Alþýðublaðið - 12.02.1966, Side 6

Alþýðublaðið - 12.02.1966, Side 6
mmvmmmmmmmmmm%%mmmmmmmmmm% Níunda sinfónía Beethovens ÞÁ HAFA íslendingar flutt 9. symfóníu Ludwigs van Beethovens í fyrsta sinn og skal það sagt strax, að flutn- ingurinn í heild tókst mjög vel og var að verðleikum tekið með óvenjumikilli klappgleði á- heyrenda, sem voru eins marg- ir og Háskólabíó frekast rúm- aði. Stjórnandinn, dr. Róbert A. Ottósson, hefur sýnilega lagt sína miklu elju óskipta í æfingar kórs og hljómsveitar og árangurinn var slikur, að hann má vel við una. Sem betur fer eru hin mannlegu atriði alltaf veigamikil á hverj- um hljómleikum og alltaf má búast við smáhnökrum þar sem ekki er hægt að klippa út af bandi, eins og gert er við hljómplötuútgáfu nú til dags. Þar sem þessir smáhnökrar eru í algjöru lágmarki (smávægi- legt ósamkomulag augnablik um h ’jóðfall) en spenna verks- ins og andleg nautn áheyrenda fylgjR^t a*, þar er hægt að tala um velheppnaða tónleika. Það er skemmst af að segja, að allir nytjendur virtust gera sér ljóst, að þeim hafði hlotn- azt sá heiður að taka þátt í sögulegum atburði, og þeir lögðu slg alla fram og meira verður ekkl krafizt. Einsöngv- ararnir, Svala Nielsen, Sigur- veig Hjaltested, Sigurður tr-pf 1N Lb Björnsson og Guðmundur Jónsson skiluðu hlutverkum sínum mjög vel. Hin þrótt- mikla rödd Guðmundar hefur sjaldan verið betri, lýrisk og smekkleg meðferð Sigurðar á hlutverki sínu bætti upp það, sem kann að hafa skort á í raddstyrk, Sigurveig var góð að vanda og Svala gerði hinu afarerfiða sópranhlutverki glæsileg skil. Kórinn ýar ágætur og betri „balans” milli raddanna en stundum áður, þ. e. tenórinn magnmeiri, án þess að blærinn versnaði. Hljómsveitin lék yfirleitt mjög vel og náði stjórnandinn flestum þeim blæbrigðum, sem hann ætlaði sér. Undirritaður sat á öðrum stað en hann er vanur og kann það að hafa haft sitt að segja, en honum fannst tónninn í sveitinni stundum dálítið mjór. Kann þar að hafa valdið, að plast- himininn hallaði nú minna en á fyrri tónleikunum í vetur og sömuleiðis kann kórinn að baki henni að hafa deyft tón- inn eitthvað. Það merkilega vai' þó, að í síðasta kaflanum var ágætt samræmi milli kórs og hljómsveitar. Þetta voru geysilega á- nægjulegir tónleikar. — G.G. Þó Samtök íþrorrarréttamanna séu enn fámenn, er það von þeirra, sem að þeim standa, að þau hafi einhverju góðu til leiðar komið á 10 ára starfsferli, — og þykjast raunar sannfærðir um, að svo sé. Samtökin færa öllum þeim sem þau liafa átt samskipti við síðastliðin tíu ár, beztu þakkir fyrir skilning og aðstoð, ekki sízt í sambandi við framkvæmd Norð urlandamótsins 1962, og vonast íþróttafréttamenn til að sjá ’ sem flesta vini samtakanna í dag að Hótel Sögu, en þar hafa þau „opið hús” milli kl. 15 og 17 í dag, í tilefni 10 ára afmælisins. IMMMMMMMMMMMMMMMMMMMMMMMM MMMMMMMMMMMMMMMMMMMMMMMM LJÓÐA- KVEÐJA til Jónatans Guðjónssonar f. 12.2. 1903 — d. 12.8. 1965 Ég minnist þess, þú varst mér vænn og góður, Iþú, vinur minn. Sú minning- verður mætur hjartans sjóður svo margt eitt sinn. rrmw Þín lund var hlý og hugur þinn svo glaður og hönd þín sterk. Þú alltaf varst svo yndislegur maður við óll þín verk. Ég þakka allt sem áttum við hér saman um æviveg. Hjá þér var alltaf ákaflega gaman þar undi ég. Ég blð að Drottinn blessi alla þína í bæn og ást. Og Liós þitt finn ég alla ævi mína. Það aldrei brást. Og blessun þína bezt í hjarta élg geymi svo biítt og hljótt. Svo far þú sæll til Guðs í góðum heimi ó, góða nótt. Bjössi, íþréttir Framh af 11. síðu. formaður, Örn Eiðsson ritari og Alfreð Þorsteinsson, gjaldkeri. Samtök íþróttafréttamanna eru ekki hagsmunasamtök, aðalfélagar eru flestir í Blaðamannafélagi ís- lands, en samtökin hafa reynt að stuðla að aukinni fræðslu félaga sinna, m. a. með þátttöku í fræðslumótum og ráðstefnum er- Iendis. Samtökin hafa tekið þátt í öllum Norðurlandaráðstefnum íþróttablaðamanna, síðan þau voru stofnuð og tvívegis átt fulltrúa á þingum Albjóðasambandsins. Þá hafa samtökin beitt sér fyrir nánu samstarfi við íþróttaforustuna, m. a. með viðraeðufundum, sem gef- ist hafa miög vel og aukið gagn- kvæman skilning þessara aðila. Samtök íþróttafréttamanna hafa viljað gera sitt til að efla íþrótta- áhugann í landinu og einn liður- inn í því starfi er að kjósa árlega ,íþróttamann ársins,” einnig gáfu samtökin á sínum tima farandgrip fyrir bezta' afrek á kvennameist- aramótum í frjálsum íþróttum. til að reyna að auka áhugann á þess- ari grein íþrótta, sem þá var næsta lítill. Samtökin hafa haldið Norður- landamót íþróttablaðamanna hér á landi, og er það viðamesta verk efni samtakanna til þessa. Þátt- takendur voru milli 40 og 50, þar af nær 30 erlendir. Þetta var árið 1962 og þótti mótið takast vel, og er enn til þess vitnað í hópi í- þróttafréttamanna frá Norður- löndunum. Á mótinu var lögð á- herzla á að kynna íþróttalíf lands manna og m. a. flutti Finnbogi Guðmundsson landsbókavörður einkar fróðlelvt erindi um íbrótfir fornmanna, með hliðsjón af frá- sögnum í gömlum bókum. Erindið vakti verðskuldaða athygli, og varð dr. Finnbogi að svara fjökla spurninga hinna erlendu gesta, að erindinu loknu. Hóladómkirkja upplýst Sigurgeir Sigurjönsson ÓSinsgrötu 4 •— SfmJ 1104S. hæstarétíarlögmaðtri Málaílutnin gsskrif síofis 3ifreiðaeigendur sprautum og réttum Fljót afgreiðsla Sifreiðaverkstæðið Vesturás hf. Síðumúla 15B. Síml 35740. frúlofunarhringar FljAt afgrelðala Sendum regn p6stkrfif% Guðm. Þorsteinsson gullsmiffur Bankastrætl 13 SÍÐASTLIÐINN þriðjudag kl. 4 síðdegis var kveikt á kastljós- um við dómkirkjuna á Hólum í Hjaltadal. Eru það alls sex ljós, sem upplýsa bæði dómkirkjuna og turninn. Hefur oft verið um það talað, að vel mundi fara á slíkri lýsingu, þótt ekki hafi úr orðið fyrr en nú, að ónafngreind skagfirzk kona, sem burt er flutt | úr héraðinu óskaði eftir að fá að kosta Ijósin og uppsetningu þeirra að öllu leyti. Verkið sjálft ann- aðist Sigurbjörn Magnússon raf- virki á Hofsósi. Öllum, sem viðstaddir voru, þótti tilkomumikið að sjá flóð- ilýsinguna á hinni fornfrægu dóm- | kirkju og turni hennar, þegar í kveikt var á ljóskösturunum í góðu veðri á þriðjudaginn var. (Frétt frá Þjóðminjasafninu). oooooooooooooooooooooooooooooooo Aðalfundur Alþýðuflokks- félags Reykjavíkur AÐAI.FUNDUR Alþýðuflokksfélags Reykjavíkur verður haldinn mánudaginn 14. febrúar kl. 8,30 í Iðnó. Á fund- inum verða venjuleg aðalfundarstörf, en auk þess munu tveir ungir menn tala: Björgvin Guðmundsson, deildar- stjóri, um iðnaðinn og innflutningsfrelsið og Sigurður Guð mundsson, skrifstofustjóri um húsnæðismálin og unga fólk ið. öOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOÓOOOOi Aðalfundur kjördæmisráðs- ins í Reykjaneskjördæmi AÐALFUNDUR Kjördæmisráðs Alþýðuflokksins í Reykja neskjördæmi verður haldinn £ Ajþýðuhúsinu Hafnarfirði, Sunnudaginn 13. febrúar n.k. og hefst kl. 2. Á dagskrá verð ur: 1. Venjuleg aðalfundarstörf. 2. Umræður um stjórnmála viðhorfið, framsögiunenn Emil Jónsson, utanríkisráðherra og Eggert G. Þorsteinsson félagsmálaráðherra. Stjórnin. $ 12. febrúar 1966 - ALÞÝÐUBLAÐIÐ

x

Alþýðublaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.