Alþýðublaðið - 01.03.1966, Síða 16

Alþýðublaðið - 01.03.1966, Síða 16
 f — Þú þykist vera latur, sagði kellingin við kallinn í * gær. Og síðan kom spæling- S ín: — Ef þú hefðir eina hönd í viðbót, — þá þyrftirðu þrjá buxnavasa. Allir eru sammála um, að eittlivað sé bogið við skatta- kerfið hjá okkur. Ég hef hugs að málið og komizt að þeirri niðurstöðu, að orsökin er ein faldlega sú, að íslendingar kunna ekki að skammast sín. „Ugolyok” og „Veterok” i eru fyrstu hundarnir sem skotið er út í geiminn, síðan Juri Gagarín ferðaðist fyrst- ur manna út í geiminn 1961” Alþýðublaðið Það gengur ekki á öðru en bylt ingum í þessum heimi. Einn dag inn er allt vitlaust austur í Indó nesíu og menn drepnir þar umvörp um fyrir það að vera ýmist of mik ið með eða of mikið á móti komm um eða herforingjunum eða Súk arnó forseta sjálfum. Næsta dag hefur verið gerð bylting í Sýr landi, og stjórnininni, sem komst til valda við byltinguna í fyrra eða hitteðfyrra, steypt af stóli. Og þriðja daginn nota frændur okkar Ghanabúar tækifærið og losa sig við krumma, sem hefur drottnað yfir þeim með harðri hendi um langan aldur. Nota tækifærið. Það var ein mitt orðið. Krummi var nefnilega ialla ekki heimfc, þegar honum var steypt af stól, heldur í kurt eisisboði austur í Kínaveldi. Þetta minnir örlítið á valdamissi Ólafs hins digra og siðar Noregskonungs fyrir hartnær þúsund árum, en undan lionum var Iandið vélað, meðan hann lokaðist inni í Eystra salti með her sinn, og varð hann fyrir þær sakir að lirökklast aust ur í Garðaríki, þar sem nú heitir Rússíá. Trúlega hefur Krumma verið ljós þessj hliðstæða örlaga sinna og Ólafs Haraldssonar, a.m.k. segja fréttastofufregnir, að hann hafi ætlað að leggja Ieið sína til Moskvu, er hann hélt frá Peking En gerzkir menn eru annars sinn is nú en á víkingaöldinni, (enda var hún fyrir byltingu), og ekki lengur upp á það komnir að dekra við fallna forystumenn, svo að Krumma mun hafa verið meinuð þar landvist. Ekki er enn vitað þegar þetta er ritað, hváð hann byggst fyrir, en væntanlega mun hann halda til Kaíró á fund Nass ers fóstra sins. Hins vegar stað hæfir Krummi að hann ætli eng an veginn að láta landið ganga sér úr greipum á auðveldan hátt og liann hyggst snúa heim og brjóta mótstöðumenn sína til hlýðni. Það ætlaði Ólafur konungur líka að gera, en féll í þeirri sókn og varð heilagur fyrir vikið. Vera má, að Krummi hljóti sömu ör- lög, en þó ber þar á milli, að Krummi hefur begar í lifanda líf: út.hrópað sjálfan sig einskon ar messías og tekið sér sjálfur dvrlinesnafn, en slíkt gerði Öl- afur Haraldsson aldrei meðan hann hélt sönsum. Var honum enda við fjesta hluti aðra brugðið en heilaffleika. En Rússar vilja sem sagt ekkert við Krumma hafa að gera, og trú legt er að fleiri þjóðir kunni að taka svipaða afstöðu. Fallnir höfð ingjar eru ekki í miklum metum, þótt vel sé eyðandi á þá veizlum og fallbyssuskotum, meðan þeir ráða löndum og þegnum. t heim inum er þó til talsvert af föllnum liöfðingjum og fyrirmönnum, Jafn vel konungum. Sannast sagna munu margir þessara manna eiga hálferfiða ævi, þótt aðrir reynd ar lifi í lystsemdum. En það eru ekki nema sum lönd, sem vilja taka á sig byrði að hýsa slíka menn, sérstaklega ef þeir eiga erf itt með að sætta sig við hlut skipti sitt og halda áfram að reyna áð komast til valda á nýjan leik hoimafyrir. Sjálfsagt fylgia bví -því líka vissir vankantar að hafa saman komna í einu landi marga upp- gjafasjóla ,en hinu má þó ekki gleyma að vel mætti hagnast á slíkum gripum, ef með lagni væri að farið. Mörgum þeirra hefur tek izt vel að auðgast meðan þeir voru og hétu, en jafnframt verið svo forsjálir að koma undandrátt arfé sínu fyrir í svissneskum bönk um eða öðrum tryggum hirzlum og verja síðan útlegðinni í að sóa því fé á báða bóga. Slíkir útlagar hljóta að vera gjaldeyristekjur hverju því landi, sem þeim auð- sýnir gistivináttu. Við íslendingar höfum oft feng ið orð fyrir hjartagæzku og góð- vild. Við þolum ekki mannsblóð að sjá, enda berum við ekki vopn. Við ættum þess vegna að sýna þá drenglund að taka við þeim mönnum, er hvergi fá höfði sínu að halla annars staðar. Eins og áður segir mætti hafa af því gjald eyristekjur að hýsa slíka menn, og að sjálfsögðu myndi návist þeirra einnig draga ferðamenn til lands ins. Það þyrfti ekki endilega að hafa þá í búrum, þótt það væri kannski tryggast með suma, en til sýnis gætu þeir sem bægast verið. Eins og það væri ekkí mikil uppbót fyrir ferðamenn ,ef þcir gætu fengið að sjá hér, auk GuII foss og Geysis og Hófcel Sögu, menn eins og Krumma, Bidault og dálítið slangur af landflótta Rúss um? Það er ekki að efa, að ferða menn kynnu að meta þetta, og hvað stendur þá í vegi þess, að við hefjumst handa, fyrst hægt er að græða svolítið á hjartagæzk- unni?

x

Alþýðublaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.