Alþýðublaðið - 01.03.1966, Qupperneq 7

Alþýðublaðið - 01.03.1966, Qupperneq 7
MOLAR BANDARÍSKA herstjórnin er nú að láta gera tilraunir með að forða árásarflugvélum undan mann lausum flugskeytum, sem svo mjög er farið að nota til loftvarna. Elti- skeyti þessi eru orðin svo fullkom- in, að flugmenn hafa litla von til þess að sleppa undan þeim. Ein að- ferðin sem notuð hefur verið hing- að til er að senda vélarnar sína í liverja áttina, þegar vart verður við flugskeyti. Það fer þá á eftir þeirri flugvél sem er í beztu færi, og þá elta hinar það uppi og skjóta það niður. Þetta er þó ekki nægi- lega góð aðferð þar sem eltiskeyt- in eru orðin óhemju hraðfleyg, og því er leitað eftir öðrum leiðum. Eins og gefur að skilja eru tilraun- irnar algert hernaðarleyndarmál, þ. e. árangur þeirra, en áhuga- menn geta sér til að reynt verði að „afvegaleiða” skeytin með rad- argeislum, eða einhverju slíku. ☆ Það eru fleiri flugfélög en Loft- leiðir sem hafa áhuga fyrir stækk- un á vélum sínum. British Aircraft Corp. tilkynnti fyrir nokkru að það hyggðist stækka Super VCIO þot- ur sínar, þannig að þær tækju 265 farþega í stað 212. Þetta myndi lækka flugfargjöldin töluvert. — Þessi nýja gerð er tveggja hæða, og verða 212 farþegar á efri hæð- inni en 53 á þeirri neðri. ☆ CESSNA verksmiðjurnar eru ailtaf að stækka, og formælendur fyrirtækisins tilkynntu nýlega að þeir hyggðust framl. a.m.k. 3000 stykki af liinum tveggja sæta Cess- na 150, en í fyrra voru aðeins fram leiddar 760 véiar af þeirri gerð. Fyrirtækið hefur verið að kynna sér markaðsmöguleika í Banda- ríkjunum og komizt að raun um áð það muni vera um það bil 12 piilijónir manna sem hægt væri að selja flugvélar. Verð á Cessna 150 ér um 7000 dollarar. Fugmálastjórn Bandáríkjanna og flugherinn eru nú að gcra til raunir með nýja gerð flugvélar, sem valdið getur byltingu í flug vélasmíði. Vonir standa til að með þessari nýju flugvélartegund muni flugdrægni og flugþol flugvéla framtíðarinnar aukið. Nýja flugvélin sem ber ein- kennisstafina X-21, er sú 21sta af tilraunaflugvélum. Langsum í vængjum hennar eru næfurþunn- ar rifur, sem loft smýgur í gegn um og myndast þá „innöndun“ og útöndun á flugi. Beri áframhaldandi tilraunir með þessa flugvélartegund góðan árangur, getur það orðið til þess að smíðaðar verði stórar farþega vélar., sem flogið geta án viðkomu hálfa leið kringum jörðina 19,000 km. og að lækka megi fargjöld milli heimsálfa um 25 af hundraði. Þetta einstæða loftsogskerfi, eða loftstillikerfi, á vélinni gerir það að verkum, að þunnt lag af ókyrr uþi loftsjraumi eogast fiíhn, er hann leikur um vængina, og dreg ur þá úr viðnámi loftsins um 80 af hundraði. Loftið smýgur inn í vænginn og þrýstist út úr lionum að aftan og gefur vélinni þannig nokkurn aukakraft. í maí 1936 komst þessi flugvél upp í rúmlega 800 km. hraða á klukkustund, án fullrar benzíngjaf ar. Vísindalegum prófunum verð ur haldið áfram meðan vísinda mennirnir rannsaka öll smáatriði og þann árangur, sem fæst. Síðar verða teknar ákvarðanir um, hvort fleiri flugvélar með þessu loft sogskerfi verða smíðaðar. Flugherinn hefur gert tilraunir með þettá kerfi síðan 1950, þó að raunar hafi vísindamenn ver ið að reyna að ráða fram úr þessum vanda alla tíð síðan Wright bræðrunum tókst fyrstum að kom ast ,,á loft“ snemma á þessari öld. Flughershöfðinginn Bernard A. Schriever kallar þróun X-21 „sannarlega mikinn árangur", til að auka flugdrægni og flugþol, án þess að auka þunga flugvélanna. Hvers vegna er kvikulaust loft streymi svo mikilvægt? Kvika á sér stað í gaslofti og vökvum. Það þckkja allir, sém einhvern tíma hafa horft á reyk stíga til lofts eða hafa horft á kjölfar mótorbáts eða hafa hrært rjóma út í kaffibolla. Reykurinn eða vökvinn er fyrst stöðugur, gáru eða kvikulaust. En brátt verð- ur hann þykkri og ókyrrari. Slík loftkvika veldur núningi eða ioftviðnámi utan á flugvélinni og dregur úr þeim hraða, sem hún á hugsanlega að geta náð. Vísindamennirnir liugmðu sem svo, að væri mögulegt að draga úr núningsviðnámi loftsins, gæti flugvélin náð meiri hraða og flug- og burðarþol aukizt. W. E. Gasieh, varaforseti fé- ícusins Northrop Corporation Kaiiforníu, segir: „Sé hægt að hafa áhrif á loftstrauminn virðist bað vera mkilvæea'ata skrefið í tiiratinum til að draga úr núnings viðnámi loftsins.“ Samkvæmt A efri hluta þessarar skýringarmyndar er venjulegur flugvélar vængur og gáruðu línurnar sýna loftstrauminn sem leikur um hann á flugi. Neðan til er svo „andandi“ vængur og eins og sjá má er lofstrauinurinn sléttari, ef svo má að orði komast. Örvarnar sýna hvar Ioftið sogast inn. samnligi við flugherinn breytti þetta félag tveim venjulegum flug vélum og gerði þær úr garði eins óg X-21. í stað tvegggja væ^ghreyfla settu þeir öfluga hverfilhreyfla á hliðar véltrskrokksins neðan við stélið. Þeir juku vængjahafið úr 22 metrum í 28 metra. Langsum að ofan og neðan eru vængir flugvélarinnar alsettir næf iurþulinum rifum. Loftstraumur- inn fer gegnum þessar rifur inn í smáhólf og þaðan gegnum 815, 338 örsmáar, lóðréttar rásir. Því næst smýgur loftið gegnum 67,944 „þverrásir" í dælur, sem þrýsta þvi út. Þessi ,,innöndun“ gegnum væng ina dregur feikilega mikið úr loft kvikunni og verður til þess að loft rtraumurinn yfir og undir væng ina verður kyrrari og gárulaus. Jack Wells, aðalreynsluflug- j maður Norair Division, og sem j einkum reynir byggingalag flug- véla sagði, að hann hefði raun- i verulega fundið loftviðnámið minnka, þegar tveir reynsluflug verkfræðingar settu loftsstraums kerfið i gang. Sérfræðingar tala um þetta kerfi sem „þá nýjung“, er mestu lofar, síðan þotuhreyfillinn var fundinn upp“. Það er dr. Werner Pfenninger sem stjórnað hefur þessum loft viðnámsrannsóknum. Dr. Pfenn inger er svissneskur og öðlaðist heimspekigráðu við Zurich Insti i tute í loftkraftfræði, og hann hef í ur fengið einkaleyfi á ýmsu er lýtur að loftviðnámsstjórntækjum. : Tilrauna ýélin X-21 ALÞÝÐUBLAÐIÐ - 1. marz 1966 J ..... “ ' íjst

x

Alþýðublaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.