Alþýðublaðið - 17.04.1966, Síða 9

Alþýðublaðið - 17.04.1966, Síða 9
I Séra Grímv.r: Fermingarhátíðin er gleöi og alvörustund. til á Snorrahátíðinni. Þá var Óiafi krónprins Norðmanna, boðið aust- ur í Þjórsárdal og heilmörgu öðru fólki og í þeirri ferð glataði ég fermingarúrinu mínu. Ég leit- aði að því bæði austur á Kamba- brún og lét leita að því við tjald- stæðið á Ásólfsstöðum, en það fannst ekki. Ef nú færi svo, að einhver er læsi þetta, hefði fundið úrið, væri mér ákaflega mikil þökk að því að frétta af því. Að lokum vil ég svo segja þetta, að þó að svo færi, að ég tapaði fermingarúrinu mínu, þá vildi ég ekki fyrir nokkurn mun glata þeim áhrifum, sem fermingin hafði á mig, né því, sem hún hefur fært mér yfirleitt. ☆ skemmtilegustu tímarnir. Við Þorsteinn Þorsteinsson, síðar togaraskipstjóri, gengum oft út með sjó, sem kallað var, eftir spurningar og t'öluðum um fisk og togara, en allir drengir voru á þeim tímum hrifnir af togur- um. í Garðinum var kaupmaður þá, sem hét Guðmundur Björns- son. Hann þekkti foreldra mína og bauð mér þess vegna heim. hann átti grammófón og plötur með Caruso, Wilhelm Herold og Pétri Jónssyni. Þetta fannst mér afbragð og varð Guðmundur á- samt grammófóninum eins konar yfirprestur hjá mér, sem átti hug minn allan. Við, þessi sex, vorum fermd, eins og áður segir, í Kirkjuvogs- kirkju. Presturinn var lengi að ferma okkur. Fyrst var löng stól- ræða, þá próf í kristnum fræðum, þá kom löng fermingarræða og viðeigandi fjöldi sálma, þá ferm- ingin sjálf og svo loks altaris- sakramentið; það mátti því segja að vel væri frá okkur gengið og það til frambúðar. Fósturforeldr- ar mínir, Ketill útvegsbóndi í Kotvogi og kona hans, Hildur, föðursystir mín, gáfu mér blá, fín föt, saumuð af Andersen & Lauth hér í Reykjavík; þá líka vasaúr með festi frá Einari Þórð- arsyni, úrsmið í Hafnarfirði, og var þetta þá á tímum mikið. Bjarni formaður gaf mér eina krónu, Ólafur stóri gaf mér aðra krónu, svo voru mér gefnar aðrar tvær krónur af einhverjum tveim- ur, sem ég man ekki vel, hverjir voru, svo að ég fékk alls fjórar Framhald á 15. síðu. SÉRA JÓN THORARENSEN 'svarar á þessa leið: Ég var fermdur í Kirkjuvogs- kirkju af séra Kristni Daníels- syni, sóknarpresti á Útskálum. Þá lá undir Útskálaprestakall allt Rosmhvalanes, Keflavík og Hafn- ir. Við vorum sex að tölu ferm- ingarbörnin, sem fermdust að Kirkjuvogi. Stúlkurnar voru fjór- ar, en við drengirnir tveir. Til spurninga gengum við um vorið úr Höfnum alla leið að Útskálum, við vorum fjóra klukkutíma að heiman til Útskála. í Keflavík bættust við fermingarbörnin þar, svo að þetta var stór hópur, þeg- ar öll börn höfðu bætzt við. — í Garðinum lágum við svo við, með- an á spurningum stóð. Við lærð- um Helgakver, 100 blaðsíðna bók og urðum að læra allt utan að, það var strembið. Presturinn spurði í Útskálakirkju og lágu þyngslj mikil í lofti, svo að sízt var hætta á að maður tæki víxlspor að óþörfu. Eftir spurningar var farið inn í eldhús prestsins, þar sem hin ágæta Guðbjörg ráðskona gaf okkur kaffi og tvíbökur. Eftir spurningar og kaffidrykkju hófst gleðskapur, boltaleikur og fleira og vildu þá fara af manni hátíð- legheitin, en útnesjabörnin koma í ljós, og auðvitað voru það MEÐ MAYWA ER BARNINU BORGIÐ ENGÍfíM BLEYJUÞVOTTyR neu maywa dieWegwerf-Windel aus feiner Zellstoffwatte mit Netzumhullung windeln Séra Jón: Fermingin milál hátíð í lífi mínu. MÆÐUR — Með hinum silkimjúku MAYWA BRÉFBLEYJUM er bleyjuþvottur yðar úr sög- unni, þar sem þœr notast aðeins eínu sinni. í MAYWA BRÉFBLEYJUM líður barni yðar veru- íega vel — því að MAYWA barnableyjur eru framleiddar úr sérstaklega fíngerðu og vönd- uðu bréfbleyjuefni, sem drekkur mikið í sigj og veitir fyllsta hreinlœti. MAYWA verndar hina afar viðkvœmu barns- húð gegn sœrindum. MAYWA molna ekkí — slitna lítið og erta þvi barnshúðina með minin- sta móti. MAYWA eru barninu beztar — ©g móðurinni hagkvœmar. LAUGAVEGS APÓTEK LAUGAVEGI 16 - SlMI 24045 ALÞÝÐUBLAÐIÐ - 17. apríl 1966 9 /

x

Alþýðublaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.