Alþýðublaðið - 08.05.1966, Síða 5

Alþýðublaðið - 08.05.1966, Síða 5
□CB ALLTAF FJðLGAR VOLKSWAGEN Volkswagen 1300 er fyrirliggfandi S: i. /•'a ';-y- Volkswagen 1500 er fyrirliggjandi Volksw'agen 1500 — Cíerið samanl)Uið á frágangi, öllum búnaði og gæðum Yolkswagcn og annarra l)íla. frá Veslur-Evrópu, Komið, skoðið og reynsluakið Varahlufaþjdnusta Volkswagen er landskunn Volkswagen 1300 — Volkswagen 1600 TL Fastback Ingólfs-Café Gömlu dansarnir í kvöld kl. 9 Hljómsveit Garðars leikur. Söngvari: Bjöm Þorgeirsson. Aðgöngumiðasala h-efst kl. 8. — Sími 12826. INGOLFS-CAFE Bingó í Jag kl. 3 Aðalvinningur eftir vali. 11 umferðir spilaðar. — Borðpantanir í sími 12826. BETRI BORG Framhald úr opnu. Sunnar tekur svo Grímsstaða- holtið við. Þar ægir ýmsu saman, er óhætt að segja. Þar er að finna áratuga gömul hús við hliðina á nýreistum sambýlishúsum. Líður líklega talsverður timi þar til að þarna verður heilsteypt mynd úr. Eitt stórt fjölbýlishús er við Fálkagötu. Hefur það í munni al- mennings hlotið nafnið „leikara- blokkin,” því þar mun búa all- margt leikara og listamanna. — Sums staðar hafa hús verið byggð saman af lítilli smekkvísi að því er virðist og á það til dæmis við um hornið á Fálkagötu og Dun- haga. Skammt þarna norðan við er það sem réttilega má kalla mið- depil hins nýja vesturbæjar. Þar er hringtorg, líklega það eina í bænum, sem ekki er verulegur trafali í umferðinni, einfaldlega vegna þess að á því mæðir tiltölu- lega lítið. Við þetta hringtorg eða í næstu grennd við það hefur hver stórbyggingin á fætur ann- arri risið undanfarin ár. Fyrst skal telja þá frægu Bændahöll, með Hótel Sögu og Súlnasal, þangað flykkist fólk hundruðum saman um helgar til að lyfta sér upp í huggulegu um- hverfi. Þar er og Astrabar og grill og er útsýni óvíða fegurra en af efstu hæð þessarar stórbygging- ar, þaðan sér vítt um alla borg og langt véstur yfir Seltjarnar-1 nesið. Þá er Háskólabíó, stærsta samkomuhús landsins, og fer þar fram iðnleg menningariðkan. — Melaskólinn er vestan við torgið, Hagaskólinn, mjög glæsileg bygg- ing skammt frá og að lokum Raunvísindastofnun háskólans, sem nýlega er risin skammt frá torginu. Ekki má gleyma Nes- kirkju, umdeildri byggingu á sín- um tíma, sem sómir sér vel þarna innan um stórhýsin. Þarna skammt frá er svo í- þróttavöllurinn gamli, sem enn er að vísu í fullu gildi og þar margir kappleikir á hverju sumri. Hann hefur það sér til ágætis að þar er yfirbyggð áhorfendastúka, en það er meira en nýi völlurinn í Laug- ardalnum enn getur státað af. Vestan við völlinn standa svo nokk ur myndarleg fjölbýlishús í röð við Birkimelinn. Þar með létum við lokið hring- ferð okkar um hverfið, sem við leyfðum okkur að kalla vestur- bæinn nýja. Benedikt Gröndal UM HELGINA Eitt i dag - og ! annab á morgun ÞAÐ ER GÖMUL SAGA, að stjórnmálamenn segi eitt í dag og annað á morgun. Framsóknarmenn fárast yfir verðbólgu þessa daga og reyna sem nicst að draga hana inn í bæjarstjórnarkosningarnar. Þetta rifjar upp minningar frá þeim dögum, er þeir sátyr í ríkisstjórn og litu öðrum augum á síik vandamál. - Árið 1958 var mikið afla- og framleiðslu- ár, fjárfesting var ör og atvinna meiri ei> nóg. Allt lék í lyndi — nema hvað verðbólgán magnaðist viku eftir viku. Stjórnarandstæð* ingar réðust miskunnai-laust á ríkisstjórnina fyrir að ráða ekki við verðlagið. Eysteinn Jónsson var fjármálaráðhei’ra þetta ár. Hann minnti á það í framsöguræðu fyrir fjárlagafrumvarpi, að allt frá 1942 hefði verið í landinu „varanlegt verðbólgu- ástand.” Þá höfðu framsóknarmenn setið í ríkisstjórn í áratug. Eysteinn svaraði stjórnarandstöðunni hressilega eins og hans var vandi. — Hanri sagði: „Augljóst mál er, að 4>ótt þeir (stjórnarandstæðingar) hefðu átt málum að s’upa, hefðu aldrei getað orðið minni verðhækkanir .... Raunar dottur víst engum með óbrjálaða dómgreind í hug,- að þeir hafi búið yfir nokkrum heppilegri úrræðum eða haft nokkra minnstu möguleika til þess að hafa sterkari hemil á þessum málurti en raun hefur á orðið.“ Þetta sagði Eysteinn þá. En skyldu núverandi ráðherrar ekkl eins geta sagt þetta um stjórnarandstæðinginn Eystein Jónsson? Ilannibal Valdimarsson var ráðherra 1958 og fór meðal annarsr með verðlagsmál, sem illa gekk að ráða við. Hann skrifaði eftirfár- andi í Vinnuna þetta sumar: „Víst hefði verið æskilegt að geta haldið kyrru fyrir í verðlags- og kaupgjaldsmálum þjóðarinnar. — En til þess að það takist, þarf margur að læra sína lexíu betur.” I Nú er Hannibal í stjórnarandstöðu og virðist fyrir löngu hafá gleymt lexíunni, sem hann lærði í ráðherrastól. Hannibal sagði í sömu grein i Vinnunni: 1 , Það er bezt, að þeir einir kasti nú stéinum, sem alsaklausiF eru af því að hafa krafizt meira af þjóðfélaginu en þeir áður höfðu. — Og þá verða þeir fáir, sem grjótinu kasta,” Þannig mætti lengi telja ummæli íslenzkra stjórnmálamanna —v eitt í dag, anna.ð á morgun. Það versta við framkomu stjórnarandstæðinga í dýrtíðarmálinu er þó csamræmi og óheilindi. Þeir brenna kertið frá báðum endum.t Annars vegar ráðast þeir á stjórnina fyrir hverja hækkun og.. gagiirýna hana íyrir að hafa ekki hemil á verðhækkunum. Ilins vegar gera þessir sömu menn endalausar kröfur, sem þeir^ ætla, að séu vinsæ’ar hjá landsmönnum, en mundu auka vcrðbólguna,, eí þær væru framkvæmdar. Þannig er um kröfm’nar um meiri út- lán, afnám frystingar sparifjár, hærra verð til bóndans, lægri vexti, hærri álagningu fyrir verzlunina, meiri framkvæmdír, meiri bygg-t ingar, meiri ríkisutgjöld. Þeir hrópa niður með verðbólguna, en allar tiilögur þeirra miðá að rif.iri verðbólgu Um marga hluti er þetta hverfi betúr sett en þau hverfi, sem við áður höfum birt myndir af og nokkur orð um. Það hefur byggzt á mismunandi timum og ber þess ljósan vott, en í heild er það snyrtilegt og vinalegt þótt finna rnegi ýmislegt, sem betur mætti fara eins og víðast hvar annars staðar í okkar ágætu borg. LÍNDARBÆR Leikféiag Hveragerffis sýnir hiff heimsfræga og um- ðeilda íeikrit Óvænt heimsókn eftir J B. Priestley í Lindarbæ mánudag 9. mai kl. 9 e.h. Leikstjóri: Gísli Halldórsson. Aðgóngumiðasala í Lindarbæ á sunnudag og mánudag frá kl. 2 e. h. báða dagana. • Leikfélag Hveragerðis ALÞÝÐUBLAÐIÐ - 8. maí 1966 §

x

Alþýðublaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.