Alþýðublaðið - 05.04.1966, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 05.04.1966, Blaðsíða 2
ffieimsfréttir siáasflidna nóff DA NANG: Horforingjastjórnin í Saigon sendi í gær flokk liermanna tii Da Nang að bæla niður óeirðir andstöðuafla. Samtímis baddu lögregla og hermenn niður óeirðir viða í Suð ur-Víetnam. Hermenn Suður-Víetnamstjórnar í Da Nang hafa gengið í Iið með andstæðingum stjórnarinnar og liafa lokað veginum frá flugvellinum til bæjarins, sennilega til að hefta för hermannanna frá Saigon. WA'SHINGTON: Johnson forseti sagði í igær, að Bandaríkja menn mundu beita sér fyrir eflingu N'ATO jpví að reynslan sýndi að hrinda yrði sameiginlegum markmiðum í framkvæmd með eins náinni samvinnu og mögulegt væri. í yfirlýsingu í til- efni 17 ára afmælis NATO sagði forsetinn, að Bandaríkjamenn mundu ekki yfirgefa stofnun, sem hefði dugað vel á hættu- stund. MOSKVU: Rússar komu fyrsta gervitunglinu á braut um hverfis tunglið í fyrrakvöld og náðu þar með miklum áfanga í tilraununum til að senda mann til tunglsins, níu árum eftir aö fyrsta spútniknum var skotið á loft og tveimur mánuðum eftir að Luna-9 ienti mjúklega á tunglinu. MOSKVU: 23. jiing sovézka kommúnistaflokksins lauk í gær fyrri hluta starfs síns jafnframt íþví sem ýmislegt bendir til þess að valdamennirnir séu staðráðnir í að láta til skarar skríða gegn frjálslyndum menntamönnum. KENNEDYIIÖFÐA: Átta manns fórust og 150 meiddust í gífurlegu fárviðri á Florida í gær og fresta varð tilraun til að skjóta rannsóknarstöð frá Kennedyhöfða. Tilrauninni hefur verið frestað fjórum sinnum áður og verður reynt að skjóta rannsókn ar^töðinni kl. 19.47 í dag. i ÍPARÍS: De Gaulle forseti hefur í hyggju að lialda sjón- varpsræðu til frönsku þjóðarinnar og skýra frá ástæðunum til þess hvers vegna hann hefur ökveðið að draga Frakkland út úr NATO, að því er áreiðanlegar heimildir herma. WASHINGTON: Dean Rusk utanríkisráðherra sagði í gær, að ef órói væri í stjórnmálum Suð.ur-Víetnam ætti það rót sína að rekja til þess, að stjórnmálahópar reyndu að treysta sig f sessi áður en þingkosningar fara fram eins og þjóðinni hefur verið Iofað. Mótmælaaðferðirna í Da Nang og Hue liefðu eng Gn áhrif á hernaðaraðgerðir gegn hersveitum kommúnista. JÓHANNESARBORG: Dr. Hendrió Verwoerd forsætisráð- Bierra sagði í gær, að hann vonaði að Bandaríkjamenn og Bret- ai’ létu ekki flækja sig í ógætilegar aðgerðir gegn Suður-Afríku V.egna Rhodesíu eða Suðvestur-Afríku. Hann sagði, að þetta væru einu vandamálin sem Suður-Afrkumenn stæðu andspæn is og mikið væri komið undir afstöðu Bandaríkjamanna og Breta. ... .ÐJAKARTA: Um 400 indónesiskir lögreglumenn hafa ver- ið handtekoir og ákærðir fyrir hlutdeild í byltingartilrauninni í Ifyrra. Malik utanríkisráðherra sagði í gær, að stjórnin íhugaði tmöguleika á því að sækja aftur um inngöngu í St>, en styrjald araðgerðum gegn Malaysíu yrði haldið áfram. STOKKHÓLMI: Njósnarinn Wennerström hefur kvartað yf ir því við dómsmálaráðherrann að fangavistin brjóti hann nið nr, andlega og líkamlega. MIKIL umferð hefur verið í landshöfninni í Rifi, síðan Vertíðin hófst. Bátar af Suð vesturlandi og Vestfjörðum hafa, sem kunnugt er, sótt mikið á Breiðafjarðarmið. Hafa þeir oft landað i Rifi eða komið þar inn, þegar veð ur hafa verið slæm. Hafa stundum verið 30—40 bátar í höfninni í einu og þykir sjó- mönnum hún hin ágætasta líf ;höfn. Enda þótt Rifshöfn, komi þegar að miklum notum og þar sé hraðvaxandi útgerð og fiskvinnsla, er aðeins hluti af 'hinnt fyrirhuguðu landshöfn fullbúin. Er sá áfangi þó með meiri hafnarframkvæmdum á landinu. Síðar verður unnt að stækka höfnina verulega. Myndin að ofan var tekin yfir Rifshöfn nú fyrir skömmu og sýnir mikinn bátafjölda, sem þar liggur. í baksýn er Ólafsvíkurenni. Myndina tók Guðmundur Gíslason. NÝTT SÍLDARLEITARSKIP Reykjavík. —■ EG. Stjórnarfrumvarp um smíði síldarleitarskips og síldargjald var lagt fram á Alþingi í gær. Gerir fyrsta grein frumvarpsins ráð fyr- ir að ríkisstjórninni verði heim- ilað að gera samninga um srníði á síldarleitarskipi, sem verði allt að 500 brúttólestir að stærð. í frumvarpinu segir, að grei'ða skuli af síld og síldarafurðum, Atvinnujöfnunars jóðurinn 1400 milljónir effsr 25 ár Reykjavík. — EG. FRUMVARPIÐ um atvinnu- föfnunarsjóð var tekið til fyrstu umræðu í efri deild Alþingis í Cær og mælti Magnús Jónsson fjár tnálaráðherra (S) fyrir frumvarp- inu. Skýrði hann efni þess, en síð- tPri tóku til máls af hálfu stjórnar- tt'/idstöðunnar þeir Páll Þorsteins- €on (F) og Björn Jónsson (K). — -^■■fjUndu þeir frumvarpinu flest til (oráttu og töldu lítinn hag í sam- fiykkt þess. Magnús Jónsson (S) fjármála- ráðherra sagði, að hinn hýi át- I vinnujöfnunarsjóður ætti ekki að koma í stað neins af þeim stofn- lánasjóðum, sem fyrir væru held- ur til viðbótar við það sem fyrir væri. Hann sagði, að eftir 25 ár mundi þessi sjóður verða orðinn \ 1400 milljónir króna, en tekjur ^ sjóðsins verða skattgjald af ál-, bræðslunni við Straumsvík. Kvað j Magnús eðlilegt að þeim tekjum , yrði ráðstafað til að efla og tryggja atvinnu í hinum dreifð- ; ari byggðum landsins. Stofnfé sjóðsins verður se:: segir: Eignir atvinnuhótásjóðs iEv. ' lögum nr. 40 frá 1962, 150 milljón króna framlag úr ríkissjóði er greiöist með jöfnum árlegum af- borgunum næstu iíu árin, 55 millj. af mótvirði óafturkræfs framlags Bandaríkjastjórnar 1960, 55 millj. króna, er greiddar verða á árunum 1966—69 og eftirstöðvar af mót- virðissjóði, sem greiða átti til Framkvæmdabanka íslands. Tekjur sjóðsins verða hins veg- ar: Skattgjald af álbræðslu við Straumsvík, að frádregnum 25% renna til Ilaínayfjarð^r fyrst% Framhahi á 15. síðu sem flutt er til útlanda, og skal gjaldið verða 0,3% af fob-verði út- flutts síldarmjöls og síldarlýsis, en 0,2% af fobverði annarrar útfluttr ar síldar og síldarafurða. Gjald þetta skal standa straum af kostn- aði við smíði hins nýja og full- komna síldarleitarskips, sem nú er áformað að byggja. í greinargerð er nytsemi síldar- leitarinnar rakin og á það bent að Ægir, sem einkum hefur verið not- aður til leitarinnar geti vegna Framhald á 14. síðu. LEITAÐ AÐ ÞÓRBERGI UM kl. 8 í gær var auglýst eftir Þórbergi Þórðarsyni rithöfundi í j útvax-pinu. Hann hafði farið að | heiman frá sér kl. 11 um morg- 1 uninn í sína daglegu gönguferð J og var væntanlegur heim aftur ; fimm mínútum fyrir hálf eitt, eða I rétt áður en fréttirnar hefjast. ; Ekkert hafði nú spurzt til Þór- I bergs allan daginn og var því jfarið að óttast um hann. Hjálpar- sveit skáta var kölluð út og leit hafin. Þegar leitað liafði verið í röskan klukkutíma kom Þór- heim til sín heill a luifi. Dulspeki dag- legs lífs „dTjlspeki DAGLEGS LÍFS” heitir nýútkominn bæklingur eftir Gretar Fells. Fjallar hann um daglegt líf og ýmsa þætti þess, sem oft er of lítill gaumur gefinn, og er boðskapur ritsins hinn at« hyglisverðasti. ( 2 5.v apríl 1966 - ALÞÝÐUBLAÐÍÐ

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.