Alþýðublaðið - 08.05.1966, Qupperneq 1

Alþýðublaðið - 08.05.1966, Qupperneq 1
Sunnudagur 8. maí 1966 - 46. árg. - 103. tbl. VERÐ 5 KR. ÞÉIR ERU GRALLARALEGIR þessir pjakkar. Við hittum þá, þegar ljósmyndari og blaðamaður f.vrir heigina fóru um vesturbæinn nýja I efnislelt. Piltarnir sátu „sunnanundir vegg“, en hann var napur á norðan þennan dag. en þeir létu það samt ekki á sig fá. Inni i blaðinu á blaðsiðuni 7, 8 og 9 segir frá vesturbænum nýja í máli og myndum. AKTUELT UM HANDRÍTAMÁLIÐ: Við getum beðið rólegir úrskurðar hæstaréttar Málgagn danskra jafnaðarmanna Aktuelt, segir í forystugrein um dóm Eystri-Landsréttar í hand- ritamálinu, að fylgrsmenn afhend ar í Danmörku og íslendingar geti ról'egir beðið úrskurðar Hæsta réttar. Aktuelt segir, að dómur hæsta réttar bindi að vísu ekki enda | hnútinn á deiluuna um handritin. En dómurinn sé svo ótvíræður, að dómur hæstaréttar verði varla annað en nánari útfærsla á sýknu kennslumálaráðuneytisins og þar með áliti þingmeirihlutans, sem samþykkti afhendingu handrit- anna. Blaðið telur, að jafnvel þótt um eignanám sé að ræða sé það réttmætt þar eð það sé í þágu almannaheilla. Blaðið segir, að forsendur dómsins bendi í þá átt, þar sem segi að afhending hand- ritanna leysi mikilvægt vandamál í sambúð Danmerkur og íslands. Blaðið bendir á, að fylgismenn afhendingar muni veita því eftir tekt, að í forsendum dómsins seg ir að tilgangurinn með stofnun Árnasafns hafi ekki verið sá að þjóna hagsmunum einstaklinga heldur eingöngu sá að varðveita handrit í því augnamiði að rann saka þau og gefa þau út. Þessum tilgangi megi enn ná þrátt fyrir þá skipulagsbreytingu, sem lög- in um afhendingu áiandritaima feli í sér. Hverfisskrifstofur A-listans í Reykjavík HVERFISSKRIFSTOFUR A-listans í Reykjavík er á eftir- töldum stöðum: Fyrir Helaskólann: Alþýðuhúsinu, sími 15020. Fyrir Mið- bæjarskóla. Alþýðnhúsinu. Fyrir Austurbæjarskóla: Brautar- holti 20, sími 24158. Fyrir Sjómannaskólann: Brautarholti 20, sími 24159. Fyrir Laugarnesskóla: Suðurlandsbraut 12, sími 386fiS. Fyrir Landholtsskóla: Suðurlandsbraut 12, sími 38667. Fyrir Álftamýraskóla: Suðurlandsbraut 12, sími 38645. Fyrir Breiðagerðisskóla: Suðurlandsbraut 12, sími 38699. Hverfaskrifstofurnar Brautarholti 20 og Suðurlandsbraut 12 eru opoar frá kl. 5—10 daglega, en Hverfaskrifstoiur Mela skóla og Miðbæjarskóla eru opnar frá kl. 9 f.h. til kl. 10 síðd. Stuðnir.gsfólk A-Iistans er heðið að hafa samband við kosningaskrifstofur Alþýðuflokksins og gcfa allar þær upp lýsingar sem að gagni mega koma. ■ritu:n»ia ADHALD Sú var tíðin, að íslenzkir hægrimenn máttu ekki heyra á áætlanagerð minnzt. Allt tal um slíkt var talið óhæfilega vinstri sinnað og þar af leið- andi slæmt. Nú er þetta breytt. Talsvert er síðan ríkisstjórn in tók upp margháttaða áætl- anagerð, sem nú er hvarvetna talin naúðsynlegt hagstjórnar- tæki. En borgarstjórnarmeiri- hlutinn í Reykjavík var seinn að átta sig á hlutunum, og er það ef til vill ekki nýtt fyrir- bæri. Þrisvar sinnum á síðastliðnu kjörtímabili hefur Óskar Hall- grímsson fulltrúi Alþýðuflokks ins í bórgarstjórn flutt tillögur um, að borgin gerði fram kvæmdaáætlun til fjögurra ára. Tvisvar sinnum voru til- lögur Ó kars felldar, en loks í janúar síðastliðnum sá borg- arstjórnarmeirihlutinn sér fært að sambvkkja tillögu Óskars um áætlanagerð. Á fundi borgarstjórnar síð- astliðinn fimmtudag var svo lögð fram framkvæmda- og fjáröflunaráætlun Reykjavíkur fyrir næstu fjögur ár. Borgar- stjórinn tók það að vísu fram, að þessa áætlun skyldi aðeins hafa til hliðsjónar, hún væri ekki bindandi og menn mættu ekki halda að væri verið að sveigja inn á svið áætlunarbú- skapar. Um langt árabil hefur ríkt handahóf og ringulreið og skipulagsleysi í framkvæmda- málum Reykjavíkurborgar. Batnaði þó ástandið nokkuð, þegar farið var að gera áætl anir um framlcvæmdir á ein- stökum sviðum, en það dugði þó skammt þegar heildaryfir sýn vantaði. Handahófið í framkvæmdum hefur valdið því, að margt hef ur dregizt á langinn, stundum hefur verið vaðið úr einu í annað, en allt hefur þetta haft það í för með sér, að fram- kvæmdaféð liefur nýtzt verr en skyldi, og því fé rem borg ararnir hafa lagt af mörkum til Reykjavíkurborgar ekki allt af varið til jafn hagkvæmra framkvæmda og hægt hefði verið að gera, ef stuðzt hefði verið við skipulega áætlun. Borgarsjúkraliúsið í Fossvogi er og verður klassískt dæmi um liandahófsframkvæmd, sem orðið hefur óhæfilega dýr. Þar hafa iðnaðarmenn og aðrir næstum lagt nótt við dag und- anfarið og hefur nú ekki skort fé til framkvæmda, enda skal sýna húsið áður en gengið verð ur til atkvæða. Alþýðublaðið liefur á það bent, að Sjálfstæðisflokkurinn þurfi aukið aðhald um stjóm Reykjavíkur. Veldi Sjálfstæðis flokksins er hér orðið gamalt og gróið, leiðtogarnir óhræddir um sinn hag og telja að enginn geti stjórnað borginni betur en þeir. Það var fyrir frumkvæði A1 þýðuflokksins að tillaga um framkvæmdaáætlun var sam- þykkt í borgarstjórn. Sam- þykkt tillögunnar ber að fagna og her það að nokkru vott um lofsverða hugarfarsbreytingu hjá meirihlutanum. Með því að efla Alþýðuflokk inn í komandi ko-ningum er bezt að því stuðlað að Siálf- stæðisflokkurinn fái heilbrigt aðhald í stjórn börgarinnar. Mikil k>átttaka í utanlandsferðinni GÍFURLEG aðsókn hefur verið að utanlandsför Alþýðuflokksfé- lags Reykjavíkur. Hafa nú um 70 manns látið skrá sig og er sýnt að tak verður sérstaka flugvél á leigu til fararinnar. Þessi nýjung Alþýðúflokkfkflé'-' lagsins hefur sem sagt mælzt betur fyrir en nokkur þorði að vona og er ekki ólíklegt að hún verði gerð að föstum lið í starf semi félagsins. Lagt verður af stað 20. júní og komið aftur 2. júlí. Verðið er aðeins 7650 kr. og er hús- næði og morgunmatur innifalið í verðinu. Aðeins örfá sæti verða tekin til viðbótar og eru því þeir, sem enn hafa hug á að taka þátt í þessari glæ ilegu utanferð, beðn ir að hafa samband við skrifstofu Alþýðuflokksins í Alþýðuhúsinu. Síminn er 15020.

x

Alþýðublaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.