Alþýðublaðið - 19.02.1966, Blaðsíða 7

Alþýðublaðið - 19.02.1966, Blaðsíða 7
alfundur unnar Þar sem við erum í höfuðatrið'um andvígir kalda stríðinu. þá ,dúfur‘ Vietnam DJUPSTÆÐUR ágreiningur rík- ir með kommúnistaleiðtogunum í Norður-Vietnam um það, hvort halda skuli styrjöldinni áfram. Nýlega skrifaði Le Duc Tho, full- trúi í stjórnmálanefndinni og framkvæmdastjórn flokksins, grein í aðalflokksmálgagnið og veittist að ónafngreindum „félög- um,” sem eru reiðubúnir að hætta styrjöldinni, eftir túlkun hans á sjónarmiðum þeirra að dæma. Á undanförnum árum hefur Le Duc Tho oft ráðizt opinberlega á „endurskoðunarsinna” í flokkn- Um, en hann hefur aldrei áður lýst „mistökum” þeirra eins greini lega og sýnt fram á að þeir eru í hópi „dúfnanna”, en hann sjálf- ur í hópi „haukanna” (þessi hug- tök eru aigeng í Washington og eiga að iýsa þeim sem viija að fylgt sé vægri eða harðhentri stefnu). Hann segir, að „lítill hópur fé- laga” hafi komið fram með „rang- ar hugmyndir og skoðanir” og orðið „friðarstefnu” að bráð, en þetta hafi orðið þess valdandi, að þeir sofnuðu á verðinum og létu undir höfuð ieggjast að gera nauð- synlegan „hugkerfilegan” undir- búning að stríðsrekstrinum. Aðalröksemd þeirra gegn áfram haldandi styrjöld mun hafa verið á þá leið, að með því að hefja upp liönd gegn hinum mikla mætti Bandaríkjanna gangi Norð- ur-Vietnam í ljónagryfjuna eða, eins og Le Duc Tho orðar það, „þeir hafa gert rangt mat á styrk- leikahlutföllunum milli fjand- mannsins og okkar.” Að mistökin séu í því fólgin að of mikið er gert úr mætti Bandaríkjanna sést greinilega á því, að hann setur á þá stimpilinn „hægri-frá- viksmenn,” sem venjulega táknar vilja til samkomulags við „kapi- talista.” ★ SVARTSÝNI. í grcininni segir enn fremur, að „þeir sjái eingöngu erfiðleika, ekkilækifæri - þeir sýna svartsýni tómlæti og andstöðu gegn því að dragast inn í langvarandi styrj- öld.” Opinberar, norður-vietnam- iskar yfirlýsingar hafa sýnt ljós- lega, að sigurvonir Norður-Viet- nammanna byggjast á því, að þeir telja sig geta haldið styrjöldinni áfram um óákveðinn tíma þar til Bandaríkjamenn örmagnast. Le Duc Tho lætur í það skína, að félagarnir, sem hann ræðst á, Kaupum hreinar tuskur PRENTSMIÐJA ALÞÝÐUBLAÐSINS gegni hlutverki sovézkra flugu- manna í norður-vietnamiska kom- múnistaflokknum, þar sem þeir geri sér þess ekki ljósa grein, að tal fjandmannanna um friðarvið ræður sé „blekking” og þar sem þeir „treysti á utanaðkomandi aðstoð”. Kínverjar bera nú Rússum sí- fellt á brýn, að þeir styðji þessa „blekkingu" og veiti Norður- Vietnam aðstoð sína í kúgunar- skyni. Það ætti þvi að vera ljóst, að ef menn treysta á utanaðkom- andi aðstoð og sjá ekki í gegn- um „friðarblekkinguna” styðja þeir sig við Sovétríkin og taka tilboð Bandaríkjamanna um frið- arviðræður hátíðlega. ★ ANDÚÐ Á LOFTÁRÁSUM. Le Duc Tho játar í grein sinni, að hin hamslausa rás atburðanna hafi valdið vandamálum varðandi hernaðaraðferðir og herstjórn eti þetta sé ábyrgð sem „flokkur okkar” verði að bera, segir hann, því að það erum „við sjálfir” sem gleggst sjáum „vandamál lands okkar.” Þetta sagði greinarhöfundur eftir að hafa lagt áherzlu á, að flokkurinn yrði að halda fast við meginreglurnar um sjálfstæði kommúnistaflokka og afskipta- Ieysi af innri málefnum þeirra og af sambandinu má greinilega sjá, að hin dulda ásökun um af- skipti af innanríkismálum Norður I Vietnam beinist gegn Sovétríkj- unum og ílokksfélögum, sem styðja Moskvu-línuna. Le Duc Tho gefur í skyn, að eitt vandamálanna sé fólgið í því; „að vissir félagar og viss samtök” séu ófús á að sætta sig við eyði- leggingu iðnaðar landsins af völd- Framhald á 10. síðu. j Skipstjóra ög stýrimannafélagið Aldan hélt nýlega 72. aðalfund sinn að heimkynnum félagsins, Báiugötu 11. Starf og verksvið félagsins hef ur aukizt mikið undanfarin ár og nær nú yfir Reykjavíkurumdæmi, Breiðafjörð og Austfirði. Stjórnina skipa nú 7 menn og níu manna trúnaðarmannaráð. Formaður félagrins var kjörinn Guðmundur H. Oddss. Meðstjórn endur, Haraldur Ágústsson, Ingólf ur Stefánsson, Guðjón Péturs^on Guðmundur Símonarson, Páll Guð mundsson, Hróbjartur Lúthersson. Stjórnin skiptir síðan með sér verkum. í trúnaðarmannaráð hlutu kosn ingu, Þorvaldur Árnason, Hörður Eínarsson, Guðmundur Kristjáns son, Sigurður Steindórsson, Vögg ur Jónsson, Eskifirði, Guðmundur J. Guðmundsson, Gunnar Magnús son, Grundarfirði, Eðvald Eyjólfs son; Guðmundur Ibsen. Á aðalfundinum voru gerðar eft irfarandi samþykktir: Fundurinn fer þess á Ieit við Sjómannadagsráð sjómannafélag anna að hinn árlegi Sjómannadag ur verði hátíðlegur haldinn sunnu daginn hinn 15. maí n.k. þar sem líkur benda til að sildveiðiflotinn haldi til veiða fyrr en á undan förnum árum. Aðalfundurinn lýsir ánægju sinni yfir þeim endurbótum sem fyrirhugaðar eru á Síldarverk- smiðjum í-íkisins, en vill leggja á það áherzlu að þeim endurbótum og uppsetningu viktartækja verði lokið svo niemma að verksmiðj úrnar geti hafið móttöku og bræðslu sildar eigi síðar en fyrri hluta maímánaðar. Fundurinn varar við þeinrl hættu, sem íslenzka sídarstofnin um stafar af mikilli smásíldarveiði eins og átt hefur sér stað á síðast liðnum árum við Suður- og SutT vesturland, og beinir þeim tilmæl um til háttvirits sjávarútvegsmáía ráðherra, að athugað verði um tak mörkun á þeirri veiði. Aðalfundur Skipstjóra- og stýri mannafélagsins Öldunnar sendir Slysavarnafélagi íslands beztu árnaðaróskir. og þakkar vel unn in og heillarík störf í þágu slysa varna á sjó og landi. Fundurinn lýsir ennfremur ánægju sinni yfip áhuga ti-yggingafélaganna var5 andi þessi mál, en vill jafnframt benda á að, eðlilegast sé og vsén legast til árangurs, að þau not færi sér reynslu Slysavarnafélags: ins og taki höndum saman við þfcð um að efla slysavarnamálin. Ef þessum málum yrði dreift á margskonar félagssamtök, mætti búast við áreknrum þar eins og í umferðinni, jafnframt sem viff teljum að það mundi lama sam eiginleg átök varðandi slysavarna málin í heild. Við viljum því lý?a eindregnum stuðningi okkar við gerðir Slysavarnafélags íslands í þessum málum. Fundurinn samþykkti etinfrehi ur ítarlegt nefndarálit varðandi IMCO um alþjóða hleðslumerki fiskiskipa, fjárfestingar í upp- byggingu nýrra síldarverksmiðja og xæddi um góða reynslu síldar flutninga af fjarlægum miðum. Áherzla var lögð á að flýta býggingu liafrannsóknarskipsins og síldarleitarskip-'ins undir forsjá •Takobs Jakobssonar fiskifræðings. Skipstjóra- og stýrimannafélagið Aldan, Reykjavík FRlMERKJAÞÁTTUR NÝLEGA hefur póststjórnin sent frá sér auglýsingu um sölu á kílóyörunni á þessu ári. Kílóvaran er þau frímerki, sem pósthúsin selja okkur til burðargjalds á póstkröfur, póstávísanir, böggla- póst og e.t.v. fleira. Ekki fær viðtakandi sendinganna þessi frí- merki, sem oft eru með háu verð- gildi, í sínar hendur, heldur eru það pósthúsin, sem klippa þau af um leið og sendingin er afhent við- takanda, en hann — sá sem send- inguna fær — verður að láta sér nægja smáhluta af fylgibréfinu, án frímerkja, — Síðan, að liðnum nokkrum tíma, kannski tveimur árum, eða svo, eru þessi fylgibréf tekin fram og frímerkin klippt af þeim, látin í smá poka, sem inn- siglaðir eru og eiga að vera sem næst 250 gr. að þyngd. Síðan aug- lýsir póststjórnin eftir tilboðum í þessa poka og getur um það í auglýsingvmni, hve hátt.lægsta til- boð hafi verið, sem tekið var Jil gi-eina við síðustu kílóvöru-sölu. í fyrra var t. d. þetta lægsta til- boð kr. 1701,00 fyrir 250 gr. polja. Framhald á 10. síðu.e . ALþÝÐUBLAÐIf) - 19. febrúar. 1966 {jf*

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.