Alþýðublaðið - 21.04.1966, Síða 3
W//S/.W.'//,
VÆ/M
■
Xp.-X;'
g >.■;■ S
<'’'• :’:iv :Í:';;'
Kunni sjálfsvörn - lærði sjálfsstjórn
Rætt við Japanann Matsoka Savamuri; sem nú hlytur ísl. ríkisborgararétt
í TILEFNI af frétt frá Alþingi
um nýja ríkisborgara, náðum við
tali af þeim, sem lengst er að
kominn, Japananum Matsoka
Savamuri, Suðurgötu 14.
„Ég kom hingað 17. júní 1959
■ sem judo-þjálfari á vegum íþrótta
félagsins Ármanns. Ég hafði þá
starfað í Finnlandi um nokkurt
skeið sem judo þjálfari við lög-
.regluskóla þar og einnig í fleiri
löndum Evrópu, svo sem Hollandi
og Luxemburg. Til Evrópu kom
. ég frá Bandaríkjunum, én þar
hafði ég hið sama fyrir stafni.
Ég byrjaði með eigin þjálfunar-
og nuddstofu á Ránargötu, 1962
og hef nú þjálfunarstofu hér að
Ránagötu 14. Þetta er alluiða lík
amáþjálfun til að herða iíkam-
ann gegn ýmsum kvillum. svo
sem gigt og þess háttar.“
„Þegar ég var í japanska hern
um“, hélt Savamuri áfram á sinni
ógætu íslenzku, vann ég á Tjik-
ini sjúkrahúsinu í Indónesíu sem
hjúkrunarmaður. Á læknalista
þessa spítala sá ég fjarska ein-
kennilegt nafn. Þetta var nafn j
Björgúlfs Ólafssonar, fyrsta ís-
lenzka nafnið, sem ég ^á. En
Björgúlf sá ég aldrei, svo ég
vissi til. En mig hefur alltaf
langað til að hitta hann.“
„Já, það var erfitt að dvelja
hér fyrst í stað. Erfiðast var að
skilja fólkið, enda þótt margir
skildu ensku. Mér lá oft við gráti
af þessum sökum og hreinni ör-
vinlan. En erfiðast af öllu var
fyrir mig að skilja inntak lýðræð
isins, eins og það er framkvæmt
á íslandi. Ég hafði verið í Ame-
ríku og heyrt Ameríkana lýsa því
yfir, að þeir væru mesta Jýðræð
isþjóð í heimi. Og ég hafði kynnst
beirra túlkun á lýðræðinu i 4 ár.
Ég hafði kynnst því, að í því
landi er það brottrekstrar- eða
tugthússök að fremja smá mistök,
koma of seint einu sinni eða
valda einhverjum lítilfjörlegum ó
'bægindum. Slíkt finnst mér hæp
ið að kalla lýðræði. í Finnlandi
reyndi lítið á þetta, þar sem ég
var alltaf umkringdur lögreglu-
þjónum, og reyndar má segia það
sama um önnur Evrópulnnd. En
bó hef ég góða ástæðu til að
segja að á íslandi ríki hið eina
og sanna lýðræði. Hér útkljá
menn ekki deilumál með ;.nefun-
um, hnífum og. ýmsu enn verra,
eins og algengt er í Asíuiöndum,
• ekki sízt í Indónesíu. Hér er mað
urinn virtur á annan hátt en ég
hafði áður kynnst. Réttur manns,
til að verja henduí sínar er
meiri. Ég skildi þetta ekki fyrst.
Ég hafði lært sjálfsvörn og oft
burft á henni að halda. Hér lærði
óg sjáifsstjórn og er Guð; þakk
'átur fyrir það. Bezti kennari
minn í þeim efnurn", sagði Sa-
vamuri brosandi, „er kona mín.
Ég varð ástfanginn árið eftir að
ég kom hingað, eftir allan þenn
an flæking, og giftist íslenzkri
konu.“
Þessar skemmtilegu athuga-
semdir leiddu af sér þá spurn-
mgu, hvort Austurlandabúi héldi
ekki áfram að hugsa sem slíkur,
enda þótt hann öðlaðist ríkisborg
ararétt í framandi landi.
„Ég hugsa eins og Vesturlanda
Framh. á 14. síðu.
Unga fólkið á mikinn þátt
Reykjavík. — EG.
ÞAÐ hefur komið fram í al-!
þjóðaskýrslum að ísland hefur nú
þriðju liæstu þjóðartekjur í Evr-
ópu. Þet.ta er ekki að þakka tækni
þekkingu okkar eða verkmenn-
ingu, heldur held ég, að þetta sé
fyrst og fremst vegna þátttökú
unga fólksins í atvinnulífinu al-
mennt. Á þessa leið mælti Sig-
urður Ingimundarson (A)er hann
mælti fyrir nefndaráliti allsherjar
nefndar sameinaðs þings um til-
lögu Benedikts Gröndals og
hans um lækkun kosningaaldurs
niður í 18 ár.
Sigurður sagði, að allsherjar-
nefnd væri sammála um þá breyt-
ingu á tillögunni, að miða ekki
við 18 ár, heldur fela þingkjörinni
nefnd að athuga um lækkun kosn-
ingaaldurs ótiltekið og athuga
jafnframt um breytingu á fjár-
ræðis og giftingaraldri með tilliti
til breyttra þjóðfélagsaðstæðna.
Skal nefndin skila áliti um þetta
mál áður en næsta reglulegt Al-
þingi kemur saman.
Þá fór Sigurður nokkrum orðum
um mikilvægan þátt unga fólksins
í atvinnulífinu er skólafólk á
í sumrum starfaði að mikilvægum
framleiðslustörfum og öðlaðist
þannig skilning á skyldum og
réttindum þjóðfélagsþegnánna.
| Hann minnti að lokum á að í
Norðurlandaráði hefði' verið sam-
I þykkt fyrir nokkru að skora á rík-
: isstjórnir Norðurlandanna að
lækka kosningaaldur, og kvaö
liann ekki illa til fallið að við
j íslendingar yrðum þar fyrstir til
I að stíga þetta skref.
REYKJAVÍK:
Nótabátar úr Reykjavik. sem
leggja upp í Þorlákshöfn
fengu 358 tonn s.l. sólai'hring.
Afli einstakra báta var sem
hér segir (tölurnar tákna smá
lestir):
Hannes Hafsteinn 20 Qsk
ar Halldórsson 13, Þórður Jón
asson 30, Snæfell 10, Hegri
12, Vigri 55, Viðey 20, Þor-
steinn 23, Pétur Sigurðsson
25, Reykjaborg 40, Ólafur
Magnússon 35, Súlan 25, Gísli
Árni 30 og Akraborg 20 tonn.
Netabátar, sem róa frá
Reykjavík, hafa fengið dágóð
an afla. Hæstir frá febrúar-
lokum eru:
Helga með 800 tonn Ásþór
660, Björgúlfur 640, Húni II.
570, og Svanur með 532 tonn.
Friðrik Sigurðsson er einnig
talsvert hár, en tölur voru
ekki áreiðanlegar um afla
hans.
*5 '
HAFNARFJÖRÐUR:
Aðeins 5 af 18 Hafnarfjarð
arbátum lögðu upp þar í gær.
Afli var heldur lélegur. Ver
ið er að skipa út heilfryst-
um fiski, sem flytja á til
Rússlands, hátt á þridja
hundrað tonnum. B.v Nairfi
veiddi þennan fisk. Útflytj-
andinn er Guðmundur Jörunds
son.
EYRARBAKKI:
Frá Eyrarbakka ganga 5 bát
ar í vetur. Austan bræla er í
dag og fáar veiðifréttir. f gær
var sæmilegur afli. Meðal-
afli á bát er nú um 500 tonn.
Brim hefur ekki hamlað sjó-
sókn það sem af er vertíð,
enda þótt oft hafi verið erfið
sjóveður.
Undanfarin tvö sumur hef-
ur verið unnið að hafnarfram
kvæmdum á Eyrarbakka. , í
sumar verður unnið fynr um
5 milliónir. Er þar um að
ræða byggingu skjólgarðs fyrir
utan bátana, en þetta hefur
ekki áhrif á sundin. Bátar^ir
geta lagt að bryggju hven$er
sem er, án þess að þurfa þð
sæta sjávarföllum, eins ogf á
Stokkseyri, en þar er muni
igrynnra. Á Stokkseyri róa
einnig 5 bátar, þar at’ einn
með troll. Afli hefur vefið
svipaður og á Eyrarbakka. "
KEFLAVIK: :
Dágóður áfli hefur verjð Mjá
Keflavilkurbálj'im undanfarl ía
daga, einkum nótabátum. Þahn
ig kom Sieurpáll frá Sánd-
gerði með 75 tonn í gær fig
fleiri bátar höfðu reitings-
afla.
ÞORLÁKSUÖFN:
Góður reitingur hefúr vér-
ið í net að undanförnu, þejta
10—15 tonn á bát að jafn-
aði. Á vegum Meitils róa 6
bátar, en auk þess ’eggja
þar uop tveir aðrir bátþr.
Mikill fiöldi báta landa í Þor
Framh. á 14. síðu.
ALÞÝÐUBLAÐIÐ - 21. apríl 1966 3