Alþýðublaðið - 06.03.1966, Side 1

Alþýðublaðið - 06.03.1966, Side 1
Sunnudaguf 6. marz 1966 — 46. árg. — 54. tbl. — VERÐ: 5 KR. Urðu úti Fargo 5. marz (Ntb-Reuter) Þrír menn hafa fundizt látnir og meira en 20 er saknað, eftir mikil hríðarveður er geisað hafa í 5 ríkjum Bandaríkjanna og Kanada síðustu dægrin. Ríkin eru Norður og S-Dakota og Minn- esota í Bandaríkjunum og Mani- toba og Ontarió í Kanada. Járn- brautarlestir með samtals 500 far þega sátu fastar í margar klukku- stundir í hríðinni í N-Dakota. Sums staðar í þessum ríkjum mynduðust allt að 6 metra háir skaflar. Veðurþjónustan liefur að varað fólk um; að útlit sé fyrir áframhaldandi hriðarveður í dag og á morgun. í sunnanverðu Kanada komst yindhraðtan upp í 112 km. !á kiukkustund. Flestir vegir á hríð- arsvæðinu eru ófærir og gefizt hefur verið upp við að halda að- alvegum opnum. Yfirvöldin í Mississippi liafa tilkynnt, að nú hafi fundizt 60 lík eftir hvirfilvindinn, sem geis aði þar x ríkinu í gær. 497 menn eru sárir og eyðileggingin er met in á u.þ.b. 12 milljónir dollara, eða rúmlega 500 milljónir ísl. kr. Þriðja flugslysið við Tókyó á skömmum tíma TOKYO, 5. marz. (ntb-reuter). 124 manns týndu lífi, þcgar brezk farþegaflugvél af gerðinni Boeing 707 í eigu brezka flugfélagsins BOAC rakst á hlíö hins heilaga fjalls, Fusijama, í Japan i morgun. Þetta er eitt mesta flugslys sög- unnar. Sökk í Óslófirði FJÖGURRA manna er saknað og tveir eru á sjúkrahúsi, eftir árekstur, sem varð milli tveggja skipa í Oslófirði í nótt. Bergsvik frá Kopervík Jenti í árekstri við 1960 tonna flutningaskip, Corvus frá Bergen. Mennirnir voru allir af áhöfn Bergsvik, sem er 261 tonn að stærð og hafði sex manna áhöfn. Bergsvik var hlaðin hrájárni og átti að landa því í Osló. Björgun- arsveitir hafa fundið brak úr skipinu. Flugvélarbrakið og eigur farþega lágu á víð og dreif á stóru svæði. Tveimur stundum eftir. slysið log- aði enn í flakinu og ósennilegt virtist að nokkur hefði komizt lífs af. Brak úr ílugvélinni þeytt- ist allt að 20 km. frá slysstaðn- um og lenti á bænum Gotamba. Slysið varð réttum mánuði eft- ir mesta flugslysið í sögu farþega flugs er japönsk farþegaflugvél af gerðinni Boeing 707 hrapaði í Tokyoflóa skömmu áður en hún átti að lenda á Haneda-flugvelli í Tokyo. Á sama flugvelli varð meiri- háttar flugslys í gær þegar eldur kom upp í kanadískri flugvél af gerðinni DC-8 er hún nauðlenti og 64 manns biðu bana. Eftir flugslysið á Fusijama hafa alls 746 manns farizt í flug- slysum það sem af er þessu ári. Alls hafa orðið 15 meiriháttar flugslys á árinu að flugslysum á Fusijama meðtöldu. Brezka flugvélin hrapaði í skóg- inn við rætur fjallsins aðeins 12 mínútum eftir að húdf hóf sig til flugs kl. 3,58 að íslenzkum tíma. Flugvélin átti að fará til Hong- kong og kom til Japah í gær frá San Francisco. 11 manna áhöfn var í flugvélinni og 113 farþegar, þar af 85 Bandaríkjamenn, 12 Japanir, þrír Frakkar, tveir Bret- ar, einn Kanadamaður, einn Kín- Framh. á 4 síðu. VIÐNESÁ SEL-f TJARNARNISI Á myndinni hér at ofna sést bærinn Nes á Seltjarn- arnesi. Myndin var tekin á fimmtudaginn, en þá var reglulegt vorveður, og í tún inu á Nesi voru n'ökkri r hest ar á beit. Einn hestanna sést hér á myndinni njóta góða veðursins. Sjá fleiri myndh; og texta í OPNUNNI í dag. Afmælishátíðin FOSTUDAGINN 11. marz n.k. efnir Alþýðu- flokksfélag- Reykjavíkur til veglegs fagnaðar að Hótel S:ögu í tilefni af fimmtíu ára afmæli flokksins. Afmælisfagnaöurinn hefst með borðhaldi kl. 7,30. Gylfi Þ. Gíslason, varaformaður Alþýðu- flokksins, flytur hátíðarræðu. Sigurveig Hjalte- sted, Guðmundur Jónsson og Guðmundur Guð- jónsson syngja einsöng og tvísöng og leik- ararnir Bessi Bjarnason og Gunnar Eyjólfs- son flytja nýjan skemmtiþátt Að lokum verð ur dansað til kl. 2 og fyrir dansinum leikur hjólmsveit Ragnars Bjarnasonar. Súlnasalurinn verður fagurlega skreytt ir af finnskum skreytingameistara. Verð hvers aðgöngumiða er 315 kr. og er maturinn þar innifalinn. Veizlustjóri verður Benedikt Gröndal, alþing ismaður. Þrír erlendir gestir sitja faguaðinn og Tytjai kveðjur í tilefnl afmælisins, þeir Albert C utliy, framkvæmdastjóri Alþjóðasambands jaf a.iar- manna, Erling Dinesen, verkalýðsmálaráí herra Dana og Peter Mohr Dam, formaður jafn- aðarmannaflokks Færeyja.

x

Alþýðublaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.