Alþýðublaðið - 01.05.1966, Blaðsíða 9

Alþýðublaðið - 01.05.1966, Blaðsíða 9
1. maí ávarp Alþjóðasambands frjálsra verkalýðsfélaga: FRIÐUR ER FORSENDA ALLRA FRAMFARA Vcrkaniwin allra landa. Alþjóðasamband frjálsra verka- lýðsfélaga sendlr ykkur sínar innilegustu bróðurkveðjur á þessum hátíðisdegi verkamanna um heim allan, þessum degi, sem er táknrœnn fyrir alþjóðlega sameiningu verkalýðsins hvar sem er í heiminum, þegar við minn- umst forystumannanna, sem fært hafa samtökum okkar margan sig- urinn í baráttu liðinna ára, og þegar við jafnframt horfum fram á leið til framtíðarinnar og búum okkur undir þá baráttu, sem enn er fram undan. Á síðastliðnu ári hefur mark- visst starf og barátta hinna frjálsu verkalýðssamtaka borið verulegan árangur í mörgum löndum og orð- ið til þess að verkalýður þeirra hefur notið stöðugri vinnu, meiri frístunda og borið úr býtum sann- gjarnari hluta þeirra auðæfa, sem þessi lönd framleiða. Samt er það enn staðreynd að meira en helmingur allra íbúa jarðarinnar þarf að líða skort. Bilið milli ríkra og snauðra þjóða fer ennþá breikkandi, og þetta bil heldur áfram að breikka, ef ekki er gripið til gagngerðra og víðtækra ráðstafana. Segja má að baráttan fyrir sjálfsstjórn og sjálfstæði sé svo að segja til lykta leidd, er frá eru skilin fáein vígi nýlendu- stjórnar og afturhalds, svo sem Rhodesía, Suður-Afríka og ný- lendur Portúgals. Slíkur sigur mun aftur á móti reynast hinum hungruðu milljónum heimsins innantómur og til lítils gagns, ef eigi reynist imnt að finna leiðir, sem geta stuðlað að því að gera þær þjóðir, sem nýlega hafa öðl- azt frelsi og pólitískt sjálfstæði, einnig efnahagslega sjálfsmeg- andi. Auðvitað er þetta verkefni þessara nýju þjóða sjálfra, fyrst og fremst — þær verða sjálfar að leggja sig allar fram, endur- bæta þjóðskipulag sitt frá grunni, ef slíkt reynist nauðsynlegt, koma á hjá sér þeim umbótum er geri þeim kleift að njóta stöðugs hag- vaxtar og félagslegra framfara. En hinar auðugri þjóðir heims verða einnig að láta þeim í té að- stoð sína. Unz sá dagur rennur upp að félagslegt réttlæti ríkir um heim allan mun Alþjóðasam- band frjálsra verkalýðsfélaga aldrei slaka á í baráttunni fyrir meiri samhjálp og frjálsari við- skiptum. Verkamenn í löndum þeim, sem nýlega hafa öðlazt sjálfstæði sitt, og skipað hafa sér í raöir alþýðu- samtakanna eru fúsir og fullfærir um að leggja fram krafta sína við að efla og byggja upp hin nýstofnuðu sjálfstæðu þjóðfélög, en því aðeins að þeir séu frjáls- ir og njóti stuðnings óháðra og frjálsra verkalýðssamtaka. Enn einu sinni heitir Alþjóða- samband frjálsra verkalýðsfélaga því að veita nýstofnuðum verka- lýðssamtökum þróunarlandanna á- framhaldandi stuðning og aðstoð, aðstoð til þess að þjálfa leiðtoga, skipuleggja félagasamtök, til þess að hrinda í framkvæmd ýmsum félagslegum umbótum og til þess að standa gegn árásum á frelsi þeirra og sjálfstæði. Eins og ævinlega áður er Al- þjóðasambandið þess albúið að verja rétt verkamanna til þess að skipuleggja og reka sín eigin samtök án utanaðkomandi íhlut- unar. Þessi réttur verður varinn með öllum tiltækum ráðum, hvað- an sem honum kann að vera hætta búin. Hinum frjálsu verkalýðsfélög- er það vel ljóst, að friður þjóða í milli er nauðsynleg forsenda fyrir félagslegum framförum. Lát- um þjóðirnar jafna ágreining sinn við samningaborðið. Látum þær samþykkja alþjóðlega afvopnun undir traustu eftirliti. Á þann hátt væri unnt að veita ógrynni fjár til baráttunnar gegn hungid og skorti. | Verkamenn allra landa heims, eflið frjáls verkalýðssamtök ykfc- ar sem vopn til varnar friði ng frelsi, og til eflingar félagslejgu réttlæti hvarvetna. Höldum ótrauðir áfram baráttu Alþjóðasambands frjálsra verka- lýðsfélaga fyrir brauði, friði 'þg frelsi — til handa öllum verka- mönnum hvar sem er í heiminuln. Gegn kúgun og einræði hvar sem er í heiminum Ávarp til verkamanna Á ÞESSUM hefðbundna og táknræna hátíðisdegi verka- manna, 1. maí, sendir Alþjóða- samband frjálsra verkalýðsfé- laga, sem telur meira en 60 milljónir meðlima í öllum álf- um heims, innilegustu bróður- kveðjur sínar til verkamanna í þeim löndum, sem lúta verða einræðisstjórn, hvort sem slík stjórn byggist á kommúnisma, fasisma, hernaðar- eða ný- lendustefnu. í nafnl allra þeirra verka- manna, sem teljast innan vé- banda hinnar frjálsu verkalýðs hreyfingar, fullvissum við ykkur um samstöðu okkar við þá baráttu, sem þið heyið gegn kúgun og ofbeldi, og heit- um ykkur stuðningi í bar- áttunni við að ná markmiði, sem er okkur öllum sameigin- legt, en til þess telst réttur- inn til að skipuleggja samtök að eigin geðþótta, mannsæm- andi laun og yinnuskilyrði, mannleg virðing og félagslegt réttlæti, ófalsað lýðræði og frjálsar kosningar. Við gerum engan greinai> mun á mismunandi tegundum kommúnisma, hvort heldur hann er kenndur við Sovétrík- in eða Kína, Kúbu eða Júgó- slavíu, og sama máli gegnir um hinar ýmsu fasistastjórnir, sem við völd eru, það skiptir okkur ekki máli hvort þar er um að ræða einræðisstjórn á Spáni eða í Portúgal, lögreglu- riki í Paraguay eða Haiti, eða ríkisstjórnir, sem byggja vald; sitt á kynþáttaofsóknum, eins og í Rhodesíu og Suður-Af- ríku. Alþjóðasamband verka- lýðsfélaga berst gegn einræði i hvaða mynd sem er, og kúg- un. Er við höldum hátíðlegan 1. maf árið 1966 er okkur efst f huga tveir minnisstæðir at- burðir, sem skeðu fyrir um það bil 10 árum, en það er uppreisn pólskra verkamanna í Poznan síðast í júnímánuði árið 1956, og ungverska bylt- ingin í október og nóvember sama ár. í báðum þessum upp- reisnum stóðu verkamenn, á- samt æskumönnum þessara landa, í fylkingarbrjósti, og það voru þeir, sem mestar þjáningar urðu að þola, þegar þessar uppreisnir voru bæld- ar niður á hinn ómannúðleg- asta og blóðugasta hátt sem hugsazt getur af lögreglu og hersveitum kommúnista, sem nutu stuðnings rússneskra skriðdreka en án slíkrar íhlut- unar Sovétríkjanna hefðu sveitir uppreisnarmanna aldrei verið yfirunnar. Frjáls verkalýðsfélög heims- ins hafa heldur ekki gleymt öðrum eftirminnilegum atburð um, er verkamenn hafa reynt að brjótast undan ofbeldi og kúgun, svo sem uppreisninni í Austur-Berlín og öðrum borgum á sövézka hernáms- svæðinu í Þýzkalandi í júní- máríuöi árið 1953, kröfugöng- um verkamanna í borginni Plzno í Tékkóslóvakíu og verk fallinu í nauðuagarvinnubúð- um í Vorkuta í Sovétríkjun- um. Þegar þessir atburðir áttu sér stað lýsti Alþjóðasamband frjálsra verkalýðsfélaga yfir ó- trauðum og virkum stuðningi sínum við málstað þeirra verka manna, sem voru að berjast fyrir sjálfsögðum lágmarks- réttindum, og sambandið lýsir enn yfir þeirri óbifandi trú sinni að barátta þeirra muni að lokum bera árangur. Samstaða okkar mun einn- ig að lokum yfirbuga þær fas- istastjórnir, sem með hervaldi hefur tekizt að halda völdum um alllangt skeið. Afturhalds- stjórn Francos á Spáni hefur nú verið við völd í samfellt 27 ár, en nú má sjá þess nokk- urn vott, að hún hafi neyðst til þess að taká nokkurt tillit til verkamanna. Ekki er þar : með sagt að ofbeldi gagnvart : spænskum yerkamönnum; úr sögunni. Á þessu ári hafa átt sér stað fjöldahandtökur og frekari réttarhöld yfir verka mönnum, þeir verið dæmdir til langrar fangelsisvistar, I útlegð eða misst atvinnu sína fyrir þátttöku í verkföllum. Alþjóðasamband frjálsra verkalýðsfélaga mun aldi’ei hætta ótrauðri baráttu sinni, fyrr en hvers konar harð- . stjórn hefur verið yfirunnin og auk einræðis Francos á Spáni á það sérstaklega við um 34 ára einræðisstjórn An- tonio Salazars í Portúgal, 12 ára stjórn Alfredo Stroessn- er hershöfðingja í Paraguay, 9 ára ógnarstjórn Fraricois Du- valier á Haiti og hin blóðugu yfirráð Fidelo Castrós á Kúbu, en nú eru 7 ár liðin frá því hann brauzt s þar til valda. Verkamenn í einræðisríkj- um heims. Hughreysti ykkar og dirfska í baráttunni gegn ofbeldinu vekur aðdáun allr- ar hinnar frjálsu verkalýðs- hreyfingar. Rödd 60 milljóna verkamanna, sem eru félags- bundnir í Alþjóðasambandi frjálsra verkalýðsfélaga mun aldrei þagna unz frelsi ykkar, bætt vinnuskilyrði og lífsskil- yrði hafa verið tryggð, ykkur til handa. ALÞÝÐUBLAÐIÐ - 1. maí 1966 $

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.