Alþýðublaðið - 19.02.1966, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 19.02.1966, Blaðsíða 4
Rttatjórar: Gylfl Gröndal (4b.) og BenedJkt Gröndal. — Rltetíórnarfull- trúJ: EIBur GuBnaaon. - SJmar: 14900-1-1903 - Auglýslngaslml: 1490«. ABsetur AlþýBuhúslB vlB Hverflsgötu, Reykjavlk. — PrentsmlBJa AlþýSu blaBslnj. — Askrlftargjald kr. 95.00 — 1 lausasölu kr. 5.00 elntaklO- Utgefandl AlþýBuflokkurlnfl. Stórmál kemur aftur FREGNIR sunnan úr álfu benda til þess, að Bret ar tkunni að ganga í Efnahagsbandalag Evrópu á þessu ári. A .skömmum tíma hafa aðstæður breytzt svo, að háttsettir embættismenn bandalagsins í Brússel telja þetta nú hugsanlegan ef ekki iíklegan framgang málsins. Bretar sóttu á sínum tíma um inngöngu í banda lagið. Macmíllan ivar þá forsætisráðherra og Ed- ward Heath, núverandi leiðtogi íhaldsmanna, að- alsamningamaður. En de Gaulle skellti hurðinni í andlit Breta á eftirminnilegan hátt. Ef til vill hefur honum .snúizt hugur í kosningabaráttunni í Frakklandi nú fyrir áramótin. Þegar útlit var fyrir, að Bretar mundu ganga í Efnahagsbandalagið, komst mikil hreyfing á mál- efni smáríkja eins og Norðurlanda og Ira. Var talið víst, að Danir mundu fylgja Bretum inn í banda- iagið, líklegt að Norðmenn, Svíar og írar gerðu hið sama. Hér heima urðu miklar umræður og harð- ar deilur, þar eð ýmsum þótti ljóst, að íslend- ingar gætu ekki staðið utan við stækkað efnahags- ibandalag álfunnar, en öðrum þótti fráleitt að hugsa til slíkrar inngöngu. Ef dæma má eftir blaðafregnum frá Norður- ’iöndum eru allar líkur á, að mál þetta berji að dyr :um smáríkjanna á nýjan leik á þessu ári. Og þá verð ur ísland ekki undanskilið. Svíatr stytta vinnuviku TAGE ERLANDER, forsætisráðherra Svía, skýrði frá því í ræðu á fundi verkamannasambands Stokkhólmsborgar, að sænska stjórnin hefði í hyggju að beita sér fyrir styttingu vinnutímans 1968 (og aftur 1970. Erlander sagði, að stjórnin og sænska Alþýðu- •sambandið hefðu orðið ásátt um þennán gang máls- 'ins. Vinnutíminn er nú 45 stundir. Hann lækkar í 42,5 stundir 1968, og niður í 40 stundir 1970. Margir hópar embættismanna hafa nú þegar 38 — 40 stunda vinnuviku í Svíþjóð. Mikil deila hefur þegar orðið um þessar fyr . irætlanir ríkisstjórinarinnar og Alþýðusam- bandsins. Hægrimenn benda á, að skortur sé á yinnuafli og muni hann draga úr hagvexti Svíþjóð- úr á komandi árum, þótt vinnutími sé ekki styttur. Ín forseti Alþýðusambandsins segir. að með fimm aga vinnuviku hafi iðnverkamenn 9 tíma vinnu á dag. Þykir það of mikið, en æskilegt -að stytta það 4 8 tíma, -eins og gera á í t/veim áföngum á næstu fjórum árum. 4 19. febrúar 1966 - ALÞÝÐUBLAÐIÐ iVVVVVVVVVVVVVVVVVVAVq/VVVVWt/VVVVyt/VVVV-yVVVVVVVVi.'r^VVVVVVVVVVVV^VVVVVVVVtA^'VVy^Æ'WlVlAt'VV-VVt'VVVV' Síðan 1963 hefur Alþjóða rauði krossinn starfað í Jemen og reynt að sinna mannúðarstarfi sínu á vigvöllunum, þar sem lýðvcldissinnar og konugssinnar hafa barizt af mikilli hörku. Mynd- in hér að ofan sýnir starfsmenn Rauða krossins í fararbroddi stríðsfanga úr her lýöveldissinna, sem látnir hafa verið lausir í skiptum. Rétt er aó geta þess, að útbreiðsluviku Rauða kross íslands lýkur á miðvikudaginn kemur, öskudag. nn m oooooooooooooooooooooooooooooooo- ■fr Alþýðufiokkurinn hefur bráðum starfað í hálfa öld.^ ic Reynslan er bezti skólinn. ir Stúdent skrifar um sjónvarpsmálið. OOOOO<OOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOO<OOOOO< EFTIR TÆPAN MÁNUÐ verð Alþýðuflokkurinn hálfrar aldar garaall. Það væri gaman fyrir menn, að kynna sér stefnu Alþýðu flokksins uppliaflega. Líta yfir Iiðna tíð og gera sér grein fyrir þvi, hvernig þjóðfélagið hefur breytzt á liálfri öld. Það er segin saga, við þessa atliugun, að fyrst hefur Al)h ýðuflokkurinn vakið máls á framfara- og umbótamál unum, og síðan hefur hafist lang vinn barátta fyrir þeim þar til þau komast í framkvæmd. ANNAÐ VEKUR þó alveg sér staka athygli. Sundrungin hefur aldrei fært alþýðufólki neina bless un. Kommúnistáklofningurinn 1930 varð aðeins til tjóns og sundrungin 1938 og síðan þegar vinur vor Hanniþal ætlaði að reyna, varð ennig til tjóns. Ekkert þessara samtaka hefur komið nokkru máli fram sem markað hefur spor fyr ir alþýðu. Þetta er lærdómsríkt og reynslan er alitaf bezti dómarinn. G. FR. SKRIFAR: „Ég er einn hinna 600 stúdenta, sem skrifuðu undir mótmæli gegn sjónvarpinu um daginn. Ég er reyndar á móti sifelldum bönnum, en einhvers staðar verða takmörkin að vera. Ekki eri hægt að ganga að því gruflandi, að amerískt sjónvarp er orðið eitt af megin þáttum ís- lenzks heimilislífs. Útlendir menn undrast. Engum Frakka eða Eng lendingi kæmi til hugar að leyfa erlent sjónvarp í landi sínu, sem væri helmingi sterkara en þeirra eigið. Og sama er að segja um Bandríkiamenn. það samræmist ekki þjóðarstólti þeirra. EN ÍSLENDINGAR, sem til skamms tíma voru smæsta ríki Sameinuðu þjóðanna kæra sig koll ótta. Allirt eru sammála, að sjón varp sé áhrifamikið áróðurstæki. En, að það hafi áhrif á íslendinga kemur ekki til mála! ER GOÐGÁ að ætla, að íslend ingum geti verið sama hætta búin og ýmsum öðrum smáþjóðum, sem hafa látið undan síga fyrir engil saxneskum áhrifum (t.d. Orkneyj ar, Hjaltland, írland, Hawai og tPuerto Rico). Ýmsir beztu menn þjóðarjnnar (60 menningarnir) eru á einu máli um skaðsemi þessa sjónvarps. Álit þeirra hlýtur að vera þyngra á metunum en flestra annarra. EF ÍSLENZK MENNING á að stefna fram á við næstu árin, verð ■um við að vera opnin ‘fyrir menn ingarstraumum úr öllum áttum og velja það bezta úr, ekki leyfa öðrum þjóðum að velja fyrir okk ur, allra sízt stórveldum. HEIMA HJÁ MÉR ER sjónvarp Að mínu áliti er það mætavel fall ið til að gera úlendinga meira eða minna bandaríska í hugsun og bannig veikari fyrir áhrifum úr þeirri átt. Ef til vill gerir það ekki til, en stundum hvarflar að manni, hversu herfilega væri hægt að misnota slík áhrif. Segium t.d. að -einhver Goldwater kæmist til valda í Bandaríkiunum. Er hægt að (alca slíka áhættu? EF TIL VILL ckortir mig frjáls lyndi og víðsýni. Ég er samt þeirr ar iskoðunar að landsmenn eigi að hafa áhrif á menninguna með markvissri stefnu, en ekki láta hana lulla einhvern veginn áfram“. SUSINI NEITAR ÁSÖKUNUM ÚR ÚTLEGÐ SINNI París, 18. 2. (NTB-Reuter.) Fyrrvtegandíi feiðtogi leytiikam taka hersins í Frakklandi, OAS, Jean Jaques Susini, neitaði því i dag að hann liefði skipulagt hið misheppnaða banatilræði við de Gaulle í Toulon 1964. Susini er í útlegð en hefur sent Parísarblað inu „Le Monde“ bréf þar semi hann kallar ásakanir hugarburð. í París fara nú fram réttarhöld gegn Susini og 14 öðrum mönn um, sem ákærðir hafa verið í sam bandi við tilræðið. Sækjandi hefur gert kröfu um að Susini og þrír menn aðrir verði dæmdir til dauða. Fimm hinna ákærðu eru ekki viðstaddir réttarhöldin. Spánska stjórnin hefur einnig lýst eftir Susini í isambandi við morðið á portúgalska stjórnarand stöðuleiðtoganum Humberto Del gado í fyrra í bréfinu neitar liann því einnig að hann hefði verið viðriðinn morð Delgados.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.