Alþýðublaðið - 12.02.1966, Síða 4
RttetJArnr: Cylfi Gröndal (4b.) og Benedlkt Gröndal. — RlUtJ'ómarfull-
trúl: ffilBur GuBnaaon. — Slmar: 14900-14903 — Auglýslngaaíml: 1490«.
ABsetur AlþýBuhúalB vlÐ Hverflsgötu, Reykjavlk. — PrentsmlBja AlþýBu
blaBslna. — Aakrlftargjald kr. 95.00 — I lausasölu kr. 5.00 elntaklO-
Otgefandi AlþýBuflokkurlnfi.
Magnús og Luigi
SÚ VAR TÍÐIN, að kommúnistar drógu eftir
mætti dul á tengsl sín við hina alþjóðlegu komm-
únistahreyfingu og þóttust vera saklausir, íslenzkir
sveitadrengir en annað ekki. Var þeim sérlega annt
^um þetta í stjómartíð Stalíns í Savétríkjunum, þar
eð þeir bjuggust ekki við, að íslenzkt alþýðufólk
teldi æskilegt, að bóndinn í Kreml ætti útibú hér
uppi á Fróni.
Alþýðubandalagið er nú í upplausn og sjálfur
Sósíalistafio!kk)urinn margklofinn. Enginn veit,
hver stefna þessara flokksbrota raunverulega er.
Öðru hverju kemur þó fyrir, að fregnir berast sem
benda til þess, að hin gömlu tengsl út fyrir pollinn
hafi ekki rofnað, þótt ekki sé haft hátt um þau.
Síðasta dæmið er Rómarferð Magnúsar Kjartansson
ar. Hann fór til að sækja hið mikla flokksþing
ítalskra kommúnista, en þeir eru mestur kommún-
istaflokkur utan járntjalds í Evrópu.
Þing þetta var merkilegt. Reyndlust ítalskir
kommúnistar ekki á eitt sáttir um stefnumál. og
voru jafnvel leyfðar umræður á þinginu. Sýnt er,
að borgaralegur blær færist nú yfir Luigi Longo
: og flokk hans og hann er jafnvel sagður hættur
að skamma páfann.
Um þetta hefur mátt lesa í útlendum blöðum,
en miklu betra væri að heyra frásögn íslenzks sjón-
arvotts af þinginu. Er það ivarla til mikils mælzt,
því pennalatur er Magnús ekki og oft hefur hann
sagt frá ómerkári atburðum.
En hvað veldur því, að Magnús Kjartansson
sótti þing ítalskra kommúnista á laun? Af hverju
segir hann ekki frá þessu ferðalagi, tilgangi þess og
því, sem fyrir augun bar? Er enn ætlunin að fela
þau tengsl, sem að minnsta kosti hluti Sósi'alista-
flokksins hefur við kommúnistahreyfingu Evrópu?
Og fyrir hverjum er þörf að fela þessa staðreynd?
Sparnaður
MORGUNBLAÐIÐ birti í fyrradag dálitla hug
yekju um nauðsynleg og ónauðsynleg ríkisútgjöld.
! Áf hinum síðamefndu, sem ef til vill mætti draga
t|r, datt blaðinu aðeins eitt í hug: að minnka fjöl
skyldubætur.
Morgunblaðsmenn eiga þakkir skyldar fyrir að
hafa snúizt á sivteif með jafnaðarmönnum í fram-
kvæmd margra velferðarmála á síðustu árum. En
jaéssir sparnaðarþankar, sem byrja á fjölskyldu-
bótum, gefa til kynna, að hin nýja trú sé varla bú
in að festa rætur. Vonandi stendur það til bóta.
4 12. febrúar 1966 - ALÞÝÐUBLAÐIÐ
Alþýðuflokksfélag Reykjavíkur
AÐALFUNDUR
félagsins verður haldinn mánudaginn 14. febrúar kl. 8,30 s.d. í Iðnói
Dagskrá:
1. Venjuleg aðalfundarstörf.
2. Iðnaðurinn og innflutningsfrelsið: Björgvin Guðmundsson deild-
arstjóri. — Húsnæðismálin og unga fólkið: Sigurður Guðmunds-
son, skrifstofustjóri.
3. Önnur mál.
Stjórnin.
Verkamenn í einni fylkingu
VERKAMAÐUR SENDIR mér
eftirfarandi línur: „Nýlega er af
staðið' sextíu ára afmæli Dagsbrún
ar, félag's okkar verkamanna. Allt
fór myndarlega fram í sambandi
við þetta afmæli og þaff gladdi
mig mest, að nú kenndi í fyrsta
skipii annars tóns í ræðum forystu
mannanna. Það er eins og þeir
hafi loksins komizt að raun um
það. að örlög okkar eru ekki á-
kvörðuð annars staðar, ef við sjálf
ir erum í einni fylkingu í barátt
unni fyrir kjörum okkar.
EN ÞAÐ HÖFUM VIÐ ekki ver
ið undanfarna áratugi og hygg ég
að margUjrt maðurinn sé nú far
inn að sjá það, að við höfum ver
ið á hálfgerðu eyðihjarni öll þessi
mörgu ár. Það má vel vera, að
''lnnuvélar
tll leigru.
Leigjum út pússninga-steypn
úrærívélar og hjólbörur.
Rafknúnir grjót- og múrbamra
meff borum og fleygum.
Steinborvélar — Víbratorar
Vatnsdælur o. m.fl.
LEIGAN S.F.
Siml 23480.
K.F.UM
Kl. 10,30 f.h. Sunnudagaskól-
inn við Amtmannsstíg.
Kl. 10,30 f.'h. Bamasamkoma
Auðbreklku 50 Kópavogi.
Kl. 10,30 f.h. Drengjadeildin
við Langagerði 1.
Kl. 10.45 f.'h. Drengjadeildin
Kirkjuteigi 33.
Kl. 1.30 e.h. V.D. og Y.D. við
Amtmannsstíg.
Kl. 1,30 e.h. Drengjadeildin
við Holtaveg.
Kl. 8,30 e. h. Almenn sam-
koma í húsi félaganna við Amt
mannsstfg. Jóhannes Sigurðsson
talar. Biblíudagurinn. Gjöfum
til Biblíufélagsins veitt viðtaka.
Allir velkomnir.
margt sé ábótavant hjá báðum
verkalýðsflokkunum, en sannfærð
ur er ég um það, að ekkert bar á
millj sem réttlætti þá sundrungu
er sligað hefur samtökin öll þessi
ár.
ÉG TÓK SÉRSTAKLEGA eftir
því, að einn bezti forystumaður
Dagsbrúnar kvað fast að orði um
meginefni þeirra málefna okkar,
sem nú eru efst á baugi. Hann
sagði að sá tími væri liðinn, er
við gerðumst dráttarklárar fy>rir
aðrar stéttir, sem þróunin hefur
sýnt að við eigum ekki framar sam
leið með. Það á að verfl lilutverk
Dagsbrúnar að hugsa eingöngu um
þá lægst launuðu ,en binda sig
ekki fyrir vagn annarra.
ÉG HELD að atburðirnir i þrett
ánmannanefndinni, sem þú, Hann
es minn hefur minnzt nokkrum
sinnum á, að verði okkur lærdóms
ríkir. Vitanlega áttu fulltr. Hlífar
og Dagsbrúnar alls ekki að binda
okkur við samninga fvrir aðra. sem
ólíkra hagsmuna höfðu og hafa að
gæta. Þeir áttu strax að falla=t á
þiónannið Emils Jóhssonar, |að
hugsa fyrst um kaup og kiör hinna
lægst launuðu og ef samkomulag
í nefndinni valt á bví, hver af
■=t,aða yrði t.ekin í bessu máli. bá
át.tí að r.iúfa samkomulagið og
verkamannafélögin að fara sínar
eigin leiðir.
ÉG VILDI SENDA þér línu um
þetta. Ég beið eftir því að ein
hver úp okkar röðum segði eitt
hvað, en enginn hefur orðið til
þess. Það er rétt, sem þú segir,
að baráttan verður að hefjast að
nýju. Okkur verkamönnunum hef
ur veirið þrýst niður. Og ekki nóg
með það lieldur höfum við fyrst
verið látnir ryðja brautina fyrir
alla aðra og síðan höfum við verið
skildir eftin fju-ir neðan alla.
ÞESSU SKAL verða lokið. En
ekki verður baráttan hafin að nýju
nema breytt verði um stefnu frá
því sem verið hefur, og við sjálf
ir göngum fram í einni fylkingu.
Þakka þéin svo fyrir birtinguna.
Gúmmístígvél
Og
Kuldaskór
á alla fjölskyiduna.
Sendi 1 póstkröfu.
Skóverzlun og skóvinnu
stofa Sigurbjörns
Þorgeirssonar
Miðbæ VÍ0 Háaleitisbrant Rff-60
Sími 83980.
Plasthúðaðar
spónaplötur
lásamt kantlímingar-
plötum.
Einlitar
Viðareftir-
líkingar
í cldhússinnréttingar
í veggklæðningar
í húsgögn
NOTÍÐ EINGÖNG ÞAÐ BEZTA,
NOTIÐ WIRU-plast.
Páll Þorgeirsson & Co.
Sími: 1-64-12.