Alþýðublaðið - 01.05.1966, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 01.05.1966, Blaðsíða 3
l DM i&if mm [ nR ffleS : :Æ' £* Jjj§§| , ■■ i - ÆB Tm iiIllllSil A |§pl Ki rá ' .í . SlllK ' '■# . ■ ' ® •-•■ :-i’, /■.•••, ■/ •; ' ■ ■ vr": :v:.. ; . ■ ;. '. :-■ ■ ■ ■ . : .im ■*;: ■• •*:/■'•y.'í'J."7/ ••; - S«gÍftiP-jWH rJ-‘ :j 'V'V/v'v'; 5/ý/j C; - :V.V'.'.V /■••■;.• '• •'. -: •: •' ;'•'; . V; •;■.■:■:■ •■•■’•■' ótlCÍ'. v'í.v: ' ■■.■■■ ■. ;:::.; - • 'íMliMéiÉt; - ■ -. ;<.■>■ ';,7'.9&S ÍiiÉ .':•■ :’•;' .7; •••';,: m ■ ■ Haustið 1915 hófu sjómenn bar- áttuna íyrir félagsstofnun, og var togaraháseti einn, Jón Guðnason að nafni, i broddi fylkingar hvað framkvæmdirnar snerti. Ólafur Friðriksson blés mjög að kolun- um. Hafði hann um sumarið birt nokkrar greinar í Dagsbrún um ókjör þau, sem sjómennirnir áttu við að búa, ekki sízt hinar miklu vökur á togurunum, og í byrjun október kom grein ein, sem hvatti sjómenn til að stofna fé- lag. Jón Guðnason sneri sér líka til Jónasar Jónssonar frá Hriflu, sem reyndist að vera mjög hlynntur málinu. Laugardaginn 16. október var svo haldinn fund- ur í Goodtemplarahúsinu í Reykjavík til að ræða um stofn- un sjómannafélags. í byrjun fundarins voru 50 manns mættir og voru þeir sennilega allir sjó- menn nema Ólafur Friðriksson og Jónas Jónsson frá Hriflu. Hóf Jón Guðnason umræðurnar, sem snerust um þörfina á því að sjó- mannafélag yrði stofnað, og var það samþykkt með öllum greidd- um atkvæðum. Enn fremur var það samþykkt, að hvorki skipstjór- ar né stýrimenn, er störfuðu sem slíkir, mættu vera í félaginu. — Síðan var kosin nefnd til að semja uppkast að lögum fyrir fé.- lagið, og voru þessir menn kosn- ir: Guðleifur Hjörleifsson, Jón Guðnason, Hjörtur Guðbrands- son, Ólafur Friðriksson, Jónas Jónsson frá Hriflu, Jósep Hún- fjörð og Ólafur Guðmundsson. . Laugardaginn 23. október 1915 var hinn eiginlegi stofnfundur haldinn. Laganefndin, sem kosin hafði verið á undirbúningsfund- inum, lagði fram frumvarp til laga fyrir hið væntanlega félag, og hafði Ólafur Friðriksson orð fyrir henni og bar síðan fram tillögu um að stofnað yrði Há- setafélag Reykjavíkur, og var það samþykkt. Eins og nafn félagsins b.endir til, var það meiningin að ein- ungis hásetar gætu verið félags- menn. Var sú ákvörðun tekin í þeim tilgangi að íitiloka skipstjóra og stýrimenn, sem höfðu að ýmsu leyti andstæða hagsmuni við há- seta og stóðu jafnan við hlið út- gerðarmanna þegar hagsmunirnir rákust á, enda voru ýmsir þeirra sjálfir litgerðarmenn. En bæði vélstjórar og kyndarar voru líka útilokaðir frá félaginu, og kemur mönnum það undarlega fyrir sjónir, sérstaklega hvað kyndur- unum viðvíkur. Ástæðan til þeirr- ar ókvörðunar mun hafa verið sú, að bæði kyndarar og vélstjór- ar fengu enga hlutarbót, en þær kröfur, sem félagið hugðist að gera, voru aðallega um hækkun á hlutarbótinni, lifrarpeningun- um, og mun hásetum hafa fund- izt að kyndarar væru eitthvað sér- stakt og sér óviðkomandi. Sam- kvæmt lögunum var tilgangur fé- lagsijtis sá, „að styðja og efla hag og atvinnu háseta.” Það kemur greinilega í ljós, að togaraháset- ar voru kjarni félagsins og hags- munir þeirra voru ráðandi. Stjórn- in skyldi vera skipuð 7 mönnum, og var hún kosin á næsta fundi félagsins 29. október. Gjöld til félagsins voru, mjög lág. Var inn- gangseyrir 2 kr. og árstillag 4 kr. Á stofnfundinum var ákveðið að semja skyldi svokölluð aukalög, sem áttu að ákveða kröfur félags- manna gagnvart útgerðarmönnum. Fundurinn 29. okt., þar sem stjórnin var kosin, var í raun og veru framhaldsstofnfundur. Jón Bach, fyrrverandi togaraháseti, var kosinn formaður, en ritari Ólafur Friðriksson. ★ 75 KRONUR Á MÁNUÐI. Hásetafélagið hóf baráttu sína gegn atvinnurekendum með því að setja hin svonefndu aukaiög á félagsfundi hinn 3. nóvemþer. Var þar ákveðið að enginn félags- maður mætti ráðast á skip öðrU' vísi en að ráðningarsamningur hans væri innritaður á skipshafn- arskrána og í viðskiptabók hans. Um laun togaraháseta var það á- kveðið að mánaðarkaup skyldi vera 75 kr. og fæði og að lifrin skyldi skiptast jafnt milli skip- stjóra, stýrimanna, bátsmanns oe hásetanna. Skyldi lifrin vera seld með hæsta verði, sem unnt væri að fá án tilhlutunar frá útgerðar manni, sem þó átti forkaupsréíf; á henni. Kröfur togarahásetannsj voru afar vægar þegar tekið eé tillit til þess, að dýrtíðin hafðj vaxið mjög frá stríðsbyrjun. Þeir kröfðust engrar hækkunar á mánj aðarkaupinu, og hvað lifrjna snerti kröfðust þeir aðeins þessj að halda réttinum til þess að fá fullt andvirði hennar eins og áður Framhald á .5. síðu ALÞYÐUBLAÐIÐ - L maí 1966 3 y

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.