Alþýðublaðið - 23.04.1966, Blaðsíða 9
% Dólguxinn, faðir hennar.
uðu skopi; ekki veit ég um söng-
frama Jóns með Svíum en heim
er hann kominn efldur og end-
urnýjaður leikari; það er eftirsjá
að honum skuli ekki hafa notazt
þessi móður í stóru hlutverki í
vetur. Hlutverk Þrídísar er vafa-
laust erfitt hlutskipti ungri og
lití reyndri leikkonu. Mér þótti
Sigríði Þorvaldsdóttur takast það
eftir öllum vonum, en mest kvað
að henni í þriðja þætti í mynd
og líkingu plastbombuköstum; —
þessi frammistaða er hið bezta
sem ég hef séð til leikkonunnar.
En eyða var í leiknum fyrir
hlutverki líkkistusmiðsins sem
Jón Julíusson fór me'ð. Það er
auðvelt að gera sér í hug-
Þrír pipuhattar, fegurðarstjórinn ogr Sine Manibus.
arlund hvílíka fígúru leikari
á borð við Brynjólf Jóhannesson
til dæmis hefði gert sér úr þessu
hlutvérki; þarna fór eitt af ónot-
uðum tækifærum sýningarinnar.
Prjónastofan Sólin virðist hin
vandaðasta sýning að öllum ytri
búnaði eins og við á þar
sem nóbeishöfundur og leikhús-
ráðsmaður á í hlut. Leikmynd
Gunnars Bjarnasonar er svipmik-
ið og vandað verk, að vanda hans,
en óstyrkur var á ljósabeitingu í
lokaalriðinu á frumsýningu. Fay
Werner hefur aðstoðað við atrið-
in með pípuhöttunum og hinum
prýðisfríðu þokkadísum, og hefði
leikstjóri að vísu mátt nota sér
bá aðstoð betur eins og vikið var
-V.' ■
að. Magnús Blöndal Jóhannsson
sér um tónlist í leiknum, organ-
slátt vindanna í frönsku villunni
sem vel hæfir.
Og þetta var sem sé skrýtlan
um frönsku villuna. Það fór ekki
svo að hún skæri úr neinu um
leikhúsmennsku Halldórs Lax-
ness. En Prjónastofan Sólin er að
vísu eftir sem áður áhugaverðasta
leikhúsverk hans sem enn hefur
birzt, áfangi á leið hinnar fjar-
stæðufullu, fáránlegu orðlistar í
leikritum og smásögum hans á
síðustu árum, sú tilraunin sem
kemst næst því að lánast. En nú
er að sjá hvað vcrður í Iðnó þessu
næst. — Ó'J.
Kvikmyndin um Hagbarð og
Signýju hlaut danskan styrk
Eins og sagt hefur verið frá í
Alþýðublaðinu verður mikill hluti
kvikmyndarinnar um Hagbarð og
Signýju tekin hér á landi í sumar.
Að kvikmyndinni standa þrjú kvik
myndafélög, Asa Film Studio í
Kaupmannahöfn^ Bonniers Film í
Stokkhólmi og Edda film i Reykja
vík.
Leikstjórinn verður Daninn Gab
riel Axel.
Þótt félög í fleiri löndum stundi
að kvikmynduninni virðast dansk
ir telja að hér sé um danska kvik
mynd að ræða. Segir í þarlendu
blaði að þetta verði dýrasta
danska kvikmyndin er gerð hefur
verið og mun kostnaðurinn nema
um 2.5 milljónum danskra króna.
Þá hefur danska kvikmyndaráðið
sem heyrir undir menntamálaráðu
ið styrkt fyrirtækið með 600 þús
und dönskum krónum úr sérstök
um kvikmyndasjóði.
Danskir kvikmyndamenn sækja
mjög fast að fá fjárveitingu úr
sjóðí þessum en liún er aðeins
veitt telji kvikmyndaráðið að um
sérlega listrænar myndir sé að
ræða, sem ætla má að hafi menn
ingarlegt gildi.
Vinnuvélar
til leigu.
Leigjum út pússninga-steypu-
hrærivélar og hjólbörur.
Rafknúnir grjót- og múrhamrar
með borum og fleygum.
Steinborvélar — Vibratorar.
Vatnsdælur o.m.fl.
LEIGAN S.F.
Sími 23480.
RÓSIR
Nýkomnar pottarósir frá Danmörku, tak-
markaðar byrgðir.
Mjög gott úrval af allskonar pottablómum,
grænum og blómstrandi. — Vorlaukar —
Dalíur, — Bónd'arósir — Anemonur —
Gladíolus — Begoníur o. fl.
Blómaskáli Paul Michelsen
Hveragerði.
VANTAR
2 góða húsgagnasmiði eða vana verkstæð-
ismenn til innréttinga skólabyggingar úti
á landi.
Allt frítt. — Upplýsingar í síma 14900
eftir kl. 1 á daginn.
Ríkisjörðin Álffavatn
í Staðarsveit
er laus til ábúðar í næstu fardögum. Upp-
lýsingar gefnar í Jarðeignadeild ríkisins í
Landbúnaðarráðuneytinu.
LÖGTAK
Eftir kröfu tollstjórans í Reykjavík og að undangegnum
úrskurði verða lögtökin látin fram fara án frekari fyr-
irvara, á kostnað gialdenda en ábyrgð ríkissjóðs, að
átta dögum liðnum frá birtingu þessarar auglýsingar,
fyrir eftirtöldum gjöldum:
Áföllnum og ógreiddum skemmtanaskatti og miða-
gjaldi, gjöldum af innlendum tollvörutegundum, mat-
vælaettirlitsgjaldi og gjaldi til styrktarsjóðs fatlaðra,
skipulagsgjaldi af nýbyggingum, bifreiðaskatti, skoðunar-
■gjaldi og vátryggingariðgjaldi ökumanna bifreiða fyrir ár-
ið 1966, öryggiseftirlitsgjaldi fyrir árið 1965, sölu-
skaiti 1. ársfjórðungs 1966 og hækkunum á soluskatti
eldri tímabila, svo og tryggingaiðgjöldum af skips-
höfnum ásamt skráningargjöldum.
Yfirborgarfógeti-nn í Reykjavík, 22. apríl 1966.
Kr. Kristjánsson.
Stangveiðimenn
Til leigu er laxveiðréttur í Fljótaá fyrir
landi jarðanna Skeiðs, Bakka, Stóru-þverár,
Berglands, Berghyls og Hólakots.
Afnotaréttur af íbúðarskála gæti fylgt.
Tilboðum sé skilið fyrir 10. maí n.k. til
Baldurs Eiríkssonar, Siglufirði, se.m jafn-
framt gefur frekari upplýsingar.
RAFVEITA SIGLUFJARÐAR.
ALÞÝÐUBLAÐIÐ - 23. apríl 1966 $