Alþýðublaðið - 20.02.1966, Blaðsíða 4
Rttítjórmr: Gyjfl Gröndal (6b.) og Benedlkt Gröndal. — Rltstí'ómarfull-
trúl: ElBur GuBnaaon. — Símar: 14900-14903 — Auglýsingaafml: 14906.
ABsetur AlþýBuhúslB vlB Hverflsgötu, Reykjavlk. — PrentsmlBja AlþýBu
blaBslna. — Aakrtftargjald kr. 95.00 — I lauaasölu kr. 5.00 etotaklB.
lltgefandl AlþýBuflokkurton.
BWLI—IMIWII. 1»——■■■■■—..1.1 ■■■■■■■ ... mmmmwmmmtmmmmtmmmmmm——CM
íbúðir unga fólksins
Á HVERJUM fundi borgarstjórnar Reykjavík-
ur eru samþykktar fleiri eða færri tillögur. Stund-
-Lim vill það brenna við, að slælega sé unnið að
framgangi þeirra mála, sem borgarstjórni'n gerir á-
lyktanir um. Kom þetta meðal annars berlega fram
á síðasta fundi borgarstjórnarinnar.
Fyrir tæplega þremur árum samþykkti borgar-
stjórnin að tillögu Björgvins Guðmundssonar að
láta fram fara athugun á húsnæðismálum ungs fólks
í Reykjavík. Síðan hefur af og til verið spurt um
hvað málinu liði, en svör hafa verið loðin.
Á fundi borgarstjórnar síðastliðinn fimmtudag
■•spurði Óskar Hallgrímsson enn einu sinni hvað liði
-athugun málsins. Gaf borgarstjóri þá þau svör, að
greinargerðin mundi líklega tilbúin í þessum mán-
uði eða þeim næsta. Ef staðið verður við þau fyrir-
heit, verða um það bil þrjú ár liðin frá því að tillagan
var samþykkt þangað til greinargerðin sér dagsins
•ljós. Þetta er of langur tími.
Á þessurn funidi gerði Óskar Hallgrímsson borg-
arfulltrúi Alþýðuflokksins húsnæðismál unga fólks-
iins að umræðuefni, og gerði hann það að tillögu
-sinni, að borgin léti byggja fjölbýlishús með 50
'•tveggja herbergja íbúðum, sem væru um 50 fer-
toetrar að stærð, hagkvæmar og smekklegar, en án
íburðar. Skyldu þessar íbúðir fyrst og fremst ætl-
aðar ungu fólki, sem væri að byrja búskap. Þær
-skyldu vera í eigu borgarsjóðs og leigðar til fimm
ára við sanngjörnu verði. Þau fimm ár gæti það
unga fólk, sem í hlut ætti, notað til að 'eignast var-
anlegt húsnæði. í tillögu Óskars var sérstaklega
gert ráð fyrir því, að kannað yrði hvort hagkvæmt
mundi að tengja byggingu þessara 50 íbúða fram-
kvæmdaáætlun ríkisins, Reykjavíkurborgar og verka
lýðsfélaganna í því skyni að lækka byggingarkostn-
aðinn og stytta framkivæmdatímann.
Borgarfulltrúi Alþýðuflokksins benti réttilega á,
að þetta verkefni gæti alls ekki talizt Reykjavíkur-
'borg fjárhagslega ofviða, þegar þess væri gætt, að
eamkvæmt lögum ættu sveitarfélög, sem byggðu
leiguhúsnæði rétt á lánum, sem næmu allt að tveim
þriðju hlutum byggingarkostnaðar.
Á næsta fundi borgarstjórnar verður tillaga
Oskars á ný tekin til umræðu og ber borgarstjórn
vonandi gæfu til að samþykkja hana.
Reykjavíkurborg hefur nokkrum skyldum að
gegna gagnvart unga fólkinu, sem hér vex upp og
stofnar heimili, og ef hægt væri að forða fimmtíu
ungum hjónum frá því að lenda í klónum á þeim,
sem gera sér húsnæðisvandræðin að féþúfu, væri
vel að verið.
4 '20. febrúar 1966 - ALÞÝÐUBLAÐIÐ
ALYKIANIR FISKIMNGS
Á miðvikudag og fimmtudag var
starfað í nefndum f'yrir hádegi
báða dagana. Þingfundir hófust
kl. 13,30 óg voru eftirgreind nefnd
■arálit tekin til umræðu ög sam
þykkt.
1. Álit fiskiðnaðar- og tækni
nefndar 'um línúveiðar. Frámsögu
maður var Guðrnundur Gúðmunds
ison, ísafirði.
Fiskiþing bendir á þá staðreynd
að þáttur línuveiðanna i atvinnu
málum ýmissa staða á landinu
gegnir mjög þýðingarmiklu hlut
verki. Á Vestfjörðum og hluta af
Norðurlandi hefir línuútgerð ver
ið aðaluppistaðan í atvinnulífinu
4—6 mánuði á ári. Leggist sú út
gerð niður, svo sem allt útlit er
fyrir að verði ef ekki fæst viðhlít
andi starfsgrundvöllur nú þegar
er mikill vandi fyrir dyrum með
atvinnu á þessum stöðum. Því skor
ar Fiskiþing á stjórn félagsins að
vinna að eftirfarandi:
a) Að kanna allar nýjungar
sem miða að því áð Iækka beitinga
-kostnað línunnar-
b( Að láta gera tilraunir með
gerfibeitu.
e) Á meðan ekki er fundin
tæknileg lausn, sem dregur úr út
gerðarkostnaði línuveiða, þá
greiði ríkissjóður eigi minna en
75 aura á kg. af línufiski í stað
25 aura sem nú er gert.
2. Álit fiskiðnaðar- og tækni
nefndar um ferskfiskeftirlit. Fram
sögumaður Njáll Þórðarson, Rvk.
Fiskiþing skorar á sjávarútvegs
málaráðuneytið að láta fram-
fylgja betur en verið hefur reglu
gerðarákvæðum, isem sett hafa
verið um fjölda þorskanetja í sjó
hjá hverjum einstökum bát, þar
sem það mun hafa þau áhrif að
miklu meira af fiskinum fer í betri
gæðaflokka og gefa möguleika fyr
ir enn hærra hráefnisverði. Þá tel
ur þingið að enn þurfi að auka
samræmingu á ferskfi'-kmatinu,
isvö að það verði sem líkast í öll
um verstöðvum landsins og verði
yfirmatsmönnum fer«-kfiskeftirlits
ins falið það hlutverk. Einnig
verði athugað hvort ekki er fært
að áuka verðmismun á milli gæða
flokka.
3. Þá var samþykkt svofelld
viðbótartillaga frá Jóhanni Páls
syni Vestmannaeyjum.
Þá telur þingið að slægja ætti
strax allan ætisfullan fisk um borð
! skipunum og ísa hann, nema að
löndun fari fram samdægurs, en
til vara að skipum verði gert að
skyldu að ísa fiskinn strax niður
jafn óðum og hann veiðist. Verðl
ísun höfð það mikil að fiskurinn
kólni vel niður.
3. Álit sjávarútvegsnefndar um
dlragnótaveiðar. Framsögumaður
Magnús Gamalíelson, Ólafsfirði.
Um all mikinn árafjölda hafa
verið stundaðar dragnótaveiðar
hér við land með sæmilegum ár
angri og leggur því Fiskiþing til
að lögum um dragnótaveiðar verði
breytt þannig:
a. að skipastærð verði færð í
70 br. lestir.
b að veiðitími fiskiskipa verði
ákveðinn að fenginni tillögu stjórn
ar Fiskifélags íslands.
c. að veiðisvæðum verði hagað
til eftir tillögum samtalca útvegs
manna og siómanna með samþ.
stjórnar Kiskifélags íslands.
d. að reglum um möskvastærð
dragnóta verði breytt þannig að
möskvi verði stækkaður í 130 mm.
4. Álit allsherjarnefndar um
FramRald á 14. síðn.