Alþýðublaðið - 08.05.1966, Page 3
Leiðin aö hallalausum rekstri BÖR
Rekstur Bæjarútgerðar
Reykjavíkur hefur nokkuð bor
ið á góma undanfarið í sam
bandi við sölu á gömlum skip
um útgerðarinnar. Hafa þær
raddir heyrzt í þeim umræðum
að hallinn á Bæjarútgerðinni
væri nú orðinn svo mikill, að
réttast væri að leggja útgerð
ina niður. Alþýðuflokkurinn
hefur ákveðið lagzt gegn því,
að útgerðin yrði lögð niður af
tveimur ástæðum. í fyrsta lagi
telur flokkurinn, að Bæjarút
gerðin eigi miklu hlutverki að
gegna í atvinnulífi höfuðborg
arinnar. í öðru lagi er það á-
lit flokksins að bæta megi veru
lega afkomu útgerðarinnar, ef
farið verður eftir þeim tillög
um, sem Alþýðuflokkurinn hef
ur borið fram varðandi fram
tíðarrekstur Bæjarútgerðar-
innar. Vil ég nú fara nokkt
um orðum um bæði þessi atriði:
1. Það er óumdeilanlegt, að
Bæjarútgerð Reykjavíkur hef
ur verið mikil lyftistöng fyrir
atvinnulíf höfuðstaðarins. Bæj
arútgerðin hefur verið stærsta
togaraútgerð borgarinnar. Tog
arar útgerðarinnar voru orðnir
8 talsins en auk þess hefur
fyrirtækið rekið umfangs-
mikla fiskvinnslu og fiskverk
un. Bæjartogararnir hafa haft
mikla þýðingu fyrir hráefnisöfl
un til frystihúsa og fiskvinnslu
stöðva Reykjavíkur. Og fiskað-
gerðarhús útgerðarinnar hafa
skapað gífurlega atvinnu fyrir
borgarbúa á undanförnum ár
um. Eru það ekki hvað sízt hús
mæður og unglingar, er fengið
hafa vinnu í fiskvinnslustöðv
um Bæjarútgerðarinnar. Er aug
ljóst, að Reykjavík má ekki
missa þann þátt úr atvinnulífi
sínu sem rekstur Bæjarútgerð
arinnar er.
2. En er ekki unnt að bæta
afkomu Bæjarútgerðarinnar?
Þessi spuning hefði eins getað
hljóðað á þessa leið: Er ekki
unnt að bæta afkomu togar
anna yfirleitt? Sannleikurinn er
nefnilega sá, að vandamálið í
sambandi við rekstur bæjartog
aranna er aðeins liður í alls
lierjar vanda togaraútgerðar
landsmanna í dag. Togarar okk
ar eiga við hallarekstur að
stríða vegna aflaleysis, sem að
veruiegu leyti má rekja til
þess að þeir hafa misst mörg
af sínum beztu veiðisvæðum.
En auk þess eru togararnir
orðnir gamlir og úreltir og
fullnægja ekki kröfum tímans.
Það verður að skila togurun-
um aftur veiðisvæðum sínum
það verður að kaupa ný og full
komin skipf skuttogara, sem
reynzt hafa vel erlendis. Verði
þetta gert mun afkoma togar
anna batna og þar með rekst
ur Bæjarútgerðarinnar. Ég hef
í útgerðarráði Bæjarútgerðar
Reykjavíkur flutt tillögu um að
nú þegar verði hafinn undir
búningur að því ,að Bæjarút
gerðin kaupi skuttogara. Hefi
ég einnig flutt tillögu um, að
útgerðin leitaði eftir samvinnu
við ríkið um slík kaup ef á
stæða þætti til. Það er ljóst, að
ekki má dragast lengur, að ís
lendingar eignist fullkomna
skuttogara. Auk þess hefi ég
einnig lagt til að Bæjarútgerð
Reykjavíkur kaupi fullkomna
fiskibáta og geri þá út í því
skyni að gera rekstur útgerð
arinnar arðvænlegri en nú er.
Bæjarútgerðin hefur nú selt
tvo af hinum gömlu togurum
sínum. Alþýðuflokkurinn er
ekki á móti því að gömul og úr
elt skip séu seld, ef samfara
því er unnið að kaupum á nýj
um skipum. Að mínu áliti á
Bæja'rútgerð Reykjavíhlur að
hafa forystu um útgerð nýtízku
fiskiskipa. íslendingar hafa hin
síðustu ár dregizt verulega aft
ur úr í togaraútgerð. Bæjarút
gerð Reykjavíkur gæti með að
stoð ríkisvaldsins tekið foryst
una í því að bæta hér úr. Um
leið myndi útgerðin fara inn á
þá braut, sem liggur að halla
lausum rekstri í mjög náinni
framtíð.
Björgvin Guðmundsson: I
SKUTTOGARAR OG NÝTlZKU BÁTAR
4,11llllllllllllllMMIIIIIIIIIUIIII»IIIIIIIII>UIIIHMItlUIIII»rl^
M !
U I
N !
! I I
Ð
I H í
A i
! B I
| Glæsilegir j
vinningar |
= i
Dregið
20. júní j
og
\23.desember\
^«■1111111111111111111 ■’ - 'lllilllllllllllllllllMU »lllll>}'*^
HÆiPPDRŒTTI HASKOLA ISLANDS
Á þriðjudag verður dregið í 5. flokki. — 2,100 vinningar að fjárhæð 5,800,000 krónur.
Á morgun eru seinustu forvöð að endurnýja.
Happdrættí Hásk&la Íslands
p. Hokkur.
2 á 500.000 kr. .
2 - 100.000 — ..
52 - 10.000 — .
280 - 5.000 — .
1.760 - 1.500 — .
Aukavinningar:
4 á 10.000 kr. .
2.100
1.000 000 kr.
200.000 —
520.000 —
1.400.000 —
2.640.000 —
40 000 kr.
í. 800 000 kr.
ALÞÝÐUBLAÐIÐ - 8. maí 1966 3