Alþýðublaðið - 12.02.1966, Síða 5
Verzlunar og
skrifstofufólk
Verzlunarmannafélag Reykjavíkur heldur
áríðandi félagsfund í Sigtúni, mánudaginn
14. febrúar n.k. kl. 20.30.
Fundarefni:
Skýrt frá viðræðum um kjaramál.
Verzlunarmannafélag Reykj avíkur.
ÚTBOÐ
Tilboð óskast í lögn hitaveitu utanhúss í eftiptaldar göt-
ur í 2. áfan'ga Smáíbúðarhverfis: Rauðagerði, Borgar-
gerði, langagerði, Tunguveg, Litlagerði, Skógargerði,
Garðsenda, Básenda og Ásenda, svo ög hluta af Soga
vegi og Réttarholtsvegi.
Útboðsgögn eru aflient í skrifstofu vorri Vonarstræti
8, gegu 3000 króna skilatryggingu.
ÍNNKAUPASTOFNUN REYKJAVÍKURBORGAR.
TÆKNIFRÆÐINGUR
óskast til starfa við eldvarnaeftirlit Revkja
víkurborgar. ^
Laun samkvæmt kjarasamningi.
Umsóknir sendast undirrituðum fyrir 1.
marz n.k.
12. febrúar 1966
Slökkviliðsstjórinn í Reykjavík.
VÉ LSTJÓRI
með próf frá rafmagnsdeild Vélskólans ósk-
ast til starfa við eftirlit með dieselvélum og
rafstöðvum.
Umsóknir með upplýsingum um menntun
og fyrri störf sendist Starfsman'nadeild Raf-
orkumálaskrifstofunnar.
Raforkumálaskrifstofan
Starfsmannadeild
Laugavegi 116, sími 17400.
Blaðburðarbörn vantar í eftirtalin' hverfi:
Kleppsbolt Lindargötu
Laugaveg efri Hverfisgötu I og II
Lauíásveg Bergbnrugata.
OAitj M.jiAaÍIJ'
Alþýðxsblaðið sími 14900.
WWWWMWMWVWMWWWWWMWWWWWMWWWWMWMVmWWWWMWMWWII
Laugardagsgrein Gylfa Þ. Gíslasonar:
Fiutningur 9. sinfóníunnar
Merkisviðburður gerðist í
samkomuhúsi Háskólans í fyrra-
kvöld. Þar var þá flutt í fyrsta
sinn hér á landi eitt stórbrotn-
asta tónverk, sem samið hefur
vcrið, 9. sinfónía Beethovens.
■ Fyrir fáum árum hefði það ver-
ið talið óhugsandi, að þetta
verk yrði flutt hér á landi. Og
■í raun og veru er það furðu-
legt, að það skuli hafa gerzt
og með þeim hætti, sem
raun bar vitni. Eflaust er ó-
hætt að fullyrða, að það hefur
aldrei áður gerzt í 80.000
manna bæ, að 9. sinfónían hafi
verið flutt svo að segja ein-
göngu af listamönnum bæjar-
félagsins. Það er án efa eins-
dæmi, að í jafnlítilli borg og
Reykjavík sé starfrækt fullskip-
uð sinfóníuhljómsveit og þar sé
völ á hátt á annað hundrað
manna blönduðum kór og úr-
vals einsöngvurum og þá ekld
lwað sízt stjórnanda til þess að
flytja eitt vandfluttnasta verk
tónbókmenntanna. Og ekki má
gleyma ytri aðstæðunum. Sam-
komuhús Háskólans er glæsi-
legur tónleikasalur, sem miklu
stærri borgir en Reykjavík
verið stoltar af.
En einhver kynni að spyrja,
hvort fámenn þjóð okkar sé ef
til vill að reisa sér hurðarás
um öxl með jafn miklum átök•
um og hér eiga sér stað. Og
enn kynni einhver að spyrja,
hvort hér sé ekki um að ræða
fórn í þágu fárra útvaldra.
Allir fslendingar verða að
gera sér Ijóst, að á vissum svið-
■vm hlýtur að reynast dxjrt fyr-
ir jafnfámennan hóp og Islend-
inga að halda uppi sjálfstæðu
menningarríki við þær aðstæð-
ur, sem hér eru. En því aðeins
tekst það, að við höfum bæði
vilja og getu til þess. Meðan
íslendingar sýna sjálfum sér
og öðrum, að þeir vilji vera
sjálfstæð menningarþjóð og
geti það, halda þeir áfram að
vera það. Það kostar fé. En
það fé verður að greiða. Aðrar
þjóðir verja óhemju fé til varn-
armála í því skyni að tryggja
sjálfstæði sitt. Það gerum við
elcki og getum ekki. En með því
að halda hér uppi fjölskrúð-
ugu, íslenzku menningarlífi
treystum við sjálfstæði okkar,
og þess vegna má ekki horfa
í það fé, sem til þess fer.
Og sem betur fer er langur
vegur frá því, að sú fjölbreytta
menningarstarfsemi, sem hér
er haldið uppi, sé dýr iðja í
þágu fárra útvaldra. í borg á
stærð við Reykjavík þætti það
hvarvetna bera vott um tón-
listaráhuga, ef 1000 manns
sæktu hljómleika, þar sem 9.
sinfónían væri flutt. Hér reynd-
ust 3000 manns þegar í stað
hafa áhuga á því að hlusía á
flutninginn. Og þegar þetta er
ritað, eru allar horfur á, að
fjórða þúsundið vilji einnig
hlusta á sinfóníuna. Hér er ekki
um nehia „fáa útvalda” að
ræða. Þessar fjórar- þúsundir
eru fólk í öllum stéttum, sem
hafa alls konar áhugamál að
öðru leyti, og ánægjulega mik-
ill hluti þess er ungt fólk.
Ekki skortir á það, að oft
og mxjndarlega sé á það bent,
sem aflaga fer í íslenzku þjóð-
félagi og menningarlífi. Það er
gott. Gagnrýni er sjálfsögð og
xtauðsyxileg. Skynsamleg gagn-
rýni hefur auðvitað alltaf holl
áhrif. En jafnvel hóflaus gagn-
rýni getur hreixisað loftið og
reynist oft, þegar fram líða
síuxidir, hafa góð áhrif, á
þá, ekki sízt sem henni hafa
beitt. En gagnrýnin má
þó ekki verða til þess
að villa mönnum svo sýn, að
menn sjái aðeins það, sem mið-
ur fer. Þá meta menn ekki
sem skyldi hilt, sem vel er gert.
Flutningur 9. sinfóníu Beethov-
ens í samkomuhúsi Háskólaris
nú um þessar mundir er eitt
hið bezta, sem nú er að gerast
í íslenzku menningarlífi. Þess
vegna eiga allir, sem þar eiga
hlut að máli, hljómsveitarstjóri,
einsöngvarar, hljómsveit og kór
sérstakar þakkir skyldar.
Trá tónleikunum í fyrrakvöld. A neðri myndinni eru talið frá vinstri: Sigurður Björnsson, Sigur-
vcig Hjaltested, Róbert A. Ottósson, Svala Niel en og Guðmundur Jónsson.
ALÞYÐUBLAÐIÐ - 12. febrúar 1966 5
v*