Alþýðublaðið - 23.04.1966, Blaðsíða 13
Bönnuð innan 16 ára.
Sýnd kl. 7 og 9.
SIRKTJSSÖNGVARINN
Ný litmynd með Elvis Presley
Sýnd kl. 5.
íVSarnie
Spennandi og sérstæð ný lit-
mynd, gerð af Alfred Hitehcock
með Tippi Hedren og Sean Conn
ery.
íslenzkur textl.
Sýnd kl. 5 og 9.
Hækkað verð
Bönnuð innan 16 ára.
„ -H
KOBÁMfeGSBiÐ
Sími 41985
Konungar sólar-
innar.
(Kings of the Sun.)
Stórfengleg og snilldarvei gerð
ný, amerísk stórmynd í Úturo og
Panavison.
Yul Brynner
Sýnd aðeins kl. 5
Bönnuð *nnan 12 ára.
Leiksýning kl. 8.30
SMURI BRAUÐ
Snittur
Opið frá kl. 9 — 23,30
Braoðstofan
Vesturgötu 25.
Sími 16012
hana íangaði ekki til að skreppa
til Oniston meðan hún væri í
Englandi.
— Nei, sagði hún, — Það kæri
ég mig ekki um. Hún hló og
bætti glaðlega við: — Ég get
heyrt fyrir mér, það sem hann
Ben Barnes myndi segja ef ég
kæmi heim núna. Ég yrði að
athlægi.
Ferðalagið gekk vel og hún
var ekki sérlega þreytuleg þeg
ar flugvélin lenti á flugvellinum
í London. Og hún spurði mikið
í leigubílnum heim til systur Stu
arts.
— Er sy'lir yðar gift?
— Já, sagði Stuart. — Maður
hennar er sjóliðsforingi. Þau
eiga tvö börn. Ég er viss um'
að þið eigið eftir að kunna vel
hvor við aðra.
Og það gerðu þær.
Stórt, skemmtilegt húsið, hlát
ur barnanna og hjartanlegar mót
tökur Brendu Forbes ollu því
að Aliee fannst hún eiga lieima
þarna.
Stuart kvaddi strax og honum
létti við að finna hve vel kon
urnar tvær virtust skilja hvor
aðra. Það var ákveðið að hann
sækti Aliee eftir tvo daga.
Alice notaði tímann hjá
Brendu vel. — En hvað það er
dásamlegt að sjá arineld aftur,
sagði hún þegar þær settust nið
ur með tebolla.
Brenda leit á hana. Gamla
konan var grönn og veikluleg
en hún var ung í anda. Hún
brosti þegar henni var hugsað
til þess hvernig Alice Preston
hafði strax spurt hana um fjöl
skyldu hennar.
— Svo að bróðir yðar býr
ekki hiá yður? hafði hún spurt.
— Hann Stuart? O nei, liann
hefur íbúð í hjarta Lundúna.
Svo er hann á eilífðar flakki.
Alicé hafði sjálf liugsað heil
mikið um betta. — Hann giftir
sig einn góðan veðurdag.
Brenda brosti vantrúuð. Nei,
ég held að hann gifti sig aldrei.
Hann hefur alltof mikið að gera
með að hugsa um fyrirtækið.
Svo kom Stuart til að sækja
hana. Þær kvöddust með virkt
um og Alice og Stuart lögðu af
stað.
Þegar þau komu á flugvöllinn
gat Alice ekki varist tilhugsun
inni um sína fyrstu flugferð og
um taugaóstyrk sinn og hræðslu.
En nú gekk hún rólega til flug
vélarinnar sannfærð um að ferð
in gengi vel.
Hún leit upp til unga manns
ins við hlið sér. Hún dáðist að
honum og henni þótti mjög vænt
um hann. Hann var karlmannleg
ur eins og Lee og auk þess ind
æll og blíður. Engin kona gæti
nokkru sinni staðizt hann.
.... ... mi
10
Ef ég hefði aðeins verið 40
árum yngri — grönn og fögur
og ung hugsaði hún.
Þegar þau voru setzzt í flugvél
ina reyndi hún strax að sofna.
Hún vildi 'gjarnan vera úthvíld
þegar hún hitti Deborah. Barnið
mátti ekki halda að amma henn
ar væri gömul og útslitin.
Svo minntist hún þess a® De
borah var ekki lengur barn held
ur ung sautján ára stúlka. Og
það var eins og sú staðreynd ylli
'því að fi'éttaleysið um hana
gerði hana órólega. Hún var sann
færð um að það væri eitthvað
að heima hjá syni hennar — eitt
hvað sem hún yrði fyrir alla
muni að hjálpa til að lagfæra. .
19.
Alice leið vel þegar hún vakn
aði. Stuart brosti til hennar. —
Hve langt er síðan þér liafið hitt
son yðar? spurði hann.
— Það er ekkj langt síðan.
Hann bjó heima í nokkra daga
þegar hann var í fríi í hitteð
fyrra. Ég er með mynd af hon
um og fjölskyldunni héma c%a
hversstaðar. . .
Hún rótaði í tösku sinni og
dró fram mynd. Georg var herða
breiður kraftalega vaxinn maður
og kona hans all grönn, já, næst
um horuð. En unga stúlkan sem
stóð við hlið þeirra var mjög
fögur.
— Þetta er sonardóttir mín
Deborah, sagði Alice hreykin. —
Hún likist Mary eins og þér sjá
ið en innrætið er líkt Caroline
yngstu dóttur minni.
Hún hélt áfram að tala um
fjölskylduna og sína fögru son
ardóttur meðan flugvélin nálgað
ist Afríku æ meira.
Þegar flugvélin að lokum lenti
og þau komu út í blindandi sól
ina var Stuart Venables í leiðu
skapi. Því nú áttu þau að kveðj
ast og yfir kveðjum þeirra var
eitthvað óafturkallanlegt, ‘ sem
hryggði hann.
En Alice Preston var yfir sig
hrifin. — En hvað þetta er fram
andi og litríkt, sagði hún þegar
hún sá dökka tollverðina í hvít
um kakíbuxum og skrautlegum
skyrtum.
Stuart hló. — Já Nigería er
litríkar; en New York.
Alice hlustaði ekki á hann.
Hún hafði komið auga á Georg
og konu hans — og nú sá hún
líka granna lióshærða stúlku sem
hljóp til hennar.
— Caroline! Caroline!
Alice Preston varpaði sér í faðm
yngstu dóttur sinnar.
Stuart Venables hafði horft
á endui’fundi Alice og Mary f
New York en fundirnir við Car
oline líktust þeim ekki. Hér
féllu gleðitár blönduð hlátri og
straum af ánægiu og hrifningu.
Loksins minntist Alice Prest
on ferðafélaga síns. — Hérna
er yngsta dóttir mín Caroline. Og
þetta er Stuart Venables sém
fór með mér alla leiðina frá Am
eríku og hingað.
Stuart brosti og þrýrti hönd
Caroline. Hún var á að gizka 25
ára og hún var jafn fögur og
Mary systir hennar.
— Komið þér sælir og vei-
komnir herra Venables, sagði Cár
oline brosandi og vék til hlið
ar til að bróðir hennar og mág
kona kæmust að.
George og Joan voni greinilega
mjög hrifin yfir að sjá Alice.
George tók hana í sinn breiða
faðm og þrýsti henni eftirminni
lega að sér. — Það er dásamlegt
að sjá þig aftur, sagði hann og
svo hrukkaði hann ennið og
bætti áhyggjufullur við: —En
þú ert ekki hraustleg. . .
— Ég er þreytt, svaraði hún.
— Þetta hefur verið löng ferð.
Stuart kvaddi þau fyrir utan
flugvöllinn. Alice hallaði sér út
úr bílnum og bað innilega. —<
Viljið þér ekki koma og heim
sækja mig fljótlega Stuart. Við
erum orðnir gamlir vinir.
Tíu viltlir hestar gætu ekkl
varnað mér þess, sagði hann og
brosti breitt.
Fermingar-
■ uf« / /
gjofm i ar
Gefið menntandi og
þroskandi fermingar-
gjof.
NYSTROM
Upphleyptu landakortin
Og hnettirnir leysa vand i
ann við landafræðinám-
ið.
Festingar og leiðarvísir
með hverju korti.
Fást í næstu bókabúð.
Heildsölubirgðir:
Árni Ólafsson & Co
Suðurlandshraut 12
sími 37960.
Lesið Alþýðubiaðið
©PIB
UKIUIUI
ö MOCO
ALÞÝÐUBLAÐIÐ - 23. apríl 1966 J.3