Alþýðublaðið - 05.04.1966, Blaðsíða 3
- segir Emil Jónsson, utanríkisráðherra
Allar páskaferðir
til Suðurlands
EMIL JÓNSSON utanríkis-
ráðlierra, flutti ávarp í útvarp-
mu í gærkvöldi í tilefni af af-
mælisdegi N a t o . Honum fór-
ust orð sem hér segir:
„Fyrir nokkrum dögum var ég
staddur í ísrael. Þá vildi svo til,
að umræður voru á þingi þeirra
ísraelsmanna um fjárlög þeirra,
það var 23. fyrri mánaðar, meðal
annars til varnarmála. Utanríkis-
ráðherra þeirra, hérra Abba Eban,
EMIL JÓNSSON.
sagði við það tækifæri, að heit-
asta ósk þeirra ísraelsmanna væri
að friður mætti haldast, en hins-
vegar væri þeirra pólitík sú, að
varnir landsins væru nógu sterkar
til að geta mætt hverri þeirri
árás, er gerð kynni aö vera á land-
ið. Ég gat ekki annað skilið á
ræðu ráðherrans, sem ég að vfsu
ekki heyrði, en var birt í blöðum,
sem ég gat lesið, en að hann teldi
það öruggasta ráðið, óg jafnvel
það einasta, til viðhalds friðnum,
væri að efla svo varnarmátt þjóð-
arinnar, að þeir, sem kynnu að
geta hugsað sér árás á þjóðina,
og mér skildist að þeir væru til,
vissu fyrirfram, að varnirnar væru
það tryggar, að sú árás væri von-
laus og fyrirfram töpuð. — Því
minnist ég hér á þetta, að f dag
er dagur Atlantshafsbandalagsins,
þau samtök voru stofnuð 4. apríl
1949, fyrir seytján árum, þegar
samningurinn um þau var undir-
ritaður í Washington. — Sú hugs-
un sem liggur að baki stofnunar
þeirra samtaka, virðist mér hafa
verið nákvæmlega hin sama, og ut-
anríkisráðherra ísraels var að
lýsa, sú að bezta og öruggasta
leiðin til varðveizlu friðarins, þá,
og enn í dag hafi verið, og sé
sú, að efla varnarmátt hinna frið-
elskandi og frelsisunnandi þjóða,
þannig, að árás og friðrof væri svo
að segja óhugsandi, þessu tak-
marki hefur Atlantshafsbandalag-
inu tekizt að ná, þannig að síðan
það var stofnað hafa ekki orðið
neinar breytingar á valdaafstöðu
Evrópuríkjanna og alger friður
haldist á þessu svæði þó að ekki
hafi tekizt að leysa sambúðar-
vandamál evrópskra ríkja að fullu,
má þó segja að bandalagið hafi
komið í veg fyrir að vopn hafi
verið látin skera úr. Einn megin-
styrkur bandalagsins hefur verið
sá, að bæði bandariki Norður-
Ameríku og Kanada hafa staðið
með vesturevrópsku ríkjunum í
þessari viðleitni. Þáttur íslands í
samstarfinu hefur verið sá að
tryggja samgönguleiðirnar yfir
norðanvert Atlantshaf og er það
vissulega þýðingarmikill þáttur. Ef
Atlantshafsbandalagið yrði nú lagt
niður og liðstyrkur N-Ameríku
og Bretlands k\raddur heim af
meginlandi Evrópu, mundi hið við-
kvæma jafnvægi, sem tekizt hefur
að ná í Evrópu vera í mikilli
hættu.
Á síðustu árum hefur þunga-
miðja heimsvandamálanna flutzt
frá Evrópu til annarra heimshluta,
en vissulega er ekki hægt að
treysta því, að það ástand haldizt
um alla framtíð. Hvort hættunni
Fjöldi fágætra
bóka á uppboði
ÓVENJU margar fágætar bækur
verða á bókauppboði Sigurðar
Benediktssonar, sem haldið verður
í Þjóðleikhúskjallaranum í dag.
Alls verða boðin upp 140 núm'er
og er í mörgum tilfellum um tíma
ritasöfn að ræða.
Meðal fágætra uppboðsbóka má
nefna Ny Huss Postilla, sem tekin
var saman af Guðbrandi Þorláks-
syni og prentuð á Hólum árið
1597. Skemmtileg Vina-Gleði eftir
Mangús Stephensen, Leirá 1797.
Fornbréfasafn 1—24. Gestur Vest-
firðingur 1—5. Norðanfari, öll rit
verk Halldórs Laxness í fyrstu
útgáfu. Kongs Christians þess
Fimmta Norsku Lög, Hrappsey
1779. Ármann á Alþingi 1—4 ár-
gangur, útgefið í Kaupmannahöfn
1829—’32. Ferðabók Eggerts og
Bjarna, fyrsta útgáfa, prentuð í
Soröe 1772, og Jarðabók Árna
Magnússonar og Páls Vídalíns.
Auk þess sem hér hefur verið
talið verða seldar margar fágætar
ferðabækur og bæklingar.
í Evrópu verður bægt frá, er und-
ir því komið að vlðhaldið verði
bandalagi N.-Ameríkurfkjanna
og hinna frjálsu þjóða Vestur-Ev-
rópu. Á því virðist velta að her-
styrknum í Evrópu verði haldið við
sameinuðum, því að í grundvallar-
atriðum heldur Vestur-Evrópa á-
fram að vera sú þungamiðja sem
mest veltur á.
Samkvæmt stofnsamningi At-
lantshafsbandalagsins, hafa aðild-
arríkin átt kost á því að leita eftir
endurskoðun á samningnum síðan
1959, og hafa rétt til þess að segja
honum upp árið 1969.
Um þetta segir Brosio, fram-
kvæmdastjóri N a t o svo:
„En livað ber framtíðin í skauti
sínu? Þróunin á alþjóðasviðinu
kann auðveldlega að krefjast þess,
Framhald á 15 síð”
Reykjavík ÓO
MJK3Ð verður um ferðalög
um páskana að þessu sinni,
eins og undanfarin ár. Flestar
ferðaskrifstofur efna til hóp-
ferða og þær sem sjá um ut-
anlandsferðir eiga allar sam
eiginlegt að fara með ferða-
mannahóp til suðlægari landa.
Lítið er spurt um ferðir til
Norður-Evrópu á þessum árs
tima enda tæpast "komið vor
veður um þær slóðir fyrr en
í maí byrjun, og eftir langan
og dimman vetur er eðlilegt
að fólk vilji fljúga á einum
degi suður í sól og sumar
og njóta þar blíðunnar í páska
friinu.
Blaðið hafði samband við
nokkrar ferðaskrifstofur í gær
og spurðist fyrir um livert
þær byðu ferðamannahóp-
um um páskana í ár
og hvort eftirspurnir eft-
ir páskaferðum væri mikil.
Styzt frá að segja er upp-
pantað í flestar ferðanna fyrir
löngu siðan en í einstaka ferð
ir er enn hægt að komast, í
þeim tilfellum að farmiðar
hafa verið afpantaðir.
Páskaferð Útsýnar hefst 7.
apríl og verður flogið beint
til Malaga, á Spáni. Þar verð
ur gist á Hótel Rivera í 10
daga. Farið verður í eins dags
ferðir til Tangeir í Afríku,
Granada og Gfbraltar. Eftir 10
daga dvöl á Spáni verður flog
ið til London og þaðan heim
Framhald á 15. síðn.
WWWW*W%WW%*WWWWiWWWWWtWWWW
.Jflbfe/
Hótel Valhöll Þingvöllum
OPNAR
fimmtudaginn 7. þ.m.
HÓTEL VALHÖLL.
Cautiom
ba tófdous to jout health
Bjóðió ekki
hættunni heim!
Viðvörun á amerískum vindlingaumbúðum:
HEILSU yðar gæti stafað hætta af tóbaksreykingum
Krabbameinsfélögin
ALÞÝÐUBLAÐIÐ - 5. apríl 1966 3