Alþýðublaðið - 08.05.1966, Page 8
Grásleppukarlarnir, sem róa frá Ægisíðunni eru vinsælir meðal borgarbúa, ]iví flestir kunna að meta að fá hjá þeim sprikl-
andi rauðmaga 1 soðið. Þarna sígur grásleppa á grindum, en það þykir mörgum herramannsmatur.
Aðstaffa fynr smábátaútgerff er slæm í Reykjavík og hefur heldur litlum skilningi mætt hjá yfirvöldum. Þaff fer þó mjög
vaxandi að borgarbuar eigi annaff hvort skemmtibáta eða litlar trillur til aff xóa á í tómstundum.. Er því brýnt orðið að að-
staða fyrir þessa starfsemi verði bætt frá því sem nú er.
Það er stutt hjá þeim niður í vörina, sem búa við Sörlaskjólið. Bátarnir eru hókstaflega við bæjardyrnar hjá þeim. Þarna fram-
undan er fjaran óspillt af mannavöldum og ber að kappaosta að sem víðast á Reykjavíkursvæðinu fái náttúran að halda sér ó-
skemmd.
Fiskverkunarstöð Bæjarútgerðar Reykjavíkur stendur við Grandaveg. Útgerffin er eitt stærsta fyrirtækið í eigu borgarinn-
ar. Ráffandi msirinluti í borgarstjórn hefur ekki ljáð máls á því að útgerðin fái aff kaupa ný fiskiskip, og á síðasta fundi borgar-
stjórnar sagði emn af borgarfulltrúum Sjálfstæðisflokksins að það væri af og frá að leyfa útgerðinni að kaupa fiskibáta til að
útvega Reykvíkingum fisk í soðiff. Kæmi slíkt hreint ekk itil mála.
Víða þar mætti að skaðlausu
snyrta betur til sérstaklega í kring
um iðnaðarhúsin.
Kaplaskjólsvegurinn var iengi
frægur að endemum, því í rign-
ingum varð hann jafnan eitt alls
herjar svað, sem ekki var fært
nema fuglinum fljúgandi og Vest-
urbæ—Austurbæ hraðferð. Nú
hefur þessi mikla umferðargata
loksins verið malbikuð og var
það vomim seinna. Gangstéttir
fyrirfinnast þó engar, en það er
varia hægt að krefjast þess að
hvort tveggja sé gert, eða hvað?
Skjólin taka við þar sem
Kaplaskjólsvegi sleppir. Þetta
hverfi, sern sjálfsagt er rúmlega
tuttugu ára gamalt hefur enn
ekki notið góðs af malbikunar eða
gangstéttaframkvæmdum og una
íbúarnir því illa, sem von er, og
þykjast að nokkru vera olnboga-
börn borgarstjóra, en hann mun
þó hafa lofað bót og betrun og
vonast Skjólabúar eftir að þurfa
ekki að bíða mörg ár í viðbót,
eftir þessum sjálfsögðu og nauð-
synlegu framkvæmdum. Að þetta
hverfi skuli svo lengi liafa orðið
út undan sýnir mæta vel það handa
hóf og skipulagsleysi, sem um
langt árabil hefur ríkt í fram-
kvæmdamálum Reykjavíkurborg-
ar.
Þeir sem búa við Sörlaskjól og
Faxaskjól og Ægissíðu eru öfunds
verðir á margan hátt. Sjórinn er
ekki nema steinsnar frá stofu-
glugganum þeirra, á góðviðris-
kvöldum hafa þeir fagurt útsýni
út yfir Suðurnes og þarna er
fjaran jafnframt næstum óspillt
og verður vonandi svo áfram. —
Nokkrir skúrar og kofagarmar eru
þarna að visu til óprýði, en þeirra
lífdagar verða vonandi ekki langir.
Svo ókum við upp Hofsvallagöt-
una, á hægri hönd er þar kóka-
kóla verksmiðjan, snoturt hús að
vísu, en enn eitt dæmi um skipu-
lagsleysi, að slíka verksmiðju
skuli vera að finna í miðju íbúða-
hverfi. Andspænis kókakóla verk-
smiðjunni, er eitt glæsilegasta ein-,
býlishúsahverfi borgarinnar, lítið
að vísu, en húsin þarna þó á-
reiðanlega með þeim dýrari í allri
borginni, enda hvert öðru glæsi-
legra. Ýmsum finnst þó sem byggð
in sé þarna fullþétt, og vafalaust
hefur það sjónarmið ráðið nokkru
að fá sem flestar lóðir úr sem
minnstum skika lands. Þar sem
þessi hiís standa nú voru fyrir
nokkrum árum vöruskemmur Eim
skipafélags íslands. Skammt þarna
frá stendur sundlaug Vesturbæj-
ar myndarlegt mannvirki, en þó
ekki nærri fullbyggt. Undarleg
árátta hjá borgaryfirvöldum, að
ljúka ekki við íþróttamannvirki,
samanber íþróttavöllinn í Laugar
dal. en áhorfendasvæði þar hefur
verið hálíkarað allar götur síðan
völlurinn var tekinn í notkun. —
Vafalaust vei-ður eitthvað skilið
eftir af nýju útisundlauginni í
Laugardal, ef borgaryfirvöld halda
venju sinni.
Fyrir nokkrum árum var þarna
eitt slærsta braggahverfi borgar-
innar, en nýbyggingar hafa þrengt
að því á alla vegu. Eru nú aðeins
tiltölulega fáir herskálar eftir, cn
g 8. maí 1966 - ALÞÝÐUBLAÐiÐ