Alþýðublaðið - 12.02.1966, Side 16

Alþýðublaðið - 12.02.1966, Side 16
Hér þarf engan bjór i i ; Karlinn, pabbi hennar Siggu, var alveg spældur, þegar kerlingin hans eign- aðist átjánda barnið i gær. Þau búa nefnilega inni í Álfheimum! Nú lízt mér ekki á nafn- giftirnar hjá blessaðri borg- arstjórninni: Það er Gils- árstökkur og Stöng, Mark- land, Logaland og Hörðu- land — en ekkert Vínland' Þess vegna geri ég að til- lögu minni, að þeir sem eru á móti Vínlandi, fái götuheitið Bannland inn til mótvægis. Oft á tíðum skapast vanda- mál við það að tolla í tízk- unni. Þær konur, sem klæð- ast lærastuttum pilsum verða að gjöra svo vel — að standa alltaf uppréttar, því annars getur farið illa fyrir þeim. Myndatexti í Tímanum. ÞÁ ERQ blessaðir alþingis- mennirnir, sem vit eiga og hafa fyrir okkur í öllum málum byrj- aðir að ræða það livort leyfa eigi íslendingum að njóía isömu drykkjarfanga og tíðkast meðal grannþjóða okkar, þar sem allt er sem kunnugt er á vonarvöl vegna óhóflegs drykkjuskapar á öllum sviðum og stigum mannlífsins. Umræðurnar eru rétt að byrja á Alþingi íslendinga um það hvort hér skuli leyfð sala áfengs bjórs á innanlandsmarkaði. Fram leiðsla er sem kunnugt er þegar leyfð, þótt svo landsmönnum þyki enn ekki treystandi til að dreypa á þeim miði, sem ýmsir af forfeðr- um okkar lofuðu svo mjög. Er þess að vænta að drjúgur hluti af tíma þingmanna muni næstu dag- ana fara í uppbyggilegar rökræð- ur um það hvort mönnum skuli leyft að sötra þennan drykk eður ei. Pétur Sigurðsson alþingismaður er nú í annarri atrennu með bjór frumvarp sitt, og eru bjórvinir svartsýnir, en fjendur bjórsins bjartsýnir og telja tvímælalaust að þingmenn muni enn sem fyrr koma málinu fyrir kattarnef á einhvern þægilegan máta. Samkvæmt því sem blöðin segja gaf Pétur í ræðu sinni er hann mælti fyrir frumvarpi sinu mjög athyglisverðar upplýsingar, sem þó verður að segja að séu ekki afskaplega jákvæðar fyrir fram- gang málsins, það er að segja, ef Pétur vill að frumvarpið verði að lögum. Pétur sagði nefnilega að toll- verðir hefðu látið svo umniælt í sín eyru, að þeim þætti það hreint ekkert ólíklegt, að á síðastliðnu ári hefðu komið svona um það bil eitt hundrað þúsund kassar af áfengum bjór á land í Reykja- vík og bæjarfélögunum hér í kring um okkur. Þetta hefði Pét- ur betur látið ósagt að mati bjór- vina, en bjórfjendur fagna þess- um upplýsingum hans að sjálf- sögðu mjög. í eitt hundrað þúsund kössum af áfengum bjór eru hvorki meira né minna en 2,4 milljónir flaskna, og það er nú bara hreint ekki svo lítið. Þótt við baksíðu- menn séum ekki ýkja miklir reikn ingsmenn sjáum við þó í liendi okkar, að það samsvarar því, að rúmlega hálfur kassi af áfengum bjór hafi komið í hlut hvers ein- asta mannsbarns á íslandi á síð- asta ári, og byggist þetta að sjálf- sögðu á því, að ágizkun tollar- anna sé rétt. En nóg um það. Það var ekki aðalatriði þessa máls, hvort toll- urunum hefur skakkað um einn eða tvo kassa, þegar þeir voru að tala við Pétur, heldur hitt, að ýmsum sýnist nú, að allur grund- völlur sé horfinn undan því að flytja frumvarp um að leyfa hér sölu áfengs bjórs. Bjór þurfum við hreinlega ekki, því framan- greindar upplýsingar gefa til kynna, að við höfum ekki aðeins nóg af honum, heldur sjálfsagt allt of mikið eins og sumir eru vísir til að segja. Hundrað þúsund kassar af bjór eru líklega sæmilegur skipsfarm- ur, að minnsta kosti ef miðað er við nógu lítið skip. Vaknar nú sú spurning hvað orðið hafi um allan þennan bjór, því varla hefur hann verið drukk- inn hér, þar sem slíkt er ekki leyfilegt. Bjórvinir eru því Pétri lítt þakklátir fyrir að hafa komið fram með þessar upplýsingar, en bjórfjendur iða nú í skinninu af ánægju og gleði og telja að með þessum upplýsingum hafi Pétur strádrepið frumvarpið, og megi hann nú fara að búa sig undir þriðju atrennuna.

x

Alþýðublaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.