Alþýðublaðið - 12.02.1966, Blaðsíða 8

Alþýðublaðið - 12.02.1966, Blaðsíða 8
Með rauðan skúf, í peysu... Ýmis fleiri skemmtiatriði komu á eftir, Arndís Finnsson fór meS kvæði í leikformi. sem fjallaði um viðhorf Færeyinga til íslands og íslendinga. Kvæðið var auðvit- að á færeysku og Arndís var klædd eins og færeyskur sjómaður og reykti pípu sína í gríð og erg. Arndís vakti mikinn fögnuð á- horfenda og ekki síður, þegar hún kom fram í gervi atómskáldsins og fór með tvö atómljóð. — Þær Sigþrúður Ingimundardóttir og Helga Þóra Kjartansdóttir fóru með smáleikþátt, og voru hinar skoplegustu £ gervi nýgiftra hjóna. Síðasta atriðið á skemmti- skránni vakti ekki hvað minnstan hlátur viðstaddra, en það var ..tízkusýning a la mode 1940,” sem Kvenfélagið Pilsaþytur stóð fyrir. Formaður Pilsaþyts (sem Jóna Garðarsdóttir lékl var kynnir og var auðvitað sjálf mætt í nýjustu Diortízkunni árið 1940. Komu ..félagskonur” fram á sviðið í hin- um furðulegasta fatnaði, og kenndi þar ýmissa grasa o'g allra furðu- legra. Gunnniiaur Vaídimarsoóttír i jslenzkum skautbunm^i. Eftir að skemmtiatriðunum var lokið komu svo Ragnar Bjarna- son og félagar fram á sviðið og léku fyrir dansi. Dansinn dunaði og auðséð var að allir viðstaddir skemmtu sér hið bezta. Á miðvikudagskvöldið brugðum við okkur upp í Hótel Sögu, en þar var þá einmitt verið að lialda árshátíð hjúkrunarkvennaskóla ís- lands. Þegar við komum inn var að hefjast þar sýning á þjóðbún- ingum frá ýmsum löndum. Þjóð- búningana höfðu stúlkurnar flesta fengið að láni hjá frú Þóru Borg, leikkonu, sem einnig aðstoðaði þær við undirbúning sýningarinnar. Stúlkan, sem var kynnir þjóðbún- ingasýningarinnar. kynnti á frem- ur óvenjulegan hátt, þar sem hún lét sér ekki nægja að spgja t.d. ,,Hér kemur stúlka í þjóðbúningi frá Hollandi,” heldur sagði hún ýmislegt frá hverju landi, helztu þjóðháttum og einkennum hvers lands og síðan var leikið lag frá viðkomandi landi. stúlkurnar gengu þannig ein af annarri upp á sviðið, sumar kannske svolítið feimnar, eins og gengur. Síðastar komu tvær stúlkur í íslenzkum þjóðbúningum, stúlka í íslenzkum peysuíötum, með skotthúfu og rauðan skúf, og síðugt kom fram á sviðið Gunnhildur Valdimars- dóttir. sem var í íslenzkum skaut búningi. Stúlkunum var vel fagnað af öllum viðstöddum. g 12. febrúar 1966 — AlÞY'J'JhLAÐiÐ

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.