Alþýðublaðið - 23.04.1966, Blaðsíða 14

Alþýðublaðið - 23.04.1966, Blaðsíða 14
Ingólf s-Caf é Gömlu dansarnir annað kvöld kl. 9 Hljómsveit Jóhannesar Eggertssonar Söngvari: Grétar Guðmundsson. Aðgöngumiðasala frá kl. 5. Sími 12826. Rithöfundar Framhald af 3. síðu. samskipti og samvinnu rit- höfunda í hinum ýmsu lönd um sem eru í sambandinu og telur að óhjákvæmilegt sé, að m'ál Sinjavskí og Daniels verði endurskoðað sem fyrst og rithöfundarnir verði náaðir. Loks hefur verið ákveðið að aða.ritari COMES, Ciancarlo Vigorelli, fari til Moskvu til að kynna sovézkum yfirvöldum þess- •ar ákvarðanir forsetaráðsins og kanna hvort enn séu forsendur fyrir að halda áfram samskiptum. Tilkynn- ingin er undirrituð af Gui- seppe Ungaretti (Ítalíu). for séta, J. Luis Aranguren Spáni), Halldóri Laxness Nóbelsverðlaunahöfundi (ís- landi), John Lehman Jenan Sartre (Frakklandi) varafor- setum, og Ciancvarlo Vigor- elli (Ítalíu) aðalritara. Einn af varaforsetum COMES er Halldór Laxness og Thor Vilhjálmsson á sæti í stjórnarnefnd COMES. Kísilgúr Framhald af 3. síðu. Islenzkum kísilgúr og veita þá tæknilegu aðstoð við framleiðsl- una, sem getur haft úrslitaáhrif .$• gæði kísilgursins. Hinn 7. apríl 1965 skipaði ríkis- fitjórnin nefnd til að semja við Johns-Manville um samvinnu í kísilgúrmálinu. í nefndinni eiga sæti: ., Magnús Jónsson, fjármálaráð- lierra, formaður. m nöícl 'innin^arijjjoU SJAS. Dr. Jóhannes Nordal, banka- stjóri. Karl Kristjánsson, alþingismað- ur. Pétur Pétursson, forstjórl. Ritari nefndarinnar hefur ver- ið Halldór Jónatansson, lögfræð- ingur. Viðræður við Jolins-Manville hafa frá því fyrsta verið jákvæðar og eru nú komnar á lokastig. Er gert ráð fyrir að stofna tvö hluta- félög, framleiðslufélag og sölufé- lag. Framleiðslufélagið reisi og reki kísilgúrverksmiðjuna, en sölu félagið annist söluna erlendis. — Hlutaféð í framleiðslufélaginu mundi skiptast þannig, að ríkið ætti minnst 51%, Johns-Manville minnst 39%, og sveitarfélög á Norðurlandi allt að 10%. Á hinn bóginn er ráðgert, að Johns-Man- ville sé eini eigandinn að sölufé- laginu, enda þótt ríkisstjórnin skipi fulltrúa í stjórn þess. í frumvarpi þessu er gert ráð fyrir að veita þær lagaheimildir, sem hið fyrirhugaða samkomulag við Johns-Manville þarfnast til viðbótar þeim heimildum, sem fyr- ir hendi eru. Fyrirkomulagið á hinni fyrirhuguðu samvinnu við Johns-Manville verður einkum að því levti frábrugðið samkomulag- inu við hollenzka fyrirtækið, að í stað þess að staðsetja sölufé- lagið erlendis, eins og samkomu- lagið gerði ráð fyrir, yrði það stað- sett hér á landi, og hefur þetta í för með sér verulega aukningu á skattatekjum íslendinga. Jafn- framt yrði Johns-Manville eini eigandi sölufélagsins, en eftirlit af hálfu ríkisstjórnarinnar með söluverðinu yrði tryggt með því að hafa fulltrúa í stjórn fyrirtæk- isins eða sérstakan eftirlitsmann, sem hefði greiðan aðgang að bók- um og skjölum þess. Þá er ráðgert að semja um skattgreiðslur á þann veg, að félögin greiði einn skatt, sem samsvari tekjum hins opin- bera af beinum sköttum samkvæmt lögum um tekju- og eignarskatt og lögum um tekjustofna sveitar- félaga. Rannsóknir á hráefni úr Mývatni hafa farið fram undanfarið í Bandaríkjunum á vegum Johns- Manville. Hafa rannsóknirnar m. a. staðfest, að hráefnið verður ekki vegna þátttöku hins erlenda aðila í fyrirtækinu. Er þá jafn- framt ætlazt til þess, að gerðar verði sérstakar ráðstafanir um skiptingu skattteknanna milli ríkissjóðs, sveitarfélaga og sér- sjóða, þótt eigi sé tímabært að setja nánari ákvæði um það efni að þessu sinni. Gervihjarta Farmhald «f aíðu 1. stjórnaði skurðaðgerðinni. Derudder er fyrsti maður sögunnar sem lifir með gervi- hjarta. Við rúmstokkinn hefur verið komið fyrir þrýstilofts- vél, sem heldur hjarta.iu starf andi. Sjúklingurinn á að hafa þetta hjarta í að minnsta kosti eina viku. Derudder hefur þjáðst af lijartasjúkdómi í 25 ár. Lækn- arnir telja, að hér sé um að ræða eftirköst gigtarsjúkdóms. Uppskurðurinn gekk ekki snurðulaust, en hann tók sex tíma. Um tíma brást hægra hjartahólfið og blóðþrýstingur inn lækkaði ískyggilega mikið, en með því að nudda hjartað og með aðstoð svokallaðrar hjartalungnavélar tókst lækn- unum að færa starfsemi hjart- ans í eðlilegt horf. Uppskurðurinn og smíði gervihjartans hafa kostað um það bil 192 milljónir íslenzkra króna, Læknar við Meþódistaspít- alann í Houston telja, art með tið og tíma muni gervihjörtu hjálpa 75—90% þeirra hjarta- sjúklinga, sem skera má upp. Dr. Debakey vonar einnig, að sjúklingum með gervihjarta verði kleift að lifa eðlilegu lífi. Isal Framh. af 1. síðu 'þriðju umferð og koma málinu til efri deildar. Voru margir menn á mælendaskrá og helzt svo að sjá, að framsóknai'þingmönnum haft verið skipað að sýna að ekki væri frekari klofningur í liðinu en fram er kominn með frá hVarfi Björns Pálssonar og Jóns ' Skaftasonar. ÍOOOOOOOOOOOOOOOOCXXXXXXX ooooooooooooooooooooooo<- útvarpið Laugardagur 23. apríl 14.30 f vikulokin, 16.00 Á nótum æskunnar Jón Þór Hannesson og Pétur Steingrímsson kynna létt lög. 17.35 Tómstundaþáttur barna og unglinga Jón Pálsson flytur. 18.00 Útvarpssaga barnanna: „Tamar og Tóta“ eftir Berit Brænne Sigurður Gunnarsson endar lestur sögunn ar í eigin þýðingu (11). 18.35 Söngvar í léttum tón. 20.00 Atriði úr óperunni „Cavalleria Rusticana" eftir Mascagni. Sandor Konya og Ingeborg Exner syngja með kór og hljómsveit útvarpsins í Köln; Franz Marszalek stj. 20.20 Leikrit: „Mannskemmdaskólinn", gaman- leikur eftir R. B. Sheridan Þýðandi: Árni Guðnason. Leikstjóri: Benedikt Árnason. Síðari hluti. oooooooooooooooooooooooo Verkamannafélagið Dagsbrún Félagsfundur verður haldinn í Lindarbæ sunnudaginn 24. apríl 1966 kl. 2 e.h. Dagskrá: 1. Félagsmál 2. Uppsögn samninga. 3. Önnur mál. Félagsmenn eru beðnir að sína skírteini við innganginn. Stjórnin. IÐNlSYNINGIN w lönsýningin 1966 Ákveðið hefur verið, að gerð skuli prjón- merki úr málmi af merki Iðnsýningarinn- ar 1966. í tilefni þess óskar Iðnsýningamefnd eftir tilboðum í smíði merkjanna og útboðslýs- ingar vitjað á skrifstofu Landssambands iðn- aðarmanna, Iðnaðarbankahúsinu, Lækjar- götu. Frestur til að skila tilboðum rennur út 15. maí. Iðnsýningarnefnd. VB oezt nSn Jarðarför rr.óður okkar Ólafar Jónsdóttur frá Hæðaren.da Grindavík fer fram frá Fossvogskapellu mánudaginn 25. þ.m, kl. 3 síðdegis. Börn hinnar látnu. Eiginmaður minn og faðir okkar Ingi Þór Stefánsson andaðist í Landakotsspítala 22. þ.m. Hrefna Ingimarsdóttir Stefán Þór Sigmar Þór. Augiýsingasíminn er 14906 23. apríl 1966 - ALÞÝÐUBLAÐIÐ

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.