Alþýðublaðið - 01.05.1966, Blaðsíða 6

Alþýðublaðið - 01.05.1966, Blaðsíða 6
FÁ ORÐ birtast jafn títt á prenti þessa stundina og orðið alúmín eða ál, eins og nú er farið að kalla þennan ágæta málm. Oftast birt- ist þetta orð í sambandi við um- ræður, að við ekki segjum deilur, um verksmiðju eina mikla, sem fjTÍrhugað er að byggja í landi veru til framleiðslu á téðu efni. Ekki viljum við blanda okkur í þau átök. En í tilefni af öllu þessu kom okkur í hug, að ekki væri úr vegi að ræða lítillega við suma af: þeim mönnum, sem við alúmín fást alla daga og smíða úr því ó- likustu hluti Við brugðum okkur inn I Voga, þar sem á vegg hang- ir skilti eitt mikið : ALÚMÍNIUM — OG BLIKK- SMIÐJA, SÚÐARVOGI 42. — Hvað framleiðið þið helzt hér? spyrjum við verkstjórann, Mágnús Tliorvaldsen. — Þetta ér almenn blikksmíða- og alúmínium vinna í sambandi við byggingar. Framleiðsla úr aiú- míni er einkum í sambandi við sjávarútveginn. Þarna er um að ræða pökkunarborð, færibönd, frystipönnur og fleira í þessum dúr, en eftirspurn fer ört vaxandi á þessu sviði. Og Magnús hélt áfram : Við fáum mest af efninu fró Þýzkalandi og Rússlandi. — Þýzka efnið er yfirleitt ágætt, en það rússneska vill vera mis- jafnt. — Magnús kvaðst bjart- sýnn á fyrirhugaðar framkvæmd- ir varðandi álframleiðslu hér- lendis, en bætti við : Ég geri mér engar gyllivonir um, að alúmínið verði neitt ódýrara, þótt það verði framleitt hér. Hvernig var það ekki með áburðinn, átti hann ekki að verða ódýrari? Eða sementið? Nei, ég hef enga trú á því. En hins vegar geri ég mér vonir um annað þýðingarmikið atriði og það er, að það ætti að mega reikna með meira úrvali og fljótari af- greiðslu. Það var erfitt að handsama „strákana,” þeir voru önnum kafn- ir við störf. Þeir virtust sammála um það, að þetta væri skemmti- legt starf, þrifalegt, jöfn vinna með dálítilli eftirvinnu og ný suðu tækni gerði starfið léttara og skemmtilegra. í KEXVERKSMIÐJUNNI FRÓN vinna nær 60 manns, mest kven- fólk. Verksmiðjustjórinn, Ágúst Jóhannesson, kvað ekkert sérlega Benedikt: Ný suðutækni gerir starfið skemmtilegra. Texti: Guðbjartur Gunnarsson Myndir: Jóhann Vilberg. Á miðju gólfi í stóra salnum uppi voru nokkrar stúlkur í kring- um færiband, sem fullt var af ilmandi kremkexi. Tvær þessara stúJkna virtust í fljótu bragði mjög líkar í útliti, ljóshærðar og sætar. En þegar við ávörpuðum þær, virtist þeim vefjast tunga tönn og þær sögðu í bjagaðri ís- lenzku, að þær kynnu ósköp lítið í málinu ennþá. Elizabeth og Margrethe Brown eru ekki aðeins systur, heldur og tvíburar. Þær eiga íslenzka móður og amerískan föður og ólust upp'í Ameríku, nán- ar tiltekið Kansas City, þar til þær voru 15 ára og íluttu með sex, svo að vinnutíminn var nokk- uð langur. En núna, blessaður vertu, þetta er elckert orðið, mað- ur er að gutla í þessu til fjögur.” Ágústa Einarsdóttir hefur unnið sex ár í Frón. Og þar sem hún sat og vigtaði hið vinsæla súkku-. Elisabeth og Margrethe Brown: íslenzkir strákar t spennandi að ræða um kexfram- leiðslu á íslandi á sama tíma og flutt væri inn útlent kex og selt í landinu fyrir tugi milljóna. En er hann vísaði okkur um hina mjög svo vistlegu sali verksmiðj- unnar, sáum við ekki betur, en að framleiðslan væri í fullum gangi., Þórður Ólafsson er sá, sem „eld í hlóðir ber” og kveikir undir kötlunum fyrir allar aldir. „Ég er búinn að vinna hér í 18 ár”, segir Þórður, gamall trilhiformaður frá Djúpi. Hann vildi lítið úr því gera, að hann hefði umsjón með ýms- um hlutum í daglegum rekstri verksmiðjunnar. „Ég kveiki undir ofnunum um sex ieytið, set krem í vélarnar og undirbý svona eitt og annað fyrir kerlingarnar. Hérna áður var alltaf unnið til laðikex og setti sellófan utan um pakkana, spurðum við hana um starfið. „Ég kann ágætlega við þetta starf. Þetta er góð vinna, enda þótt kaupið mætti vera hærra. Elcki get ég sagt, að ég sé sólgin í kex,”. sagði Ágústa og brosti. „En ég get bragðað eina og eina köku ennþá. — Starfsfólki hefur fækkað talsvert við það, sem var, áður en innflutningur hófst á út- lenda kexinu. En hérna uppi er ágætt að vera. Niðri er oft erfitt. Ýmislegt sem þar er unnið, er varla kvenmannsverk.” Starfsmenn Alumín- og blikksmiðjunnar: Frá v. Magnús Thorvalds en, verkstjóri, Kormákur Bragason, Reynir Helgason, Gunnar Jó- hannsson, Benedikt Jóhann sson, Guðlaugur Kristinsson. móður sinni heim til íslands fyr- ir tveimur árum. „Við kunnum alveg prýðilega við okkur hér,” sögðu þær báðar, „og hér ætlum við að vera kyrr- ar.” Þetta er annar vinnustaður- inn, sem við reynum hér og lík- ar vel.” Margrethe liefur þó of- urlitla athugasemd fram að færa um íslenzku piltana: „Þeir drekka allt of mikið,” sagði hún. En syst- ir iiennar var ekki eins gagnrýnin og sagði aðeins: „Mér finnst þeir ágætir.” „Blessaðir verið þið ekki að taka myndir af okkur,” sögðu þeir Sigurður Erlendsson og Karl Vil- hjálmsson, þar sem þeir mund- nrðit kúbein og vélsög eina mikla niðri á bryggju. „Við erum bará 1. maí 1966 - ALÞÝÐUBLAÐIÐ

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.