Alþýðublaðið - 08.05.1966, Síða 9
BETRIBORG
Leifarnar af Camp Knox eru ennþá til staðar. Enn er þarna búið í nokkrum
gömlmn herskálum, þótt margir hafi ver ið jafnaðir viff jörffu. Þaff þarf ekki stórt
átak til að Iosna við síðustu braggana, þeir eru ekki svo margir, en átak þarf samt.
Á Grímsstaffaholtinu blandast saman gamalt og nýtt. Holtið er aff byggjast upp
og smám saman hverfa gömul húsin en ný taka við. Þetta myndarlega fjölbýlishús
er stundum kallaff „leikarablokkin" enda munu óvenjulega margir listamenn eiga
þar heima. í forgrunni myndarinnar er kartöflugarður, aff því viff bezt fáum séff.
Áður voru matjurtagarðar algengis við hús í borginni, en slíkt er nú aff hverfa.
í einu af nýlegum fjölbýlis
húsum við Meistaravelli, því
som fyrst var reist við þá
götu, heimsóttum við unga hús
móður, frú Aldfsi Benedikts
dóttur.
— Ilvað hafið þið búið hér
lengi, Aldís?
— Nú i apríl höfum við
búið hér í þrjú ár.
— Og kunnið vel við ykk
ur?.
— Já, það er þægilegt og
skemmtilegt að búa hérna,
enda eiginlega inni i gömlu
hverfi, svo að hér eru mjög
góðar strætisvagnaferðir t.d.
og stutt með börnin á leik
völiinn, sem er hér rétt hjá.
— Þið ei-gið tvö ung börn?
— Já dóttir ókkar, sem er
tveggja ára, fer alltaf á leik
völlinn. þegar vel viðrar, en
við erum svo heppin að hafa
rétt hjá okkur gæzluleikvöll,
þar sem börnin geta verið frá
9—12 og 1—5. Þar eru þau
úti allan daginn, þar sem ekki
er neitt hús fyrir þau, ef
slæmt er veður, þess vegna
er það auðvitað nokku^ undir
veðri komið, hvort þau geta
verið á leikvellinum. T.d á vet
urna er ekki hægt að hafa lít
il börn þar.
— En sonurinn, hann er enn
þá of lítill til að vera á gæzlu
vellinum?.
— Já hann er nýlega eins
árs.
— Mundirðu vlija koma
börnunum á dagheimili, ef
hægt væri?
— Ég býst við því, annars
hef ég ekkert hugsað um það,
þar sem ég veit að það yrði
svo langur biðtími, þar til þau
kæmust að, þar sem að sjálf
sögðu börn einstæðra mæðra
og börn námsfólks ganga fyrir.
En mér finnst æskilegt, að
komið yrði upp fleiri barna
heimilum. Margar húsmæður
vilja gjarnan vinna úti hluta
úr degi og auka með því heim
ilispeningana, en það er mjög
dýrt að kaupa nauðsynjar til
heimilis núna og á mörgum
heimilum nauðsynlegt að bæði
hjónin vinni úti, sérstaklega
ungt fólk, sem ef til vUl stend
ur í húsbyggingu. En il þess
að húsmæður geti stundað
vinnu utan heimilis hluta úr
degi, er nauðsynlegt að hægt
sé að koma börnunum fyrir í
dagheimili.
— Hvernig er með verzlan-
ir hérna í nánd?
— Eins og ég sagði áðan
er þetta að vissu leyti gamalt
hverfi, þó að mörg húsin séu
ný, og verzlanir hérna í kring
hafa verið hér í mörg ár. Helzti
ókosturinn við þær finnst mér.
að þær eru svo dreifðar, fisk
búð t.d. langa leið frá mjólkur
búð. Verzlanir þyrftu að vera
flestar á sama stað eins og
yfirleitt er gert ráð fyrir i
nýju hverfunum.
þó e.t.v. fleiri en flesta grunar,
því fæstir sjást fyrr en að er
komið. Þeir þurfa að hverfa sem
fyrst, og enn virðist búið í all-
mörgum þeirra.
Skammt þarna frá er og barna-
heimili, og eftir því sem við kom-
umst næst þá eru mörg hverfi
verr sett með barnaheimili og
leikvelli en nýi vesturbærinn, þó
langt sé í frá að þessi mál séu
í fullkomnu lagi þar.
Á gatnamót Hofsvallagötu og
Hringbrautar hafa nýlega verið
sett umferðarljós, og þótti flestum
tími til kominn. Setja þarf upp
ljós á fjölmörgum gatnamótum í
borginni, og hefur undarlegt sinnu
leysi ríkt um það eins og önnur
umferðarmál mörg undanfarin ár.
Næst fórum við suður Furu-
mel, þar eru á báðar hcndur vin-
gjarnlegar íbúðagötur, melarnir,
Víðimelur, Reynimelur, Grenimel-
ur og Hagamelur. Malbikunar-
náðin náði hingað fyrir nokkrum
árum og hér telst það ennfremur
til tíðinda, að gangstéttir hafa ver-
ið lagðar. Við húsin eru víðast
hvar snyrtilegir garðar, og þar
sem hverfið er gamalt og gróiff
er líkléga óhætt að segja, að þetta
sé einn vinalegasti hluti vestur-
bæjarins nýja. Á Furumel er betra
að gæta sín, því liann er ekki
aðalbraut eins og Hofsvallagat-
an svolítið vestar. Verða þarna
enda margir árekstrar og horn eru
hættuleg.
Hér suður af taka svo Hagarnir
við. Þar eru nýrri hús, mjög snot-
ur og garðar vel hirtir. Hagarnir
eru að nokkru þannig skipulagð-
ir að þar er lítið um aðra um-
ferð en þangað á nauðs.vnleg er-
indi. Þarna eru hús af næstum
öllum stærðum og gerðum. Mörg
fjölbýlishús eru þarna og frá-
gangur við sum til mestu fyrir-
myndar.
Framh. á 5. bls.
ALÞYÐUBLAÐIÐ - 8. maí 1966 9