Alþýðublaðið - 20.02.1966, Blaðsíða 16

Alþýðublaðið - 20.02.1966, Blaðsíða 16
Kallinn er svo sveitó og garaaldags, að hann vill ekki leyfa kellingunni að vinna úti, Slíkar skvísur kallar hann útigangsfreyjur. . Það er miklu auðveldara að vera hetja heldur en heið arlegur maður. Hetja getur hver sem er verið svona einu sinni, en maður þarf að yeca heiðarlegur lífið á enda. . Hahn hafði túlk sér við hijð. Tarsis er fremur lágvax ; inh isamanrekinn, ófríður. Þegar hann brosir og langar ■ og breiðar tennurnar birt ust, allar á skjá og skjön, í rainnti hann mig á skagfirzkt - ; útigangashross á útmánuðum. Tíminn, Bolludagurinn er einn af meiri háttar hátíðisdögum ársins, eins konar jólavertíð bakara og auð vitað er þessi vertíð hafin með tilhlýðilegum undirbúningi? Nefni lega bollubakstri viku, eða háifum mánuði áður en sá dýrðarinnar dag ur rennur upi\ svo er til eitthvert slangur af leyndardómsfullu fólki úti í bæ, sem smíðar vopn í hend urnar á krakkagemlingum til að beita því á foreldrana. Það heita bolluvendir. Bolludagurinn er nefnilega að því leyti frábrugðinn öðrum dögum ársins, að hlutverk um á heimilinu er isnúið við. Börn in hýða foreldrana, en ekki öfugt eins og Drottinn ætlaðist til í upp hafi, en pápískunni hefur tekizt að umsnúa öðru eins og því. Bolluvendir eru hræðileg tól sem ég fyrir mitt leyti vildi láta takmarka útbreiðslu á, en þó má maður í rauninni þakka fyrir að hinir leyndardómsfullu vopnasmið in vefja ekki vendina með gadda vír, því þá færi fyrst að kárna gam anið. Hugsið ykkur hjónakorn með illa innrætt krakkaóféti á heim ilinu, krakka sem les James Bond í Mogganum strax og hann getur farið að kveða að. Á slíku heim ili verður bolludagurinn að óliugn anlegrj martröð, því auðvitað horf ir krakkaófétið á Hitchcock í sjón varpinu. Hurðinni ea ýtt varlega upp með hrollvekjandi ískri; sem smýg ur í gegn um merg og bein á krakk anum, en liroturnar í foreldrunum sleppa neistanum eitt andartak, þó ekki nóg til þess að þau drepi beinlínis á sér. Gætu þau á þessu augnabliki opnað augun, sæu þau son, sem þau hefur aldrei dreymt um að þau ættu. Lítill munnurinn er eins og strik í andlitinu, augun skjóta gneistum og heildarsvipur andlitsins er eins og samr.uni úr Ftra)íkenistein og Draeula og í hryllilegu ósamræmi við blá nátt fötin með bang^a og boltamynztri. Þessi kynjavera ýtir með blá oddinum á vendinum í öxlina -&> pabba sínum, sem auðvitað sef ur fyrir framan, ef rúmið er ekki á miðju gólfi, eins og nú er far ið að tíðkast. Draumurinn um ungu stúlkuna sem miðaldra menn vilja svo gjarna nióta sem lengst, er skyndilega rofinn og húsbónd inn liggur frammi fyrir bláköld- um veriuleikanum. upprúlluðum haus á hinum koddanum og reidd um bolluvendi úti á miðju gólfi í höndunum á syni; sem hann þekk ir alls ekki. Hann gefur frá sér höstugt hljóð án orða, sem á að tákna að stráksi hafi ekkert leyfi til að trufla sæla drauma og verði að gera svo vel að hypja sig strax í rúmið aftur. Hinn stendur óhagganlegur lætur skína í gaddavírinn og segir með ógnþrunginni röddu: „Hvað fæ ég margar bollur ef ég flengi þig ekki? Og faðirinn: „Er þetta fjár kúgun drengur?“ Þú iskalt fá þrjár bollur sbrax og opnað verður, ef þú fleygir þessu pyndingatækji strax í öskutunnuna" Og sonurinn: „Tíu bollur eða ég flengi þig á rassinn." Og hann reiðir til höggs Faðirinn: . Þú erf orðinn snprvit laus strákur. Auðvltað fatrðu ífu bollur, en þá verðurðu líka að lofa bví að kasta þessum fianda i öskutunnuna" Sonurinn: „Ég lofa engu slíku. Þú verður að hringia strax upp í skóla og isegja að ég sé veikur." og mundar vöndinn. „Jæia þá en þú velst að bað er liótt að 'krópa í skólanum." Sonur inn: „Huh, það er ljótt að hringia og Ijúga að sonur manns sé veikur og nú ertu búinn að lofa því.“ Faðirinn: „Ósköp eru að heyra til þín drengur, en nú verður þú líka að gjöra svo vel að henda þessum fjanda." Sonurinn: „Ætlarðu að gefa mér fyrir bíó?“ Faðirinn: liorfir agndofa á son sinn og síð an á gaddavírinn í vendinum: „Auðvitað gef ég þér í bíó, ég ætl aði einmitt að leyfa þér að fara i bíó í dag“ síðan ísmeygilega: „En þú ert veikur og getur ekki far ið í skólann?" Sonurinn: „Láttu mig um það.“ Faðirinn: „Svona isvona drengurinn minn. Láttu hana mömmu þína ekki sjá betta tól. ég held að hún sé að vakna.“ Sonurinn: „Þú veizt að bað er Ijótt að svíkja það sem maður lofar?“ Faðirinn: „Já. já, auðvitað. Ég skal gefa þér fyrir 10 bollum. hringia upp í skóla og kaupa handa þéj; miða í bíó.“ Svona getur bolludagurinn orð ið í framtíðinni, ef vopnasalanum hugkvæmist að vefja bolluvöndinn með gaddavír og auðvitað hendir sonurinn ekki bolluvendinum. Hann veit af reynslu að loforð, sem gefin eru í morgunsárið standast ekki alltaf prófraunir dagsins. WWWWWWWWWWWVHMMMiWWWWWWWWMWW Mótmælandi af Seltjarnarnesinu hrlngdi til Baksíðunnar í gær og kvaðst hafa ort tvær vísur yfir lestri mótmælapistilsins, sem birtist í gær. Vísurnar eru svona; Þýðir ei að mæla mót menn því pappír spari. Enginn ráða á vill bót aflaga þó fari. Eflaust dygði ekki hót íslands trúu sonum, þótt þeir reyndu að mæla ó mót málfrelsi hjá konum. MWWWWVWWMMWWWWWWWWWWMWWWMWWWWWWW

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.