Alþýðublaðið - 06.05.1966, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 06.05.1966, Blaðsíða 4
mmm> RltaJJAr»r: Cylfl Gröndal (íb.) og Benedlkt Gröndal. — JUtatíSrnerfuIl. tról: KlBur GuSnaaon. — Stmar: 14900-14903 — Auglýslngaalml: 1490«. Aðaotur AlþýBuhúalO vlS Hverflsgötu, Reykjavflc. — PrentsmiSJa AlþýOu blaSdua. — Aakrlftargjald kr. 95.00 — I lausasöhi kr. 6,00 tíntaklfl. KJtgefandl AlþýSuflokkurtntL Klofin ctndstaða AKÞINGI lauk störfum í gær. Hefur verið anna- samt á þinginu síðustu vikur og mikill fjöldi laga samþykktur. Ekki er þó svo, að kastað hafi verið höndum til allrar þessarar lagasetningar, því mörg mál hafa verið í athugun í nefndum þingsins mán- uðum eaman. Mestu deilumál þessa þings hafa verið frumvörp- in um að heimila svissneska álfélaginu að reisa vold uga málmbræðslu sunnan við Hafnarfjörð og frum- varpið um samstarf við bandaríska félagið Johns- Manville um framleiðslu og sölu á kísilgúr við Mý- vatn. Bæði þessi mál eru þýðingarmikil og flókin. Er jafn óraunhæft að hefju þessar framkvæmdir til skýjanna og sjá ekkert nema dýrð og gróða við þær, eins og að sjá ekkert mema hættur og voða. Skynsamlegasta afstaðan er þarna á milli, sú sem Alþýðuflokkurinn hefur fylgt, að gera sér grein fyr- ir kostum og göllum málanma og taka ákvörðun eftir rnati á hvorttveggju. Framsóknarmenn reyndu að æsa sig upp bæði á móti álbræðslunni og kísilgúrverksmiðjiuini. Átti að gera þetta að meiri háttar árásarmálum gegn rík- isstjóminni og fella hana. En þjóðin tók ekki undir þetta lýðskrum. Hún sá í gegnum þessa ofstækis- stefnu og hafnaði henni. Fór svo að lokum í báðum málum, að þingflokkur framsóknarmanna klofnaði. Tveir þingmenn neituðu að greiða atkvæði gegn ál bræðslunni og fimm þingmenn neituðu að beita sér gegn kísilgúrnum. Verður því að segja, að þingið endaði ógæfulega fyrir framsóknarmenn. Skyldi stefna þeirra og stjórnarandstaða í öðrum málum ekki vera jafn óraunhæf og hún er í þessum tveim? Tvö þúsund milljónir ÞEGAR RÆTT ER um framkvæmdir Reykjavík- urborgar á undanförnum árum, er ástæða til að minn ast þess, hve mikil skattheimta borgarinnar hefur verið. Síðustu fjögur ár, frá 1962 til 1965, hefur skatt- heimta Reykjavíkurborgar hækkað úr 351 milljón fyrra árið upp í 685 milljónir, eða næstum tvöfaldazt. Á þessum fjórum árum hafa Geir Hallgrímsson borgarstjóri og menn hans haft til umráða 2.128 miHjónir króna. Eru þá ekki taldar með tekjur borg arfyrirtækja eins og rafveitu, hitaveitu, hafnarinn- ar. Þakkað skyldi borgarstjóra, þótt einhver spor sæjust eftir 2.128 milljónir króna. En skyldi allt þetta fé hafa notazt eins vel og unnt er? Skyldi fjármálastjórnin vera eins góð og af er látið? 4 6. maí 1966 - ALÞÝÐUBLABIÐ Vel haldið á málum sveitarfélaganna í útvarpsumræðunum á þriðju dagskvöldið, vék Gylfi Þ. Gíslason menntamálaráðherra nokkrum orðum að ummælum Gils Guð mundssonar, um það sem Gils kall aði óþarfa innflutning. Gylfi sagði þá meðal annars: Háttvirtur þingmáður Reyknes inga, Gils Guðmunds., hefur enn einu slnni sýnt það, að honum læt ur miklu betur aff tala um bók menntir og menningarmál en efna hagsmál. Hann dellir mjög á rík isstjómina og kauþsýslustéttimar fyrir þaff, hversu mikið væri flutt Vinnuvélar tu leisn. Leigjum út pússninga-steypn- hrærivélar og hjólbörnr. Rafknúnir gr jót- og múrhamrar með boram og fleygnm. Steinborvélar — Vibratorar. Vatnsdælur o.m.fl. LEIGAN S.F. Slmi 23480. T rúlof unarhringar Fljót afgreiðsla Sendum gegn póstkröfu. Guðm. Þorsteinsson gullsmiður Bankastræti 12. SERVÍETTU- PRENTUN SÍMI 32-101. Gúmmískór Strigaskór Vaðstrígvéf á alla fjölskylduna. Sendi í póstkröfu. Skóverzlun og skóvinnu stofa Sigurbjöms Þorgeirssonar Miðbæ við Háleitisbraut 58-60. Sími 33980 til landsins af óþarfa eins og er lendum kökubotnum og kexi. Slík ummæli sýna betur en margt ann að, hversu margir leiðtogar stjórn arandstöðunnar hafa staðnað gjör samlega í gömlum tíma og átta sig bókstaflega ekki neitt á þeirri grundvallarbreytingu í efnahags málum og viðskiptalífi, sem átt hefur sér stað á undaförnum ár um. Ef hér væri ennþá gjaldeyris skortur og ef innflutningur al mennra nqluðsynja Væri ennþá takmarkaður, eins og áður var, þá mætti eflaust átelja yfirvöld tfyirir að veita innflutningsleyfi fyrir erlendum kökubotnum og er lendu kexi eða deila á kaupsýslu menn fyrir að nota takmörkuð leyfi og takmarkaðan gjaldeyri til innflutnings slíkrar ineyzluvötru, sem auðvitað má vel vera án. En það er engu likara en ým?ir leið togar stjórnaranfRstöðuaþiar lifi svo sterklega í liðnum tíma, það er engu líkara en þeir séu svo aft Brauðhúsíð Laugavegi 126 — I Sími 24631 ★ Allskonar veitingar. ★ Veizlubrauð, snittur. ★ Brauðtertur, smurt brauð Pantið tímanlega. Kynnið yður verð og gæði. urhaldssamir í hugsunarhætti, að þeir hafi alls ekki áttað sig á því ennþá að tímar leyfisveitinga og gjaldeyrisskorts eru löngu liðn ir. Ef þessum gamaldags mönnum geðjast ekki að því, að hér sé t.d. erlent kex og erlendir kökubotn ar til sölu og að slík vara sé keypt, og ef þeir vilja deila á einhvem fyr ir slíkt eiga þeir að deila á þá, sem kaupa þessar vörur, á neytenduma á húsmæðurnar. Það er ekki hægt að deila á kaupsýslustéttirnar fyrir að flytja inn þær vörur sem neyt endur vilja fá keyptar. Það er þeirra hlutverk. Og ennþá siður er hægt að deila á stjórnarvöld in fyrir að halda þannig á gjald- eyrismálum þjóðarinnar, að hægt sé að flytja inn þær vörur, sem neytendumir og húsmæðurnar vilja geta keypt, án þess að þurfa að neita þeim um nokkuð annað í staðinn. Meðan menn í aðalatrið um geta fengið þann gjaldeyri, sem þeh' óska eftir að kaupa til vöruinnflutnings, er við engan ann an að sakast en neytandann sjálfan ef mönnum geðjast ekki að því, sem inn er flutt. Þegar verið er að deila á stjórnarvöld og kaup sýslumenn vegna þess, að flutt sé inn eitthvað, sem einhverjir kalla óþarfa, þá ber það einungis vott um, að menn eru staðnaðir í gömlum tíma, sem er löngu liðinn hjá, og kemur vonandi aldrei aft ur. Menn geta auðvitað deilt á hvernig almenningur ráðstafar tekjum sínum, en um það er hvorki við stjórnarvöld né kaup sýslumenn að sakast.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.