Alþýðublaðið - 06.03.1966, Side 9
fcjRitstióri ðrn Eidsson^^^
Beztu frjálsíþróttaafrek Evrópu /965;
Jón Þ. er /6.-25. í
hástökki meb 2J0m.
Alls stukku 25 Evrópubúar 2,10
m. og hærra í hástökki sl. ár, þ.
á.m. Jón Þ. Ólafsson, en hann er
eini íslendingurinn á afrekaskrá
yfir tuttugu beztu. Jón er 16. á
skránni með 2,10.
Sovétríkin eiga beztu hástökkv-
ara álfunnar. Brumel er beztur
með 2,19 m. Hann fótbrotnaði
illa sl. haust og óvíst hvort hann
keppir meira, a.m.k. ekki á EM
í Búdapest. Keppnin verður því
skemmtii. og jafnari. Krónprins
Rússanna er Skortsov, hann stökk
2,15 m. í fyrra og er tvítugur.
Annars eru Bolshov, Sovét og
Czernik, Póllandi, mjög öruggir.
Síðari leikur Rum-
Franski stökkvarinn Baudis, sem
aðeins er 18 ára gamall er mjög
efnilegur. Hann stökk 2,12 m. i
fyrra og líklegur til að sýna mikl-
ar framfarir.
Nordwig, Austur-Þýzkalandi var
öruggasti stangarstökkvari Evr-
ópu í fyrra og náði bezt 5,05 m.
Bliznetsov setti sovézkt met og
stökk 5 metra rétta. Finninn
Mustakari, sem er 19 ára er yngst-
ur af toppmönnunum og hver
veit nema hann haldi EM-titli
Finna frá 1962, en þá sigraði Ni-
kula. Hér koma afrekin:
HÁSTÖKK:
2.19 Brumel, Sovét
2.18 Bolshov, Sovét
2.17 Szernik, Póll.
2.15 Skortsov, Sovét
2.14 Schillkovski, V-Þýzkal.
2.13 Spielvogel, V-Þýzkal.
2.13 Khmarsky, Sovét
2,12 Sainte Rose, Frakkl.
2,12 Andjelkovic, Júg,
2,12 Baudin, Tékk.
2,11 Vallayes, Frakkl.
2,11 Hubner, Tékk.
2,11 Nilsson, Svíþjóð
2,11 Siehart, V-Þýzkal.
2,10 Kutyanin, Sovét
2,10 Jón Ólafsson, ísland
2,10 Sletten, Noregur
2,10 Launti, Finnl.
2,10 Pettersson, Svíþjóð
2,10 Willie, Au.-Þýzkal.
2,10 Martynov, Sovét
2,10 Mospanov, Sovét
2,10 Moroz, Sovét
2,10 Jordanov, Búlgaría
2,10 Bogliatto, Ítalíu
STANGARSTÖKK:
5.05 Nordwig, Au.-Þýzkal.
5,00 Bliznetsov, Sovét
4,96 Hlebarov, Búlgaría
4,95 Mustakaari, Finnl.
4,92 Papanikolaou, Grikkl,
4,92 Kairento, Finnl.
4,90 D’Ancause, Frakkl.
4,90 Sokolovski, Póll.
4,90 Lennertz, V-Þýzkal.
4,90 Tomasek, Tékk.
4,90 Pheld, Sovét
4,85 Reinhardt, V-Þýzkal,
4,82 Jindra, Tékk.
4,82 Sola, Spánn
4,81 Pettoranta, Finnl.
4,80 Keydan, Sovét
4,80 Ivanov, Finnl.
4,80 Arapovic, Júg.
4,80 Mertanen, Svíþj.
4,80 Houvion, Frakkl.
4,80 Taftl, Tékk.'
4,80 Bár, Au.-Þýzkal.
Brumel stökk hsest 2,19 m. í íyrra.
eníu og íslands
SÍÐARl leikur Rúmena og ís-
lendinga í handknattleik fer fram
í íþróttahöllinni í dag og hefst
kl. 5. Forleikur ÍR og unglinga-
landsliðs hefst kl. 3,45, en Lúðra-
sveit Reykjavíkur leikur frá kl.
4,30.
Þegar þetta er skrifað, er ekki
vitað um úrslit fyrri leiksins, en
við skulum vonast eftir góðum
og skemmtilegum leik, þó að litlar
líkur séu á íslenzkum. sigri.
KR-IR í
kvöld
íslandsmótið í körfuknatt-
leik heldur áfram kl. 8,15 í
kvöld að Hálogalandi. Fyrst
leika Skallagrímur og stúd-
entar í 2. deild, en síðan fer
fram leikurinn, sem allir
körfuknattleiksúnnendur
hafa beðið eftir, KR og ÍR
í I. deild.
KR-ingar eru nii efstir í
I. deild með 6 stig í þremur
leikjum. Sigri þeir í kvöld,
hafa þeir náð öruggri for-
ystu eftir fyrri umferð. Sigri
ÍR eru Ármann, ÍR og KR
jöfn að stigum. Leikir ÍR
og KR hafa oftast verið jafn-
ir og skemmtilegir og ekki
er að efa, að svo verður
einnig í kvöld. ,
hmhhmmmhwhhumhw
R<3
Nú bjóðum
við yður ;:a|
%'
AÐ HREINSA SVONA MIKIÐ
AF TAUI í OKKAR NÝJU |r
I .
NORGE 1
FLJÓTHREINSUNARVÉLUM,
SEM ERU LANGREYNDASTAR j *
FLJÓTHREINSUNARVÉLA,
FYRIR KR. 120,00.
];
EINS OG ÁÐUR PRESSUM VIÐ j|
OG HREINSUM Á VANALEGAN 4*
HÁTT.
FATAPRESSAN ÚÐAFOSS
VITASTÍG 12 — SÍMI 12301.
ALÞÝÐUBLAÐIÐ - 6. marz 1966 <|.