Alþýðublaðið - 06.03.1966, Side 5

Alþýðublaðið - 06.03.1966, Side 5
nnslubók um f ur áfengisins A PUNDI A]:þýðuflokksins ný lega kom fram sú huigmynd Þor gríms Einarssonar að koma kennslubók um áfengismál inn í skólakerfi barnaskólanna. Hér á eftir fer viðtal við Þorgrím iim málið: — Hvenær byrjuðuð þér að hugleiða (áfengisvandamál al- mennt? — Áifengið var vandamál fyr Ir mig og ég ákvað að hætta. Það tókst, og síðar fór ég að velta fyrir mér, hvað hægt væri að gera til bóta í iþví þjóðfélags vandamáli, sem skapast af of- nautn áfengis. Það er ekki hægt að banna mönnum vindrykkju, þeim, sem þegar hafa vanið sig á hana, en það er mögulegt að ala upp nýja kynslóð, sem skil- ur, hvaða böli áffengið getur valdið. Þegar ég sá kvikmyndina Dag ar víns og rósa, datt mér i hug, að fólk uppgötvar yfirleitt ekki fyrr en um séinan. hvað það er að gera með því að neyta áfengis. Þjóðfélagið þarf að stuðla að því að véita fóJki upp lýsingar um skaðsemi áfengis. Má t.d. benda á, að um 20% þeirra mannar, er neyta áfengis E F ÞAÐ E R G A R N , liggur leiðin í HOF SKÚTUGARN: Alicante . Benfica Crepe Corvette Olga Rigodon Baby-garn, 2 teg. Zermatt NEVEDA-GARN: Sirene Double Primula Baby-garn H JARTAGARN: Hjarta Crepe Combi Crepe „Kvalitet 61“ Baby-garn Orlon garn Sönderborg-GARN: Freesia Crepe Gloria Crepe Oamping Dralon Favourite Nomotta*garn — Finse-garn — Álgárd-garn Svana-garn — Rya-garn — Auróra-garn Bómullargarn — Angóra-garn — Nylon-garn Hannyrðavörur ■— Rya-vörur o. fl. Ath.: Við skiptum aðeins garni, sem keypt er hjá okkur. Komið þangað, sem úrvalið er mest. LAUGAVEGI 4. MWWMMMWWWWWWMWWWMMMWiWiWWtWm Bridgekvöld ALÞÝÐUFLOKKSFÉLAG Reykjavíkur lieldur bridgekvöld næstkomandi þriðjudag kl. 8,30 í Ingólfskaffi (gengið inn frá Ingólfsstræú). Stjórnandi er Guðmundur Kr. Sigurðsson. MMMMMMMMMMMMMMMMMMMMtMMMMtMMMMMMW Áskriftasíminn er 14900 að ráði, eru dæmdir til að verða ofdrykkjumenn. 70% drekka sér til stórskaða um lengri eða skemmri tíma. Nauðsynlegt er að kynna einmitt ynigstu kynslóð inni hættur áfengisins með að- gengilegri fræðslubók og sú bók yrði skyldunámsgrein í bama- skólum', þ.e.a.s. börnin taki próf í efni bókarinnar, þá sjá for eldrarnir bókina ef til vitl jafn framt og getur það kannske hindrað hugsanlcgan drykkju- skap þeirra. — Hveraig er hugmyndin, að éfni bókarinnar verði byggt upp? ---Innihaldi bókarinnar myndi ég vilja skipta í kafla. Fyrsti kaflinn yrði tekinn saman af læknum, sálfræðingum og sér- menntuðu fólki í áfengisvarnar málum. Annar kaflinn væri um löggæzlu. Lögreglan, sakadómari og hæstiréttur sæju um þann kafla. 3. kaflinn yrði um spitala og drykkjumannahæli. 4. kafl- inn: Llíífsreynsla drykkjumantna og aðstandenda þeirra. 5. kafl- inn: Barnasálfræðingar semji að gengilegt efni um vandamálið: Umgengni -barna' við önnur börni, sem eiga drykkfelda for- eldra. — Hvaða áhrif haldið þér, að •þetta muni hafa? — Ég álít, að ríkið verði að fræða fólk um, hvað það er að selja, þar sem áfengið er. Ekki er gott að fullyrða um á- hrif, en líkiegt er, að það muni hafa þau áhrif á börnin, sem lesa þessar bækur, að þau muni hugsa sig tvisvar um, áður en þau taka fyrsta glasið. í öðru lagi mun hugsunarháttur barna oig unglinga breytast frá því, sem er nú, þannig, að ekki þætti sæmandi að láta sjá sig drukkinn, á almannafæri eins og undanfarið hefur verið of al- geng sjón. Og jafnvel hafa þau áhrif, að þau verði alla tíð mót fallin áfengi. Sú skoðun hefur verið ríkjandi, að algert frelsi í áfengismálum sé það bezta, en jafnvel þó fólk vilji hafa aila sina lientisemi i drykkjusiðum, vill það þó ekki, að börn þeirra verði áfeniginu að brláð, og er ekki minnsti vafi á, að það Þorgrímur Einarsson yrði hvaða stjórnmálaflokkr þakklátt, sem léti hrinda slíku stórmáJi í framkvæmd, sem þó lætur lítið yfir sér, sem sagt, að sjá um útgáfu kennslubókar um áfengismál. — Hvaða álit hafið þér á bjór málinu? — Miín skoðun er sú, að það beri að fella frumvarpið um á- fengan bjór vegna þess að bjór neyzla dregur ekkr úr drykkju skap, heldur er hún viðbót, þótt ég hins vegar viti, að bjór- drykkja hafi ekki jafn hættuleg áhri'f á menn oig umhverfi beirra eins og sterku drykkirnir. Hrns vegar byrja unglingar almennt að drekka miklu fyrr, þar sem sterki bjórinn fæst, og auðveld ara verður fyrir menn að ,,rétta sig af“ með bjórnum, en það er fyrsta stigið til ofcÞykkju og í staðrnn fyrir að draga úr áfenigisböli, myndi drykkjuskap- ur aukast stórlega. Til saman- burðar við önnur lönd, þar sem sterkur bjór fæst, miá geta þess, j að þar mega menn ekki koma i drukknir til vinnu, þá eru þeir i umsvifalaust reknir, hér aftur á ! móti’ fá menn að fara heim í veikindafrí, ef svo stendur á. Það gefur því að skilja, að er- lendis verða menn að hafa taum 'hald á drykkjunni eða missa vinnuna að öðrum kosti. — Er eitthvað, sem bér vilfi uð svo taka fram að síðustu? — Eins og að framan gréinir eru tvær tillögur til umræqu, ætlaðar ti(l úrbóta í áfengis- vandamálunum í dag. Éig voria, að allir heilbrigðir íslendingar hljóti að v-era mér sammála um, að ekki’ mun rétt að lækna drykkjuVandann með 'því að dreifa meira á'fengismagni með al fólks, þ.e. bjór, heldur ber. að spyrna við fæti og stöðva þann misskilning og velja þá leið, er vænlegri er til árang* urs, en það er einmitt með þvíf- að fræða fólk sem allra mes® um áfangisvandamálið og byrja á byrjuninni, á börnunutn, svo að þau muni vaxa upp me9 öðru hugarfari og þrýsta ósóro anum út úr íslenzku þjóðfélagi. Ég vil að endingu skora á mennta.mlálaráðherra og þá er með fræðslumál fara, að beita sér fyrir framkvæmd þessa máls hið allra fyrsta. Bítlatónlist á undanhaldi ÞJÓÐVÍSNASÖNGUR á nú meiri vinsældum að fagna í V.- Þýzkalandi heldur en bítlatónlist- in. Hljómplatan „Nýir söngvar heims”, sem hin ísraelsku Esther og Abi Ofarim syngja, hefur ver- ið í fyrsta sæti á vinsældalistan- um í 10 vikur. Jafnvel áður en platan var gefin út, höfðu verið pöntuð af henni meira en 25 þús- und eintök. í september 1965, er Ofarim-hjónin komust á vinsælda listann með tvær plötur (Nýir söngvar heims voru í fyrsta sæti og Næturtónlist var í 9. sæti), urðu hljómplötuverzlanir að setja fjölda manns á biðlista, því ekki varð annað eftirspum. Hin ísra elska Esther Ofarim og hin pólska Belina eru frumkvöðlar að því, að þjóðvísnasöngur hefur náð vin- sældum í Vestur-Þýzkalandi. Það er ef til'vill því að þakka, að Est- her og maður hennar Abraham („Abi”) hafa fært lögin í nýjan búning. Ofarimhjónin héldu tón- leika í 32 vestur-þýzkum borgum árið 1965 og var uppselt á þá löngu fyrirfram. Þau hafa ferðast um heiminn, en þau þekkja að- eins flugveilina, hótelin, leikhúsin og sjónvarpsverin: Á tveimur ár- um hafa þau tekið þátt í 60 sjön- varpsútsendingum og hafa sjálf séð um 7 dagskrár. Til þess að geta tekið lifinu rólega öðrif hvoru, hafa þau nú fengið sér hús í þeim löndum, þar sem þau njóta mestra vinsælda í New York og Miinchen, en þar að auk> eiga þau hús í heimalandi sínu, ísrael. ALÞÝÐUBLAÐIÐ - 6. marz 1966 $

x

Alþýðublaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.