Alþýðublaðið - 12.02.1966, Blaðsíða 10

Alþýðublaðið - 12.02.1966, Blaðsíða 10
Fræðslufulltrúi Kópavogskaupstaður hefur í hyggju að ráða fræðslufulltrúa. — Nánari upplýsingar um starfið veitir undirritaður. Umsóknarfrestur er til 1. marz n.k. Kópavogi 10. febrúar 1966. Bæjarstjóri. SÖLUSKATTUR Drátt'arvextir falla á söluskatt fyrir 4. árs- fjórðung 1965, svo og nýálagðar hækkanir á söluskatti eldri tímabila, hafi gjöld þessi ekki verið greidd í síðasta lagi fyrir 15. þ.m. Dráttarvextimar eru 1 Vz % fyrir hvern byrj- aðan mánuð frá gjalddaga, sem var 15. j>an- úar s.L Eru því lægstu vextir 3% og verða innheimtir frá og með 16. þ.m. Hefst þá án frekari fyrirvara stöðvun at- vinnurekstrar þeirra, sem eigi hafa skil- að gjöldunum að kvöldi 15. þ.m. TOLLST J ÓRASKRIFSTOF AN Amarhvoli. | Skrifstofustúlkur Stúlkur óskast til vélritunarstarfa 1. marz. Umsóknir sendist mér fyrir 20. þ.m. Bæjarfógetinn í Hafnarfirði. 10 12. febrúar 1966 - ALÞÝÐUBLAÐIÐ DAGBLÖÐIN Framhald af 7. síðu. í myndarlegu upplagi, ef það ekki finnur náð fyrir augum þeirra, sem ráða hvar auglýsingamar eru settar. í Noregi hafa samtök blaðaút gefenda farið þess á leit við norsku rríkisstjórnina, að sérstök nefnd verði skipuð til að rann saka stöðu norsku dagblaðanna, og benda á úrrseði, sem gætu orð ið þeim til bjargar í fjárhagserf iðleikunum. Enn sem komið er virð ast Norðmenn því algjörlega mót fallnir, að þar verði farin sama leiðin og farin hefur verið í Sví þjóð. Frá Danmörku e.r enn sömu sög una að segja. Samtök blaðaútgef enda þar í landi hafa skipað sér- staka nefnd í þetta mál, og á það að vera hlutverk hennar að kanna allítarlega hag dönsku blaðanna og koma með úrbótatillögur. Erfið leikar dagblaðanna voru einnig ræddir fyrir rkömmu í danska þinginu, en þá var forsætisráð herra, Jens Otto Krag, að því spurður, hvort hann hefði í hyggju að fela sérstakri nefnd að kanna vandamá! dönsku dagblaðanna. Krag svaraði því til, að hann mundi bíða og sjá hverjar yrðu til lögur nefndarinnar, sem útgefend ur nú hafa komið á laggirnar. Það upplýstist ennfremur í þess um umræðum : danska þinginu, að síðan árið 1945 hefur dagblöðum í Danmörku fækkað um um það bil helming. í Danmörku eru nú alls gefin út 76 dagblöð. Ef við einskorðum okkur nú ekki við Norðurlöndin heldur för um alla leið til Bandaríkjanna má enn sjá merki sömu þróunar. Þar hefur blöðum mörg undanfarin ár fækkað stórlega. Be.n þó að geta þess í þessu sambandi, að þar er það óþekkt fyrirbrigði, að blöð séu gefin út af stjórnmálaflokkum eins og hér tíðkast, heldur móta blöðin þar gjama afstöðu sína til hvers máls hverju sinni ,og gera það upp við sig í hverju einstöku tilfelli hverjum þau ljá stuðning. En þótt þar séu engin flokksblöð hefur blöðum þar tekizt að deyja og það mörgum blöðum. Fréttir berast stöðugt af blaðadauða vest f.n hafs m algengt er að blöð ,þar sameinist. Það sem var þriggja blaða borg : gær, er tveggja blaða borg í dag og eins blaðs borg á morgun. Það er pð vísu ástæða hér til að vekia afhve)i á s«rf+akri þró un. sem átt hefur sér stað í Banda ríkjunum og nú er allmjög farið að gæta, en það er tilkoma hinna svokölluðu útborgablaða, eða sub urban, newsrJaners. Þau blöð birta aðeins staðbundnar fréttir, en láta stólrba| garblöðin um heimjsfréftt irnar. Þessi blöð birta líka nær eingöngu staðbundnar aug lýsingar, og eru þannig ekki í beinni samkeppni við stórborgarblöðin eða sjónvarpið um vörumerkjaauglýsingar þessi útborganblöð, eins og til dæmis Newsday á Long Island virðast eiga mikla framtíð fyrir fér og er*u. yfirleitt á uppleið, en það er önnur saga, og þesisi þróun snertir okkur lítið eða alís ekki. Nú skulum við snúa okkur aft ur hingað heim. Liklega hefur verið ritað mest um það í Alþýðublaðinu hvort ríkisstyrkja ætti íslenzku dagblöð in. Blaðið hefur þó ekki tekið beina afstöðu til þess hvað gera ætti, en þar hefur verið bent á ýmsar af leiðum sem fara mætti, og þar hefur verið lögð áherzla á, að hér sé um mikið vandamál að ræða. Þar hefur ekki verið sagt að fara ætti hina eða þessa leið ina, enda slíkt alls ekki tíma- bært. Þær leiðir, eða sambland þeirra leiða sem þar var getið munu líklega koma til athugunar við nánari iskoðun þessa máls. En það hefur ekki aðeins verið um þetta ritað í Alþýðublaðinu, heldur hefur einnig verið að því vikið í hinum dagblöðunum, og at hyglisvert þótti mér að sjá um daginn grein í Vísi, sem eigna má ,rdtstjóra blaðsins. en þar sagði á þes~a leið. Greinin birtist 24 janúar sl. ,,Á það hefur verið réttilega bent, að allmjög væri að rótum heilbrigðrar þjóðmála baréttu og st.jórnmálalýðræðis ’höggvið, ef til þess þyrfti að koma að þessi dagb’.öð (innsk. vænt anlega er hér átt við Alþýðublað 'ðí Tmann. Þióðvilíann og Vísi), hættu að koma út. þar sem frjáls ar umræður eru grundvöllur skoð anamynduna,r. Sýnist því vissulega ekki úr vegi. að hér séu gerðar þær ráðstafanir, sem tryggja það, að dagblöðin komi áfram út, en ko~tnaður allur við úfgáfu þeirra hefur farið mjög vaxandi að und anförnu svo sem á öðrum sviðum atvinnulífsins. Það er hinsvegar meiri vandi að segja til um í hverju þæp ráðstafanir eiga að vera fólgnar.“ Lýkur hér tilvitn uninni. Þessi grein gefur til kynna meðal annars, að þótt svo skoðan ir :séu skiptar um þetta mál, skipt ast þær ekki að öllu leyti, að minnsta kosti, eftir flokkspólitísk um línum. í þessari sömu grein í Vísi er lagzt gegn beinum stuðn ingi við dagblöðin úr ríkissjóði og sömuleiðis því að rkattleggja eitt blað á kostnað annarra. En þarna er stungið upp á því, að rík ið gæti sem bezt gert meira af því að auglýsa í blöðunum og birta þar ýmiskonar reglugerðir og opinberar auglýsingar í ríkari mæli en nú er gert. Má raunar geta þess, að í umræðunum um þetta i danska þinginu, sem ég minntist aðeins á áðan, þá tæpti Jens Otto Krag forsætisráðherra aðeins á þessu, sem hugsanlegri aðferð til að aðstoða blöðin án þess að gera þau beinlínis háð ríkisvaldinu. Sú spurnng, sem hér liggur fyr ir að svara, er hvort menn að- hyllast það að dagblöðin séu ,rák isstyrkt eða ekki. Ég tel að rík ið hafi nokkrum skyldum að gegna gagnvart lýðræðinu, og því megi það ekki láta undir höfuð leggjast að tryggja framgang þess með bezta hugsanlegu móti. Ég get þó sagt það ein<- og er, að ég sé ekki að þær leiðir, sem stung ið hefur ve,rið upp á, b.iargi öllu. sem bjarga þarf í þes'-um efnum. Þar þarf meira að koma til. Ríkið þarf á einhvern hátt að styrkja dagblöðin, en áðu,ri en hægt er að segja fyrir um hvernig þeim stuðn ingi skuli háttað þarf að sjálfsögðu að fara fram nákvæm athugun á stöðu og þörf dagblaðanna á að stoð. Og því má bæta hér við að rikisstjórnin mun nú hafa ákveðið að láta kanna vandamál dagblað anna. Sýnir það glögglega, að jafnt ráðherrar Sjálfstæðiflokksins sem ráðherrar Alþýðuflokksins hafa gert sér glögga grein fyrir því, að hér er á ferðinni þjóðfélags legt vandamál, sem varðar alla borgara landsins í heild og iivar sem þeir í flokki standa. Þótt þetta vandamál, sé ef til vill erfitt viðfangs er það engan veginn óleysanlegt. Einis og ég áð an sagði er ég ekki tilbúinn til þess hvorki nú né hér að segja nákvæmlega í smáatriðum hvað það er sem ge,ra Þarf. Nú er að vísu skylt að geta þess að blöðin njóta hér þegar vissra forréttinda eða fríðinda af opin berri hálfu. Dagblaðapaopír er til dæmis í mjög lágum tollflokki. og einhverrar ívilnana munu blöðin njóta í skattamálum, þótt ég sé þeim hnútum ekki kunnugur. Má því í raun og veru segia að þegar sé fengið ferdæmi fyrir ríkisstyrk eða aðstoð hin* opinbera við blöð in, og þurfi nú aðeins að finna lieppilegt form, fy.’-ir aukna fyrir greiðslu, sem jafnframt tryggi að blöðin verði ekki háð ríkisvald inu á neinn hátt, því slíkt mundi engum verða til góðs, nema síð ur væri. Eitt vil ég leggja áherzlu á í þessu sambandi ,sem mér finnst í senn eðlilegt og heilbrigt. Það eji að áður en blöðin geta gert kröf ur um beina fjárhagsaðstoð eða styrk af opinberri hálfu, þá verða þau sjálf að gera allt, sem mögu legt e,r, til að auka reksturshag- kvæmni hjá sér og draga úr út gjöldum, án þess að það komi nið ur-á gæðunum. Blöðin mega ekki undir neinum kringumstæðum staðna og verða steinrunnin nátt tröli á sviði skipulags og rekstrar. Þau verða eine og önnur nútíma fyrirtæki að beita hagræðingu í rekstri sinum, en hagræðing er nú eitt af þeim uppáhaldsorðum, sem allir nota, og fæstir vita leng ur hvað þýðir, en vona ég þó, að ykku,ri sé nokkum veginn ljóst hvað það er sem ég á við. Það liggur til dæmis í augum uppi, að blöðin gætu stórlega dreg ið úr ýmsum útgjöldum með auk inni samvinnu sín á milli. Mér hefur oft verið tjáð, að allar sam vinnutilraunir hafi strandað á stón veldinu, sem ekki telur sig liafa af þeim beinan hag. en er sjálfu sér hægt um alla hluti. Um sann leiksgildi Þessara fullvrðinga slæ ég engu föstu. En þó svo sam vinna kæmist ekki á nema milli litlu blaðanna, eins og þau eru stundum kölluð, bá er ég sann færður um að spa*-a mætti árlega ekk; aðeins hundrnð búsunda, held ur sennilega milljónir króna. Eitt sVið, þar sem til dæmis væri afskaplega auðvelt að koma á samvinnu, er í sambandi við dreifingu blaðanna. Skil ég raunar varla, hve’nig á því :stend ur, að þar 'kuli ekki hafa byrjað samvinna fyrir löngu síðan, því daglega glymja í evrum útvarps auglýsingar, sem sk'Va írá erfið leikum blaðanna á bessu sviði. Við dreifinguna er miöe auðvelt að FramboJ-* n 15. SÍðu

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.