Alþýðublaðið - 20.02.1966, Blaðsíða 11
i
Ritstjóri
Bréf sent íjbróttasíðunni:
120 millj. áhoríenda að
körfubolta árlega í USA
Fyrst af öllu langar mig að
biðja Íþróttasíðuna að koma með
leiðréttingu á fyrra bréfi minu,
en þar sagði að KKÍ væri stofnað
1960en átti að vera 1961, — og
ennfremur sagði, að þeir, sem
hafa æft og leikið körfuknattleik,
en væru hættir vegna aldurs eða
Þær sovézku
sigruðu...
I gærmorgun fór fram keppni
í 10 km. skíðagöngu á heimsmeist
aramótinu í OslóJ Klavdia Boj
arskilik, Sové'ríkjunum sigraði,
gekk vegalengdina á 36 mín. og
25,5 sek. Önnur varð Koltsjina
Sovét, 36,43,3 og þriðja Toini Gust
avsson, Svíþjóð, 37,21,0. Bojarsk
ihk Sigraði á Olympíufeikunum
í Innsbruck 1964 og þá og undan
farin heimsmeistaramót hafa þær
sovézku ávallt hirt öll verðlaunin.
Þess vegna kom árangur sænsku
stúlkunnar Gustavsson þægilega á
óvart.
HM heldur áfram um helgina og
þá verður' m.a. keppt í skíðastökki
Skýrt verður frá úrslitum í þriðju
dagsblaðínu.
-0-
HM í skautahlaupi verður hald
ið í Gautaborg um helgina. Búizt
er við hörkukeppni, en nú í vik
unni höfðu verið seldir rúmlega
50 þúsund aðgöngumiðar. Keppnin
fer fram á Nya Ullevi.
✓
keppni á Isafirði
Handknattleiks-
Iðnnemasamband íslands ætlar
að efna til handknattleikskeppni
á ísafirði síðustu helgi í febrúar
26. og 27. Átta flokkar hafa til-
kynnt þátttöku, fjórir úr Reykja-
vík, og einn frá hverjum eftir-
talinna staða: frá Keflavík, Akra-
; nesi, Akureyri og ísafirði. Margir
þekktir handknattleiksmenn eru
’i liðunum. m. a. meistaraflokks-
menn. Keppt verður um bikar,
sem ísfirðingar hafa gefið.
INSÍ efndi til knattspyrnu-
keppni innan húss í fyrra í Kefla-
vík og þátt tóku fimm flokkar.
Akurnesingar sigruðu, en fyrir-
liði þeirra var hinn kunni leik-
maður, Eyleifur Hafsteinsson.
annarra ástæðna, væru 30, én átti
að vera 300 manns. — Þökk fyrir.
í grein í Alþýðublaðinu 17. þ.
n). tekur J. H. að sér að svara
spurningu sinni: Hvers vegna er
léleg aðsókn að körfuknattleik?
Þar sem í grein þessari kemur
fram talsverð vanþekking á gangi
körfuknattleiks og túlkun leik-
reglna, þá sé ég ástæðu til að
gera hér stutta athugasemd.
J. H. talar um, að óeðlilegt sé
að dómarar séu tveir, að þeir
„steli senunni,” og ennfremur, að
körfuknattleikur sé mikið rólegri
íþróttagrein heldur en t. d. hand-
bolti.
Hér gætir mikils misskilnings.
Körfuknattleikur, sé hann vel leik
inn er einhver hraðasta innan-
hússíþrótt sem til er, t. d. ef
; hvert lið skorar 80 stig í leik,
í þá eru skoraðar að meðaltali tvær
körfur á mínútu. Ennfremur er
j óbeimilt að tef ja leikinn, þar sem
| lið missir knöttinn og mótherjar
fá innkast, hafi sóknarlið ekki
reynt að skora innan 30 sek. frá
því að það fékk knöttinn í hendur.
Hlutverk dómarans er mikil-
vægt í hvaða íþróttagrein sem er,
Við höfum sjálfir séð og einnig
lesið um í blaðafrásögnum, að
lélegum dómurum hafi tékizt að
eyðileggja leiki, bæði í knatt-
spyrnu og handbolta. Körfuknatt-
leiksdómarar eru að sjálfsögðu
enein undantekning, þeir eru til
bæði góðir og slæmir.
Af hverju eru tveir dómarar
í körfuknattleik?
Það er fyrst og fremst vegna
þess, hversu leikurinn er liraður,
leikreglur eru strangar og harðara
tekið á brotum í körfuknattleik
en í öðrum knattleikjum.
Að dómarar séu fleiri en einn
er ekkert einsdæmi í körfuknatt-
leik. í handbolta eru dómarar 3
(þrír), það er að segja, aðaldóm-
ari og tveir markdómarar, sem
eru honum til aðstoðar við að
dæma, hvenær mark er skorað
löglega, hvort brotið er á leik-
manni á línu, hvort stígið sé yfir
línuna o. s. frv. Sama máli gegn-
ir um knattspyrnu. Þar er aðal-
dómari, sem nýtur aðstoðar
tveggja línuvarða^ sem báðir
verða að hafa fullgild dómararétt-
indi.
Það er að sjálfsögðu ekki hægt
að skipa einum eða öðrum að
hafa gaman af körfuknattleik. Eg
held að ástæðan fyrir lélegri að-
sókn á körfuknattleik sé meðal
annars sú að þeir séu of margir
sem annað hvort misskilja regl-
| urnar eða skilja þær ekki svipað
og virðist vera með greinarhöfund
inn J. H.
Körfuknattleikur er sú íþrótta-
grein, sem laðar til sín flesta á-
horfendur um allan heim. í Banda
ríkjunum einum kaupa yfir 120
millj. manna aðgöngumiða á körfu
knattleiki á hverjum vetri. Al-
þjóða Körfuknattleikssambandið
er eitt stærsta íþróttasamband í
heimi, með 123 þjóðir sem með-
liði. Gefur þetta til kynna, að á-
horfendur, aðrir en íslendingar,
kunna vel að meta þennan
skemmtilega knattleik. Er sárt til
þess að vita, hve lítinn stuðning
þessi skemmtilega íþróttagrein
hlýtur frá áhorfendum hér á
landi, þar sem hér er þó um
að ræða eina af þeim fáu íþrótta
greinum, sem íslendingar hafa
sigrað landslið frá milljóna þjóð-
Framhalð á 14. sSSn.
Fremstur á myndinni er Kemper, ungur V-Þjóðverji og næsftyV
honum landi hans, Bogatzki. *' *
Beztu frjálsíþróttaafrek Evrópu 7965:
Badenski beztur á 400m.
og Jurgen May á 800m.
PÓLVERJINN Andrzei Baden-
ski var langbezti 400 m. hlaupari
Evrópu í fyrra, hljóp á 45,6 sek.
og var sá eini, sem háði betri
Itíma en 46 sek. ítalski spretthlaup-
arinn Sergio Ottolina er næstur á
skránni með 46,2 sek., en hann
SERGIO OTTOLINA —
í jremstu röð í 100 — 400 m.
og Evrópumethafi í 200 m. hlaupi
— 20,4 selc.
er betri á 200 m. Trúlega gæti
Ottolina orðið enn betri á 400
m., ef hann keppti meira í þeirri
grein.
Efnilegastur Evrópubúa á 400
m. er Tékkinn Josef Trousil, hann
hljóp á 46,4 sek. og er aðeins tví-
tugur. Ýmsir fleiri ungir 400 m.
hlauparar geta orðið skeinuhættir
á EM næsta sumar, t. d. Camp-
ell, Englandi og Shkarnikov, Sov.
Sigurvænlegastur í Búdapest er
samt Badenski, en í Belgrad
1962 varð hann sjötti á 47,4 sek.
Austur-Þjóðverjinn Jiirgen May
var beztur á 800 m. Hann náði
1.46.3 mín. og var mjög sigur-
sæll. Ýmsir snjallir 800 m. hlaup-
arar eru í næstu sætum, t. d. Eng-
lendingurinn Carter og Tékkarnir
Casal og Jungwirth og ekki má
gleyma V-Þjóðverjanum Franz
Josef Kemper, sem aðeins er tví-
tugur og hljóp bezt á 1.47,4 mín.
sem er frábært hjá hlaupara í
unglingaflokki. Evrópumeistarinn
frá 1962, Au.-Þjóðverjinn Matu-
schevski, átti bezt 1.47,9 mín. í
fyrra. Beztu afrek í 400 og 800 m.
400 m.
45.6 Badenski, Pólland
46.2 Ottolina, Ítalía
46.3 Kalfelder, V-Þýzkal.
46.3 Kinder, V-Þýzkal.
46.4 Trousil, Tékk.
46.5 Arkhipchuk, Sovét
46.5 Ulbicht, V-Þýzkal.
46.7 Bello, Ítalía
46.7 Sverbetov, Sovét
46.8 Schwabe, A.-Þýzkal.
46.9 Bunaes, Noregur
46.9 Cambell, England
46.9 Samper, Frakkl.
46.9 Shkarnikov, Sovét
46.9 Van Herpen, Holland.
46.9 Warden, England
47.0 Boccardo, Frakkl.
47.0 Fitzgerald, Engl.
47.0 Kriismann, V-Þýzkal.
47,0 Zorben Au-Þýzkal.
47.0 Shopshin, Sovét
47.0 Ustyantsev, Sovét
800 m.
1:46,3 May, A.-Þýzkal.
1:46,6 Carter, Engl.
1:.47,1 Casal, Tékk.
1:47,4 Jungwirth, Tékk.
1:47,4 Bogatzki, V-Þýzkal.
1:47,4 Kemper, V-Þýzkal.
1:47,4 Boulter, Engl.
1:47,5 Caroll, írland
1:47,5 Tiimler, V-Þýzkal.
1:47,5 Nagy, Ungv.
1:47,6 Bulyshev, Sovét
1:47.6 Holtz, Au.-Þýzkal.
Framhald á 14. síðu
ALÞÝÐUBLAÐIÐ - 20. febrúar 1966 \%,