Alþýðublaðið - 06.05.1966, Blaðsíða 7
Vill koma sem allra
fyrst hingað aftur
Vestur-íslenzka söngkonan
Stefani Ann Cristophersson, er
dvalizt hefur hér á landi um
sex mánaða skeið fór aftur
heim til Bandaríkjanna í síð-
ustu viku. Stefani Ann skemmti
hér víða með söng sínum og
vakti mikla athygli, enda orð
in vel þekkt söngkona í Banda
ríkjunum.
— Mér fannst mjög gaman
að vera hérna á íslandi og mig
langar til að koma sem fyrst
aftur, helzt í sumar. sagði Stef
ani Ann, er við hittum hana
að máli upp í Hábæ á miðviku
daginn, en þar héldu nokkrir
vinir hennar henni og móður
hennar kveðjuhóf, en þær
flugu aftur til Bandaríkjanna
aðfaranótt fimmtudags.
— Mér fannst mj gögott að
koma hér fram fyrir áheyrend
ur, heldur Stefani áfram. —
Þeir eru mjög þakklátir, og
það er alveg dásamlegt fyrir
skemmtikrafta að finna að á-
þorfendur kunna að meta það,
sem flutt er þeim til skemmt
unar.
Aðspurð um framtíðarverk
efni ,sagðist Stefani ætla að
halda áfram söngnámi, bæði í
háskóla og einnig í einkatímum
og hún sagðist hlakka mikið
til að geta farið að vinna aftur
að söngnáminu. Hvort hana
langaði til að gerast kvikmynda
ieikkona? — Ef til vill, en frek
ar í „amateur“ kvikmyndum,
en hún sagði að mikið væri um
það nú í Bandaríkjunum að ein
staklingar gerðu kvikmyndfr,
sem margar væru mjög góðar
og væru sýndar víðs vegar í
kvikmyndahúsum. Annars sagð
ist Stefani mest langa til að
fá að leika og syngja á Broad
way.
Stefani Ann hefur frá því
að hún var fjögurra ára göm
ul sungið opinberlega og hefur
haft á hendi aðalhlutverk í 14
söngleikjum, auk fjölmargra
aukahlutverka. Stefani Ann
býr með foreldrum sínum í
Taho Valley í Kaliforníu.
TOM JONES
Gerð 1963 eftir sögu B'enry
Fielding fyrir Woodfall Films.
líandrit: John Osborne'.
Kvikmyndataka: Walter Lass-
ally.
Tónlist: John Adison.
Klipping: Anthony Gibbs.
Affalhllrtjverk: Albert Finney,
Susannah York, Hugh Griff
ith, Edith Evans, og fl..
Framleiðandi og leikstjóri: Tony
Richardson.
Tónabíó. 129 mín.
Tom Jones burðast með fjögur
Osearsverðlaun og eru þau nán
ar sem hér segir. Bezta mynd árs
ins ‘63. Richardson fyrir bezta
leikstjórn. Osborne fyrir handrit
ið og Addhon fyrir tónlistina. Auk
þess hefur hún hlotið ýmsar við
urkenningar.
Ytra byrðið er svo sannar-
lega glæsilegt, hlaðið heiðurspen
ingum í bak og fyrir. Það er því
engin furða, þótt almenningur
bregði sér í Tónabíó til þess að
njóta skemmtilegrar kvöldstund
ar. En því miður, þá verða margir
fyrir vonbrigðum. Undir öllum
heiðurspeningunum er lítjð að
finna. Efni og efnismeðferð rista
grunnt og skilja ekkert eftir. Með
þessu er ekki átt við. að mynd
in sé léleg, hún er létt og leikandi
atburðarásin hröð en þar af leið
andi oft yfirborðskennd. Það, sem
átt er við með þvi að segja, að
myndin valdi vonbrigðum, er það
sama og að segja, að nemandi,
sem fær 9,5 í vetrareinkunn en
fær ekki nemá 8,5 á prófi, valdi
vonbrigðum. Enginn mundi álíta
hann slæman nemanda, hann
brást aðeins vonum manna. Það
sama gerir myndin Tom Jones.
Tony Riehardson aðhyllist þá
stefnu í kvikmyndagerð, sem nefn
ist á útlendu máli „free cinema“.
Rvikmyndir sem gerðar !eru í
þessum anda hafa sameiginlega
þessa eiginleika: trú á frelsið (í
kvikmyndagerð) trú á mikilv. hvers
dagslífsins og mikilvægi einstakl
ingsins. Mörg atriðí myndarinnar
sýna, að hugmyndaflug Richard
sons er mikið, en því verður þó
ekki neitað, að sum atriðin hafa
mistekizt. Til dæmis má taka atr
iðið fyrir veiðiferðina, er menn
fá sér í glasinu áður en hundun
um er sleppt lausum. Hér ætlar
Riehardson sér greinilega að skapa
það ástand, sem ríkir áður en
veiðarnar hefjast. Spenningur og
eftirvænting liggja í loftinu. Á
horfandinn verður hins vegar
ruglaður vegna of hraðra skipt-
inga og ekki síður vegna fríhend
is kvikmyndatöku, sem orsakar
titring á myndfletinum.
Walter Lassally fylgir sömu
stefnu og Richardson. Hann ger
ir ýmsar tilraunir í myndinni. t.
d. kvikmyndar hann allar næt
ursenur við of lítið ljósmagn. Það
fer í taugarnar á öllum, að burfa
Framhald á 10. síffu.
Jom Jones og frú Waters: Gisting að Upton.
Vor- og sumarkápur
í miklu úrvali.
Einnig hollenzkar rúskinnskápur og jakkar.
Kápta og dömubúðin
Laugavegi 46.
SUMARDVÖL
Þeir sem ætla að sækja um sumardvöl fyrir
fötluð börn, í sumardvalaheimili voru í
Reykjadal, Mosfellssveit, tali við skrifstof-
una, Sjafnargötu 14. Sími 12523 og 19904.
Stjórn Styrktarfélags lamaðra og fatlaða.
ÚtgerÖarmenn - Skipstjórar
Óskum eftir viðskiptum við humar- og tog-
bóta, á komandi sumri.
Kaupum síld til frystingar.
MeitiUinn h.f.
Þorlákshöfn.
Loftorka sf. - TILKYNNIR
Tökum aff okkur hvers konar jarffvegsframkvæmdir,
höfum til leigu öll tæki þeim tilheyrandi.
Gerum tilboff ef óskaff er.
LOFTORKA SF.
Verktakar, vinnuvélaleiga.
Hólatorgi 2, sími 21450.
Útgerðarmenn - Skipstjórar
Síldarverksmiðjan er tilbúin að taka á móti
síld.
Mjöinir hf.
Síldar- og fiskimjölsverksmiðjan,
Þorlákshöfn.
TEAK - EIK
HANNES ÞORSTEINSSON
X ý k o m i ff :
Teak margar stærðir.
Japönsk eik: 2“—2V2”—4”
Askur: lVá”—2”
Álmur IVi”—2”
Afrormosia: Uá”—2”—2Vá“
Brenni: 2”—3”
ALÞÝÐUBLAÐIÐ - 6. maí 1966 J