita vitund um hvort sá sem semur liana beitír klækjum eða ekki. Eins og allir vita eru skattafram tölin einhver flóknustu plögg sem um getur og er ekki að vita hvort þau eru þannig úr garði gerð til að útvega lögfræðingum og endur skoðendum atvinnu, því ekki er á færi neins venjulegs manns að útfylla ósköpin svo vel fari, eða hvort þetta er klókleg ráðstöfun af skattayfirvöldunum til að flækja skattborgarana í eigin neti, og benda þeim síðan á að ekki sé mikið mark takandi á drengskap þeirra og refsa þeim með skatta hækkun og fyrir ómerkilegheitin. Auðvitað er skattaskýrslan höfð í fjölmörgum liðum og þeim síðan ruglað með að merkja þá ýmist með tölust. eða bókstöfum. í fyrsta lið sem telja á upp eignir eru hvorki meira né minna en ellefu undirliðir og mikið hljóta þeir að eiga sem geta útfyllt þá alla. Hins vegar eru skuldir aðeins í einum lið enda gengur víst mörgum bet ur að henda reiður á skuldum s:n um en eignum. Þá er tekjuliðurinn í fimmtán undirliðum og frádrátt ur í öðrum fimmtán. Síðan koma nokkrir liðir sem sjálfsagt eru flestu fólki framandi og illskiljan legir, sitthvað um inneignir í bönk um, verðbréf og stofnsjóðsinnistæð ur og á þetta allt að vera meira eða minna skattfrjálst og innan um allt þetta á að athuga að ef um er að ræða fasteignaveðlán, 'sljt •. neðar, umfram kr. 200,000,00 hjá einstaklingi, þá skerðist skattfrelsi eigna skv., A-lið, til jafns við það sem umfram er, að viðbættri upp- hæð allra annarra skulda( svona er nú þetta einfalt. í gær birtist í einu dagblað anna leiðbeiningar um framtöl og hugsaði nú baksíðusnillingur sér gott til glóðarinnar og komast að leyndardómum skattframtals, svo að ekki þurfi að eyða fé til útfyllingar skattskýrslunni í ár og telja fram sjálfur. En það fór ekki betur en svo að í leiðbein ingunum reyndust enn fleiri liðir og torskildari en í sjálfri skatta skýrslunni og þvi meira sem lesið var því ruglingslegri urðu leiðbein ingarnar og þegar lestri þeirra var lokið lofaði hann siálfum sé" að liann skyldi aldrei gera tilraun til að reyna að botna í skattfram tali en láta þess í stað Iöggildan framtalsmann ganga frá sinni skýrslu, að viðlögðum eigin dreng skap. — Eg hef gersamlega gleymt að spyrja þig á hverju þú eigin lega lifir.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.